Færsluflokkur: Bloggar
...samvinnunám, þemanám,útikennsla,atferlisstefnan og ...., guð, það eru til svo margar kenningar um nám að ég er nokkurn veginn alveg að tapa mér í þessu. Hver skyldi nú vera besta námsaðferðin? Þær eru til svo margar sem eru svo "smart" og þá langar mig nú helst að taka það "smartasta" úr hverri kenningu og smíða mína eigin. Opin skóli, opið rými, opnar stofur. Opin skóli, opið rými, það hljómar nú spennó, finnst ykkur ekki? Allavega mér. Eins og þetta var þegar ég var í skóla, þá voru kennararnir í hlutverki drottnarans og nemendurnir hljóðir þolendur. Þessi kennsla fór að sjálfsögðu fram í lokaðri stofu og máttum við varla ræskja okkur, þá var manni hent út og beinustu leið til skólastjórans sem messaði yfir manni að vera ekki að trufla kennsluna með "óþarfa" masi já já, svona var þetta nú bara. En í opnum skólum er lögð áhersla á að nemendur og kennarar vinni saman að áhugavekjandi, verðugum og heildstæðum viðfangsefnum. Að nemendur séu virkir en hlutverk kennarans væri fyrst og fremst að hvetja nemendurna til dáða og vekja áhuga þeirra. Einnig þarf að ganga út frá því að hvert barn sé einstakt ( nokkurn veginn stolið úr grein eftir kennarann minn Ingvar, en honum er örugglega sama, vill nú örugglega að allir viti hvað þetta er "smart" ) Nú svo kenningarnar allar, nokkrar þeirra vinna saman í t.d. einstaklingsmiðuðu námi hér á Íslandi, eins og hugsmíðahyggjan, fjölgreindakenningin, fjölmenningakennsla, skóli fyrir alla og fleira. Þetta allt býður svo upp á: Fjölbreytt umhverfi, ábyrgð nemenda á eigin námi, skapandi starf af ýmsum toga, val og frumkvæði nemenda og fleira og fleira. Mér persónulega finnst þetta alveg frábært og vildi ég nú svo óska að þetta gæti komist á sem víðast því gamli góði "páfagaukslærdómurinn" (atferlisstefnan) er löngu dautt fyrirbæri sem þó viðgengst alltof víða, því miður. Svo er annað ferlega fyndið, mikið af þessu efni er að sjálfsögðu á ensku og þar eru notuð fræðiorð og sum orðin hafa hafa svo margar meiningar. Individualization, individualized learning, individualized instruction o.s.frv.. þýða t.d einstaklingsmiðun, einstaklingsnám, einstaklingsmiðað nám... o.s.frv. Er gjörsamlega lost í þessum ensku orðum en sem betur fer fáum við nú glósur um hvað helstu kenningarnar þýða. Sem sagt voða spennó í skulen. Tala svo frekar um ritun fræðitexta, samskipti og upplýsingalæsi síðar....
Já, annars bara svona þokkó að frétta maður er að vísu orðin eins og svefnengill, lært alla daga þegar maður er ekki í vinnu og langt fram á kvöld. Ætlaði að skutlast norður á Akureyri á morgun með einkasoninn á fótboltamót, allt ready hér á heimilinu og hjá guttunum hér á Esk, en nei, þá komu þau boð að allt í einu náðist varla í lið ( 11 stk. strákar) af um 20 manna æfingahóp þá virtust bara eskfirðingarnir vera með það á hreinu að það væri sem sagt mót þessa helgi En svona er þetta þá bara, verð nú samt að segja að maður var nú ekkert voða hress og ég tala nú ekki um einkasoninn þegar við fengum að vita í gær að við færum ekki. Ég var farin að hlakka svo til að fara loksins á mót en það verður víst að bíða betri tíma.
Ísland vann N-Íra í gær og það var nú bara töff Hamingja á heimilinu. Svo næst síðasti heimaleikur hjá Fjarðabyggð á laugardag og að sjálfsögðu mætir maður þar, ferskur eftir tveggja tíma íþróttanámskeið sem við í Austra (íþróttafélagið okkar hér á Esk) höldum fyrir 3-6 ára. Erum búin að vera að koma því af stað síðustu daga og munum við einkasonurinn mæta kl. 10 á laug.morgun og aðstoða. Guttinn minn verður að aðstoða íþróttakennarann á þessum námskeiðum ásamt annari stelpu. Ég verð svo sérstakur ritari og gjaldkeri þvi þetta er fyrsti tími á laugardag og það þarf að skrá grísina litlu og láta mömmu og pabba borga Þetta verður bara gaman.
Og já, ég er víst að fara að blogga annars staðar, að skipan KHÍ, eigum að halda einskonar blogg á eitthverju sem heiti Elgg og mun ég setja link inn á hana hér á þessari síðu.
Fór á geggjað skemmtilegt leikrit s.l. laug.kvöld á Norðfirði, "Pabbinn" get nú svo svarið það að ég er ennþá með harðsperrur í mallanum, hló, eða réttara sagt grenjaði af hlátir í tæpa 2 tíma Maður kannast við svo margt í þessu leikriti og því verður allt miklu fyndnara.
Jæja, best að hætta þessu bulli og lesa meira um einstaklingsmiðað nám, opin skóla og það allt og svo að hlusta á fyrirlestur eftir það...
Góða nótt allir og góðan daginn allir hinir og hafið það öll alveg ferlega gott krúttin mín þarna úti sem lesið þetta blogg...
Bloggar | 13.9.2007 | 22:04 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
ef líf mætti kalla Vinna 9-1, beint heim og setið við tölvu og inn á mínu elskulega WebCT og lært, prentað út endalaust og bara nóg að gera, lært til svona c.a 10 á kvöldin. Fékk mér nýjan prentara þegar skólagangan hófst og held hann sé að bræða úr sér, ´þegar búin með eitt blekhylki og við erum að tala um að ég er búin að vera að prenta út af þeim nýja í rúma viku, dissseeessss minn Ætla að fara að sækja um styrk eitthvert til að maður hafi fyrir kostnaði við blek og blaðakaup
Er sem sagt í tveimur kúrsum og heita þeir mjög svo liprum og þægilegum nöfnum eða:
Nám og kennsla: Inngangur og svo Ritun fræðitexta, samskipti og upplýsingalæsi. Já hana nú, mjög þægilegt að muna þetta
Ég hef svo slatta af kennurum í þessum kúrsum og nenni nú ekki að telja það allt upp en allt alveg fínasta fólk sem reynir alveg eftir sinni bestu getu að gera okkur fjarnemum lífið þægilegt og aðgengilegt á WebCt. Er með nokkra fasta kennara eins og er í RF.S.U. en svo koma fleiri inní með allskonar fyrirlestra og svoleiðis. Þetta er allt mjög skemmtilegt en það sem mér finnst ferlega spennó er gerð Hugarkorta í MindManager, algjör snilld það. Nýjasta tegundin til að glósa t.d. Ferlega skotin í þessari aðferð því ég held hún geti gagnast mörgum vel og ég tala nú ekki um lesblinda ( eins og mig) því maður getur skellt inn myndum og alles, allt myndrænt festist mjög vel í minni mér.
Í nám og kennslu eru líka mjög svo spennandi kúrsar, t.d. að læra að læra! Já, segi það og skrifa það, þetta er bara snilld þessi kennsluaðferð og ég ætla sko að nota hana þegar ég verð kennari, ætla sko ekki að hafa hefðbundna kennslu eins og er mjög víða í dag,, krakkaræflarnir látnir sitja á rass....inu og lesa og lesa og lesa ( páfagaukakennsla) og svo próf, búmm, 10 á prófinu, en hvað mannstu þegar þú er komin út úr prófinu? Nánast ekkert, segi það og skrifa. Þessi aðferð sem ég er að tala um er það að nemendur tala miklu meira saman um verkefni, miðla að sinni reynslu og þá læra um það og svo koll af kolli. Hafa óhefbundna kennslu með leiklist og söng og brjóta kennsluna upp, bara snilld Við leggjum líka svo mismunandi skilning í allt sem við lærum og því er svo gaman ef nemendur tala um eitthvað ákveðið sem t.d. allir lásu, bera það saman og þá síast hlutirnir inn í heddið Gaman að vita hvaða skilning fólk leggur t.d á Njálu, spurning. Var Hallgerður kvenskörungur eða eitthvað annað, var Njáll hetja eða? og hefði Gunnar átt að skutla sér bara úr landi eða? Svari nú hver fyrir sig... góð pæling...
Annars bara fínt að frétta, ætla að yfirgefa fjörðinn fagra eftir vinnu á morgun og fara í bústað okkar familý með allar glósurnar mínar, nokkrar greinar og slatta af verkefnum og læra læra læra. Á laugardag ´ætlum við svo að hittast fjórar gellur á Egilsstöðum og læra saman þar allan daginn. Svo brunar maður heim, fer í betri fötin og skutlast svo yfir Skarð ( Á Nesk) á leikritið "Pabbinn" og svo bara meiri læri lær læri lær á sunnudag
Pínu fíla í gangi sko líka, það er nú ekki alltaf dans á rósum í lived sko, mínir menn í Fjarðabyggð gerðu jafntefli í kvöld norður á Akureyri og maður er nú EKKI ALVEG sáttur með það. Botninn virðist eitthvað vera farinn að gefa sig hjá þessum elskum en KOMMON, við komum nú bara í 1.deildina í fyrra svo það er ekkert stress á þvi að komast upp í Úrvalsdeildina, förum þangað bara að ári Annars ætlaði ég nú í koju kl. 10 og vera sofnuð kl. 11 en þá var boðað til fundar hjá Stjórn foreldrafélags Austra í kvöld og ég kom ekki heim fyrr en að ganga 12 og þá var maður bara gjörsamlega vel vaknaður aftur, þannig að maður er bara að bulla núna
En nú er komin háttatími hjá kjéllunni, góða nótt allir og sweet dream
Bloggar | 7.9.2007 | 00:36 (breytt kl. 00:44) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
Já já, alveg nóg að gera þessa dagana að læra á allt þetta læri dót og tala nú ekki um tölvuumhverfið WebCt Það get ég nú svarið að það er MJÖG flókið að læra á allt þetta og tala nú ekki um að hafa rétta draslið í tölvunni. Þurfa að vera rétt og BARA RÉTT forrit í tölvunni svo maður geti notað það, ekki nóg að hafa Java, nei, verður að vera rétta javað og því þurfti að henda út nýjustu útgáfunni af Java hjá mér og taka inn gamal Java sem stiður WebCT en held þetta sé nú allt að fæðast hjá manni.
Svo eru t.d. mörg mörg námsefni í einum fagi þannig að maður er út um allt WebCt að leita og svo að sjálfsögðu fullt af kennurum sem kenna hin og þessi námskeiðin í einu fagi... en well, þetta hlýtur allt að fara að koma hjá manni GET ALLT, VEIT ALLT, bara að hugsa svona uppbyggilega og þá kemur þetta hjá manni
Annars einkennast þessir dagarnir af skóla og miklum lærdómi. Ekki mikill tími til annars, jú, maður fer í vinnu, hendir sér í búð, eldar og þvær en guttinn minn er duglegur að hjálpa, hann hengdi út nokkrar vélar í dag þessi elska og tók úr uppþvottavélinni. Menn verða að vera duglegir að vinna saman þegar múttan er upptekin við annað Ef hann hefði ekki hengt út þá ´ætti hann engin hrein föt, svo þetta er allra hagur
Annars er ég í smá fílu sko, fór á leik með liðinu mínu, Fjarðabyggð,í gærkvöldi og þeir TÖPUÐU á heimavelli var svo svekkt að ég var að tapa mér en svo er nú líka töluverð gleði á heimilinu í dag, Liverpool vann stórsigur í dag þannig að gleði okkar tók nú kipp Maður er nú orðin fullorðin og á að vita að allt getur gerst í boltanum en það geta nú komið tímar sem maður verður pínu pisst en svo er það búið. Næsti leikur bara á dagskrá...
Ætla að skella mér norður á Akureyri helgina 14-16 sept. á fótboltamót með guttanum og hlakka ég ferlega til þess. Þetta verður samt pínu læriferð í leiðinni. Ég og önnur gella eigum að skrifa saman rannsóknarritgerð og erum við búnar að ákveða efnið en við ætlum að skrifa um hegðun foreldra í íþróttum barna sinna. Ritgerðin á að heita ,, Á hliðarlínunni". Erum búin að fá grænt ljós á þetta efni og verður mitt hlutverk ( ásamt auðvitað að skrifa svo ritgerðina með Klöru ) að spæja á línunni hvað þessir ,,blessuðu" foreldrar sem eru svona æstir segja, þannig að ég verð á öllum leikjum og punkta hjá mér, það verður örugglega fróðlegt. Hef að sjálfsögðu milljón sinnum orðið vitni af svona hegðun hjá foreldrum og alltaf blöskrar manni jafn mikið en í þetta sinn ætla ég að skrá það niður.
En, annars bara gott að frétta, sit í þessum töluðu(skrifuðu) orðum hjá Huldu vinkonu minni og hef smá yfirumsjón með börnunum hennar meðan hún þurfti að skreppa aðeins, búin að klára að skoða allt sem þarf að skoða í kvöld á WebCt þannig að ég ákvað að láta vita aðeins af mér Verð nú að viðurkenna það hér með allir bloggvinir mínir, ég hef nú ekki haft nokkurn tíma til að fara bloggrúnta hjá ykkur öllum en það kemur af því elskurnar. Bið bara æðislega vel að heilsa ykkur öllum bloggvinir mínir og verum ferlega góð við hvort annað, annars væri nú lítið gaman af þessu...
Síjú oll later enskan enn æðislega flott hjá mér eða hvað finnst ykkur...?
Bloggar | 1.9.2007 | 21:03 (breytt kl. 21:13) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
...alveg galin Nei eða kannski ekki alveg galin en smá mikið að hugsa og gera núna. Er búin að sitja nær í allan dag og læra á þetta fjarnámsdót, WebCt, UGLA og hvað þetta heitir nú allt saman...
Fór til Ástu systur í morgun og prentaði eitthvað út hjá henni því prentarinn minn er gjörsamlega dauður og nýji minn kemur ekki fyrr en á morgun. Fullt að lesa og reyna við þetta tölvuumhverfi en svo bara virkar WebCt ekki hjá mér. Eitthvað smá vesen með Office pakkan hjá mér og svo þarf eitthvað nýtt annað forrit sem fer ekki inn í tölvuna fyrr en Office dæmið er komið inn. Svo að nú býð ég eftir tölvugúrúinum mínum en þangað til stelst ég bara í tölvur hjá ættingjum og vinum
Annars var alveg yndislegt að koma heim í fjörðin fagra, mikið var ég hamingjusöm að sjá hann, fjöllin og allt bara og að sjálfsögðu var nú æðislegast af öllu að hitta einkasoninn eftir 10 daga. Og að sjálfsögðu yndislegt að lúlla í kojunni sinni í nótt
Var á svona smá þvælingi í borginni. Sigrún og co fóru norður í sumarbústað á föstudagsmorgun og ekki nennti ég nú að vera ein úti í rassgati bíllaus svo ég hringdi í eina góða konu sem ég þekki í Kópavogi og baðst griðar sem hún að sjáfsögðu veitti mér, erfitt að neita svona miklum ljúflingi eins og mér
En skólavikan fór vel af stað og hlakka ég voða mikið til, maður verður sjálfsagt þokkalega á kafi næstu daga að koma sér inn í allt hér á netinu og svo að sjálfsögðu að lesa heima í bókunum fyrir fyrirlestra vikunnar...
Góða nótt pepole og take care...
Bloggar | 26.8.2007 | 21:44 (breytt kl. 21:46) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
...............heilinn gjörsamlega komin á yfirsnúning eftir allt sem maður er búin að læra, sjá og gera síðustu 3 daga í skulen, en gaman samt Frábær nýnemakynnig sem KHÍ býður upp á núna, þeir eru að gera þessa kynningu í fyrsta sinn og er það bara frábært. Maður nær að kynnast rosalega vel innan hópsins sem telur um 22 frábæra einstaklinga og liggur við að allir séu búnir að bjóða öllum i næsta jólaboð Búið að taka rúnt um allan skóla og kynna okkur fyrir öllu sem er í boði, hvort sem það er bókasafn, nemendaráðgjöf eða stúdentaráð, kynnt fyrir öllu sem fer fram í skólanum.
Er í góðu yfirlæti hér í Hafnó hjá Sigrúnu, Danna og Tristan Snæ en er farin að sakna Halldórs voða mikið, hitti hann samt eftir 3 daga en það er nú lengra síðan ég sá hann síðast eða vika þannig að þetta hefst allt
Jæja, ætti víst að vera að skoða WebCt núna en ekki að blogga eða taka skyndibloggrúnt, en kommon, smá pása verður nú að eiga smá líf fyrir utan skulen ( er að æfa mig í dönsku, þarf að lesa eitthverjar skruddur á dönsku, þannig að allur er varinn góður)
síiíjú öll leiter... er líka sko að æfa mig í ensku, alveg góð þar sko
Bloggar | 22.8.2007 | 17:25 (breytt kl. 17:28) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (15)
Af hverju hangir þú í þessum streytuvaldandi aðstæðum? Gerðu aðrar áætlanir, sem e.t.v. innihalda það að fá sér góðan göngutúr í fersku lofti.
Bloggar | 19.8.2007 | 00:38 (breytt kl. 00:43) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
Leeds með níu stig í mínus | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | 18.8.2007 | 23:49 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
...þar sem maður er að skella sér í borg óttans og hef nú sennilega engan tíma í blogg og kannski verður lítið um bloggrúnt hjá manni líka því þann tíma sem ég verð ekki í skólanum, en held ég verði til um 4 alla daga, næstu viku, þá ætla ég að njóta samvista við litla gullið mitt, Tristan Snæ, eins og hálfs árs moli, en ég er ömmusystir hans og verð ég hjá honum og hans frábæru foreldrum í Hafnafirðinum...
