Það tekur orðið tæpan klukkutíma að komast í skólann úr Hafnafirði - þar er nánast óslitin umferð þegar maður er að koma út úr Vallarhverfinu í Hafnafirði og alveg að KHÍ.
Mikið er ég fegin að ég þarf bara 2x að mæta í skólann kl.8.30 - ég væri nú engan veginn að meika þetta ef ég þyrfti að gera þetta á hverjum degi.
Þeir sem eru með mér í staðlotu og eru á bíl segja sömu söguna, sama hvar þeir eru í bænum. Mér fannst ég ógurlega bjartsýn í morgun þegar ég lagði af stað kl. 7.35 í skólann en ég bara rétt náði í tíma kl. 8.30...
Það verður ljúft að koma heim á laugardaginn í rólegheitin og enga traffík
Athugasemdir
Ómar Ingi, 2.9.2008 kl. 17:19
Oohh ég fæ svona Eskifjarðarsaknaðarsting þegar ég sé bannerinn hjá þér :/
Vona að þér gangi vel.
Hrefna S Reynisdottir (IP-tala skráð) 2.9.2008 kl. 18:05
Verðurðu í bænum í vetur eitthvað að ráði?? Knús
Ásdís Sigurðardóttir, 2.9.2008 kl. 18:37
Good luck!
Umferðarsultan, já: Þetta er minn daglegi veruleiki.
Ég reyni bara að nota tímann og hlusta á útvarp og hugsa og svona ....
Guðný Anna Arnþórsdóttir, 2.9.2008 kl. 22:13
Ekki er hún gáfulegri hér umferðarmenningin Badda mín, alltof mikið af gamalmennum sem keyra á 10-20. Sá einn koma út af heilsugæslunni í gær hann gat varla gengið hvað þá keyrt bíl, en keyrði samt. það tekur alltaf einn við af öðrum í því að halda umferðahraðanum niðri allavega á götum bæjarins hérna. En umferðin í Rvk um miðjan dag ótrúleg, er fólk ekkert að vinna þarna allar götur fullar að bílum
Grétar Rögnvarsson, 3.9.2008 kl. 13:53
Mikið er ég fegin að ég bý í sveit og þarf ekki að búa í svona umferð...varla umferð hérna í Kitimat, bara æði!
Hlakka til að þú komir heim svo þú getir hringt í mig á skype.
Knús,
Lína
Lina Marl Ara (IP-tala skráð) 3.9.2008 kl. 19:05
Og hér eru engin umferðarljós :-)
Sóley Valdimarsdóttir, 3.9.2008 kl. 21:39
Hér eru sjálfskipaðar umferðalöggur og þær/þeir eru nú bara fyndnar/ir... Allavega fyndnari en rugludallar á nissan á skólalóð.
Huldabeib, 4.9.2008 kl. 13:12
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.