Færsluflokkur: Bloggar

Mikil hamingja á heimilinu:)

Já gott fólk, þetta var vægast sagt geðveikur leikurWizard , HALLÓ, 8-0 fyrir Liverpool. Heimilismeðlimir eru svo hátt uppi eftir þennan leik að ég efast að ég og einkasonurinn sofnum alveg á næstunni...

Á þennan leik var unun á að horfaInLove og Leddsarinn Harry Kewel stóð sig eins og hetja, verð nú aðeins að hrósa uppeldinu hjá honumSmile

Ætla nú samt að reyna að róa mig aðeins niður og ganga til náða...Grin


mbl.is Benítez: Vann síðast 8:0 sem skólastrákur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Smá um mig:)

 Stal þessu af bloggi hjá Siggu Rósu, Eskfirðing með meiru sem stal þessu svo annars staðarDevil

Allir að gera svona með nafnið sitt, bara sniðugt

B:magnaður kyssari

J: er mjög kósý

A: heitur/heit

R: er með flottan rass 

N:auðvelt að verða ástfangin af 

E: GETUR LAMIÐ ÞIG Í KLESSU 

Y: hefur fallegar hendur                                                                                      

A: Heitur/Heit
Á: góð/ur í rúminu
B: Magnaður kyssari
C: ágætur kyssari
D: skemmtilegur deitari
Ð: er nörd á góðan hátt
E: getur lamið þig í klessu
É: með flott brjóst/sixpack
F: brjálað fólk elskar þig
G: elskar að brosa og hlæja
H: fáránlega heitur/heit
I: elskar að gilla
Í: er húmoristi
J: er mjög kósý
K: æðisgengin/nn
L: mjög góður kyssari
M: hefur fallegustu augun
N: auðvelt að verða ástfangin af
O: hefur einn fallegasta persónuleika sem til er
Ó: er kaldhæðin/nn
P: vinsæl/ll hjá allskonar fólki
Q: dýravinur

R: er með flottan rass
S: fær fólk til að hlægja
T: bros sem að bræðir mann
U: er mjög kynþokkafull/ur
Ú: er hnakki/hnakkamella
V : er ekki fordómafull/ur
Y: hefur fallegar hendur
Þ: er ástríðufull/ur
Æ: finnst aldur afstæður
Ö: er hræðilegur bílstjóri
 


Stöndum saman eða er þér sama???

Skoðið þettta gott fólk og skrifið svo undir, nema ykkur sé sama...

Bréf Ásdísar bloggvinkonu minnar, sem er fjölyrki eins og ég... og pælið aðeins í þessu..., bið ekki um annað...

http://www.sud.is/jo/index.php?option=com_content&task=view&id=144&Itemid=9 

Undirskriftarlistinn

http://www.petitiononline.com/lidsauki/

Kveðja

Badda


Sól, sumar, stuttbuxur og nice

Maður er bara búin að taka lit, orðin kolsvört eftir blíðu síðustu daga, snjóbuxurnar sem ég notaði í síðustu viku hafa vikið fyrir stuttbuxum sem hafa verið í fullri notkun síðustu dagaGrin OG ÉG ER EKKI AÐ DJÓKA, 15-18°c hiti síðustu 2-3 daga.

Búin að vera frábær dagur, dagur 1 í lærdómsleysi síðan ég byrjaði í KHÍ, að vísu svona hálftími í dag en svo búið, bara úti að dúllast í góða veðrinu og huggó.

Fór svo á fótboltamót á Reyðó í dag þar sem einkasonurinn var að keppa, stóðu sig eins og hetjur þessar elskur, svo duglegir gaurar. Kvöldið hefur svo einkennst af göngutúr hér í dalnum, léttklædd, og heimsótt nokkra vini, var búin að ákveða lærdómslaust kvöld og ef ég hefði verið heima hefði ég sennilega ÓVART dottið inn á síðu KHÍ og farið að hlusta á fyrirlestur eða lesa eitthvað, svo maður demdi sér bara í kvöldgöngu og heimsóknir í dalnum, mjög niceCool

Ástandið í ,,Írak" svona lala, en viðunandi, spurning hvenær næsta bomba fellur, never nowPolice Maður á svo sem von á ölluDevil

