Yndislegur vinur hefur nú kvatt ...

image001.jpg

Já, hann Kiddi Kalla er nú látin - og vil ég meina að hann sé nú komin til hennar Báru sinnar og það er það eina sem ég er sátt við í þessu ferli, að hann sé komin til hennar Báru.

Maður situr hérna í miklu losti og er ekki að trúa þessu bara, en þetta er víst sannleikur sem ekki verður aftur tekinn og hans verður sárt saknað, á mínu heimili og víða annars staðar hérna á Esk og víðar um land.

Ég var svo heppin að þekkja Kidda, sem var algjör perla, og búin að þekkja hann frá því ég var lítil og er ekki alveg að sjá þetta út, hvernig verður að keyra Hátúnið núna og Kiddi ekki lengur þar - og að hitta hann ekki lengur af og til þar, ja, þetta verður skrítið...

Hann átti mjög sérstakan sess í brjósti okkar Halldórs, en Halldór kallaði þennan vin sinn alltaf Kidda afa, því þegar Halldór var lítill þá fékk hann Báru ömmu að láni, hann átti enga ömmuhér á Esk og fór bara að kalla Báru fyrir ömmu og að sjálfsögðu leyfði hún það bara - munaði ekkert um að láta eitt í viðbók kalla sig ömmu og þegar þetta byrjaði hjá þeim, þá fór Halldór bara að kalla Kidda afa sinn líka, þó svo hann byggi nú hjá afa sínum hinum megin við götuna Smile honum fannst sennilega bara svo gott að eiga tvo svona yndislega afa, sitthvoru megin við götuna. 

Ég gæti nú sennilega haldið endalaust áfram hérna með hversu yndislegur Kiddi var - en ég get ekki meir, veit það bara að ég á eftir að sakna hans mikið...

Elsku Þórunn, Gunna, Pétur, Súsanna, Einar og öll barnabörnin og barnabarnabörn og tengdabörn - okkar innilegustu samúðarkveðjur frá okkur Halldóri og megi allir þeir englar sem ég veit um vera hjá ykkur...   Söknuðurinn er sár Heart

Ps. fékk þessa fallegu mynd af Kidda á síðunni hans Helga Garðars, vona honum sé sama þó fleiri fái að njóta fallegrar myndar af fallegum og góðum manni.

 

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Samúðarkveðja til ykkar allra elsku vina, það er sárt að missa sína.

Ásdís Sigurðardóttir, 2.12.2008 kl. 16:55

2 Smámynd: Níels Sigurður Þorvaldsson Dreki #36

Ég vil senda samúðarkveðju til allra ættingja Kidda og einnig vina og kunningja hans ......og Badda mín þú ert alltaf með hjartað á réttum stað...............

Níels Sigurður Þorvaldsson Dreki #36, 2.12.2008 kl. 18:10

3 Smámynd: Valan

Tek undir allt sem þú segir Badda mín um þennan mann, hann var svo sannarlega einstakur, sendi samúðarkveðjur til ættingja og vina Kidda

Valan, 2.12.2008 kl. 18:20

4 Smámynd: Helena

Samúðarkveðja

Vinur minn dó þann 26 marz sl.mikið var það sárt .

Helena, 3.12.2008 kl. 00:51

5 Smámynd:  Grétar Rögnvarsson

Átti nú ekki von á því að Kiddi væri að fara frá okkur þegar ég sat við hlið hans í 90 ára afmæli Steins Jónssonar um daginn, svo hress var hann. En svona er lífið. Kynnist Kidda vel þegar ég vann hjá Friðþjófi sem átti Sæljón sem ég var skipstjóri á í 6 ár, en Kiddi var einn af fjórum eigendum Friðþjófs. Áttum oft skemmtilegt spjall á netaloftinu sem hann sá um.

Blessuð sé minning Kidda, og sendi öllum vinum og ættingjum samúðarkveðjur.

Grétar Rögnvarsson, 3.12.2008 kl. 12:24

6 Smámynd: Guðný Anna Arnþórsdóttir

Ég minnist Kidda með mikilli hlýju og á ekkert nema bjartar minningar um hann og Báru. Blessuð sé minning þeirra beggja.

Hugsa til þín, Badda mín. 

Guðný Anna Arnþórsdóttir, 6.12.2008 kl. 00:32

7 identicon

En sorglegt.  Ég á líka svo fallegar brosmyndir af þessum manni í huga mér.  Votta aðstandendum mínar innilegustu samúðarkveðjur.  Hugsa til ykkar Badda mín og takk fyrir þetta.

Unnur Sólrún (IP-tala skráð) 11.12.2008 kl. 11:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband