Það er óhætt að segja að maður sé að kafna í menningu þessa dagana .... og þá er ég nú ekki að meina neitt neikvætt með því - heldur mætti sennilegast krína mig sem Miss Menningarleg.is
Undanfarna viku, eða rúmlega það, hafa staðið yfir Dagar Myrkurs á Austurlandi og förum við hér á Esk ekki varhluta af því - og hefur verið frábær dagskrá hér í rúma viku og ekki allt búið enn.
En nú já, byrjaði á að fara á tónleika með Sinfóníuhljómsveit Íslands (Halló, ég á tónleikum með þeim), svo var sagna -og tónlistakvöld í Randúlfssjóhúsi (eldgamalt sjóhús hérna) og var það bara alveg æði og í boði voru lummur, pönnsur, kaffi, hákarl, brennivín og harðfiskur, það verður nú að næra mallan líka Fór svo á bókasafnið hérna og þar var kertaljós og draugasögur lesnar og fóður fyrir mallan líka. Á fimmtudag fórum við Halldór í sund með Tristan stóra frænda en það var voða kósý þar - kertaljós og lifandi tónlist, alveg æðislegt. Svo í gær fórum við Halldór á æðislega tónleika í menningarmiðstöðinni okkar en það voru hljómsveitirnar Hjaltalín og Sprengihöllin og vá mar hvað þeir voru æðislegir - er ennþá í losti bara eftir þetta. Fullt út úr dyrum og það var nú bara æðislegt líka. Í kvöld stóð svo til að fara á ástareldinn á Mjóeyri en ég er eiginlega ekki alveg að treysta mér í það - skítakuldi úti og komin einhver snjóhríð en ætla hins vegar á kaffihúsið hérna en þar verður Bjartmar Guðlaugs með tónleika. Þetta er nú samt ekki tæmandi listi af því sem hefur verið í boði hér - það var t.d. bílabíó s.l. sunnudag á Mjóeyri en ég fór ekki á það og svo hefur verið margt annað í boði - en ég er víst í skóla og þarf að vera eitthvað að læra og svonnnnna, þannig að maður hefur nú ekki alveg farið á alla viðburði en flest alla samt.
Fréttatímar á RÚV og stöð 2 hafa nú reyndar ekkert verið að kafna í fréttaflutningi frá þessu en þessir dagar eru um allt Austurland og engin smá dagskrá í gangi alls staðar - en það er víst kreppa og mest nauðsynlegt að segja fréttir af því og atburðum af suðurhorninu - en svona er þetta víst bara. Það er reyndar engin fréttamaður á Austurlandinu frá Stöð 2 og einn hjá RÚV og sá mætir nú ekki nema um mjög alvarlega hluti sé að ræða - eða það hafa þeir allavega sagt
EN anyway - ég er nú bara í lost yfir þessu menningarbrölti mínu - fyrir ekki svo löngu síðan fór maður ekki neitt nema á ball og meðfylgjandi fyllerí en það er ekki lengur í boði að fara á fyllerí og ball/barinn á Esk - Valhöll lokað og óvíst hvort eða hvenær það opnar aftur...
Best að fara að setja á sig andlit fyrir tónleikan í kvöld ...
Flokkur: Bloggar | 15.11.2008 | 19:50 (breytt kl. 23:30) | Facebook
Athugasemdir
Mikið held ég að þú skemmtir þér vel, sá svo krúttlega mynd að austan, tekin á kvöldstemmingunni hjá ykkur. Góða skemmtun
Ásdís Sigurðardóttir, 15.11.2008 kl. 21:31
Mikið rosalega hefur þetta verið skemmtilegt allt saman. Get svo innilega ímyndað mér það. Vildi hafa gert þetta alltsaman, og farið í bílabíó líka, sá að þar voru sýndar myndirnar Ronja og Hafið.. Frábært.
Hvað segirðu með Valhöll? Allt lok, lok og læs?
Gangi þér vel!
Guðný Anna Arnþórsdóttir, 15.11.2008 kl. 22:47
kvitt
Ómar Ingi, 16.11.2008 kl. 10:58
Tókstu ekki einu sinni lagið með Sinfó, sé alveg fyrir mér tiltilinn á næstu plötu þeirra, "Badda og Sinfó" Hvuslags eiginlega er þetta Valhöll læst, bara allt stuð úr bænum.
Valan, 17.11.2008 kl. 08:32
Svo vorum við nú á bingói í fyrrakvöld Badda þvílík menning hvað næst? þetta er bara gott.
Grétar Rögnvarsson, 18.11.2008 kl. 11:47
Sæl mín kæra.
Emailið mitt í vinnunni er vala@primex.is
svo er ég líka með valaarna@gmail.com
kveðja úr kuldanum, brrrrr.......
Valan, 21.11.2008 kl. 08:20
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.