Andinn kom svo heldur betur yfir mig í dag, búin að afreka meir í dag en guð má vita síðan hvenær, bæði í þrifum og svo hellingur annað sem maður var að brasa, m.a. aftekaði ég LOKSINS að skrifa allar myndirnar mínar á diska en ég er búin að lenda í því 2x á 2 árum að tölvurnar mínar skemmist og því ávalt mikill hjartsláttur hvort myndirnar hafi nú sloppið, þetta er verk sem ég er búin að ætla að gera í c.a. 2 ár eða svo
Fór svo í morgun á Austfjarðavíkingin eða tröllið eða eitthvað sollis , en ein grein var haldin hér á Esk og mætti maður að sjálfsögðu, eitthverjar aðrar greinar í hinum kjörnum Fjarðabyggðar en nennti ekki út fyrir bæjarmörkin því nóg að gera hér heima og ég er svo happy að vera búin að þrífa svona vel, kem þá heim í tandurhreint hús
Tók svo til í skrifborðinu mínu, fjarlægði allt föndurdótþví skólinn kemur til með að sitja fyrir og geymir maður þá að sjálfsögðu skóladótið sitt þar en föndurdótið í kössum´... í geymslunni takk fyrir.
Heyrði í guttanum mínum í dag, hann hefur það ógisslega fínt á Ak en var, eins og múttan, mjög óhress með leik okkar manna í dag en þeir ( meistarafl. Fjarðabyggðar) töpuðu fyrir Þór og er það nú bara SKANDALL, við erum miklu ofar en þeir en samt tóku Þórsarar okkur í bakaríðið og menn að sjálfsögðu ekkert voða sáttir með það, en svona er þessi fótbolti, maður veit aldrei hvernig þetta endar.
Búin að fara bloggrúntinn í kvöld, ætla samt að chilla aðeins áfram í the computer og fara svo og skella á rúmið og kojs, svo það SKEMMTILEGA djop í fyrramálið að pakka niður, oj, það er svo leiðinlegt...
En esskurnar mínar, hafið það ferlega gott öll og sí jú oll leiter
Bloggar | 18.8.2007 | 22:52 (breytt kl. 22:56) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
... fram á sunnudagskvöld og þá fæ ég ekkert að sjá hann aftur fyrr en eftir rúma viku
Mjög góð vinkona mín á Akureyri fór og náði í soninn í dag ásamt syni sínum en þeir tveir eru jafnaldrar og mjög góðir vinir. Enívei, þau ætluðu að chilla með honum fram að leik í dag en svo hringdi hún bara og tjáði mér að hann Halldór kæmi ekkert heim fyrr en á sunnudagskvöld en þá var hún búin að redda honum fari austur, svo hvað gat ég sagt, neieneieienei, færð ekki að hafa son minn. Nei, eins og góðri móður sæmir leyfði ég syninum að chilla bara áfram á Akureyri með vini sínum. Nú, sú gamla er að fara suður seinni partinn á sunnudag og mun ég því ekki hitta hann aftur fyrr en á laugardagskvöld eftir VIKU og ég kann nú bara eiginlega ekki að vera án hans því hann hefur að jafnaði verið hjá þeirri gömlu 355-360 daga á ári í 14 ár og þetta er eitthvað sem ég kann bara ekki þó að vísu við höfum bæði gott af að hvíla okkur á hvort öðru Veit það alveg sko, mér hefur nú verið bent á það svona nokkrum sinnum
Góðu straumarnir hennar Ásdísar bloggvinkonu minnar dugðu því miður ekki í dag en dugðu vel í gær. Fjarðabyggð tapaði sem sagt fyrir Þór í dag eftir að hafa verið yfir í hálfleik en þá er bara meistaraflokks í Fjarðabyggð að taka Þór í nefið á morgun, Ásdís mín, ef þú lest þetta, þá er leikurinn á morgun kl. 4 Maður á alltaf að hefna... er það ekki annars, njé, ja, allt leyfilegt í boltanum
Sit hér og er að horfa á þessa frábæru tónleika í TVinu, hel... ljúft að vera bara upp í sófa, hlýtt inni hjá mér, popp og kók, hvað getur lífið verið betra... nei segi nú bara svona, lífið er bara ágætt, misköflótt en ágætt samt...
Bloggar | 17.8.2007 | 22:54 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)