Þá er maður heldur betur búin að túristast í dag. Keyrðum Mosfellsdalinn og komum við á Gljúfrasteini, svo hélt maður áfram á Þingvelli. Við Halldór löbbuðum svo niður Almannagjá, að Lögbergi, Drekkingarhyl, að Öxará, að kirkjunni og húsunum þar við hlið, í Peningagjá og svo aftur upp Almannagjá. Halldór þurfti nú að draga mig upp megnið af leiðinni, því þetta er hel.... bratt og kjéllan orðin pínu þreytt eftir 2 tíma göngu - en það hafðist allt og var þá næsti áfangastaður Geysir/Strokkur. Þar var svoleiðis úrhellið en við klæddum okkur bara í regnslár og tilheyrandi og hlupum að Strokki og tókum nokkrar myndir - svo bara spretturinn aftur út í bíl
Við brunuðum svo hundblaut að Gullfossi, þar sem sól og blíða tók á móti okkur - og við túristarnir örkuðum að sjálfsögðu alla göngustíga og útsýnispalla sem þarna var að finna og fórum alla leið út að fossinum sjálfum - og urðum aftur hundblaut Tókum að sjálfsögðu haug af myndum sem koma inn síðar
Keyrðum svo aftur til baka og þá var komin sól og blíða við Geysi, svo við stoppuðum aftur og röltum þarna um - eins og túristar, með myndavél hangandi framan á sér - og tókum myndir af öllu
Keyrðum svo á Laugarvatn og skoðuðum aðeins hús KHÍ þarna á staðnum - Halldóri langaði að sjá þetta því honum langar svolítið að fara í íþróttakennarann, eftir 4 ár - svo þetta var skoðað líka.
Því næst brunað í átt að Selfossi en þá kom nú eitt annað í ljós sem þurfti að skoða - Kerið - og að sjálfsögðu stoppaði bílstjórinn þar - og þurfti ekkert að borga inn til að skoða
Svo bara stefnan tekin á Hafnarfjörðinn, vorum orðin frekar sein í kvöldmatinn, komum ekki heim fyrr en að verða 7, lögðum íann kl.11 um morguninn.
Ég ætlaði nú að koma við í Hveragerði og heimta kaffi hjá Helenu sem var með mér á ,,Hælinu" en tíminn bara leyfði það ekki - vona ég komist nú samt í kaffi til hennar seinna
Sem sagt, mikið gert í dag og dagurinn á morgun er líka þéttsetinn.
Skóli frá 8.30-16.00. þá brunum við Halldór niður í bæ og tökum á ´móti Silfurliðinu og ég hlakka svo til Þetta verður alveg örugglega einstök stund - og ég er fegin að fá að taka þátt í henni. Nú svo er það fótboltaleikur kl. 20.00 - Fram/Fjölnir (held með Fram ) í Laugardalnum, þannig að ég verð væntanlega að skríða heim seint annað kvöld
Bláa Lónið og eitthvað meira skemmtilegt á fimmtudag og skóli og fótboltaleikur á föstudag - sem sagt, ég er ekki að drepast úr leiðindum hérna á höfuðborgarsvæðinu...
En, best að fara að hvíla sig fyrir átök morgundagsins....
Nótt nóttttttttttttttttttttttttttttt
Flokkur: Bloggar | 26.8.2008 | 23:50 (breytt kl. 23:54) | Facebook
Athugasemdir
Það er aldeilis
Ómar Ingi, 27.8.2008 kl. 17:35
How do you like iceland ?
Valan, 28.8.2008 kl. 09:31
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.