Jæja, best að koma sér úr stuttbuxunum og fara að skríða í kojs, læridagur á morgun, en maður situr að sjálfsögðu bara á svölunum með skólabækurnar og kannski bara 1 öllara, heheWhistling

 


Fínt að frétta frá ,,Írak

Já já, bara þokkalegt að frétta frá ,,Írak".  Grin Engin keppni í hjólakasti hefur átt sér stað síðan um helgina, nema eini keppandinn sem tók þátt í síðustu keppni, ákvað að týna saman ,,keppnisáhöldin", kannski eftir tiltal frá Félagsmálafulltrúa Fjarðabyggðar, veit ekki hvað kom manninum til að týna þetta saman, nema kannski að félagsmálafulltrúinn hafi gert honum það ljóst, á íslensku, að svona gerum við ekki á Íslandi, það gilda kannski önnur lög um ,,hjólakast" og almennar reglur í fjölbýlishúsum í hans heimalandi, don´t no. 

Er það svo bara spurningin um að fyrirgefa svona framkomu?Devil

B.t.w. það eru ættingjar og vinir sem kalla heimili mitt ,,Írak", ég skil það nú ekkiWink

kv. Badda


,,Hjólakast

Já gott fólk, ef ykkur langar til að koma og ,,keppa" í hjólakasti, þá er Dalbarð 6, Eskifirði staðurinnCrying

Svo ég útskýri nú hvernig þessi ,,keppnisgrein" kom til, ætla ég að rekja forsögu málsins.

Í hádeginu í gær þegar ég var að fara út á snúrur, og út að neðanverðunni, blöstu við mér öll hjólin á Dalbarðinu í einni hrúgu, 7 stk. takk, en ég hugsaði nú með mér; hvaða krakkavit... hafa nú verið að leika sér með að henda sjö hjólum í eina hrúgu, nema hvað, ég tók hjólin bara í sundur og reisti okkar hjól við, en við Halldór eigum þarna nýleg ágætishjól.  Ekki eru nú meiri eftirmálar með það þann daginn, EÐA HVAÐ?

Þegar ég vakna svo í morgun spyr einkasonurinn mig hvort ég sé búin að kíkja út og sjá hjólin en það hafði ég nú ekki gert, varla búin að ná stýrunum úr augum mér en kíki út og hvað haldið þið? JÚ 7 HJÓL OG 2 SLÁTTURVÉLAR SEM HÉR EIGA HEIMA, VORU ÚT UM ALLT Á TÚNINU HÉR FYRIR NEÐAN.  Ég alveg, what, hvað skeði og þá tjáði sonurinn mér það að eini karlkyns ábúandinn hér í Dalbarði, yfir 50 sko, gerði sér lítið fyrir og hennti öllum hjólum og slátturvélum um allt í gærkvöldi og varð sonurinn vitni af því.  Mín að sjálfsögðu ekki ánægð því ég er lítið gefinn fyrir það að fara illa með hlutina, þrusaði til þessa ábúenda hér í Dalbarðinu og fékk gudmorning fyrirlestur um það að sonur minn geymdi hljólið alltaf upp við húsvegginn og þá var ekki hægt að mála gluggann!!! Halló, var verið að mála kl hálf ellefu í gærkvöldi?  Efast um það...

Anyway, mín var nú ekki sátt, bað fólkið um að týna upp hjólin en fékk þvert NEI svo mín fór bara á efri hæðin og hringdi á policePolice og takk fyrir gudmorgning, ætla að kæra þau.  Ég meina, er ekki í lagi með fólk, hjólin um allt tún og niður í brekkur og slátturvélin sem býr hér líka, hún nú bara rúllaði yfir götuna og yfir í innkeyrslu í næsta húsi fyrir neðan...

Þannig að, hér eru nú stundaðar íþróttir af ýmsum toga og

ef dót nágranna þíns er fyrir þér, þá bara hendir þú/þið/ég því út á túnWhistling

En þetta var sagan af hjólakastinu mikla.  Þeir sem eru á Esk eða nærsveitungar, endilega komið og skoðið, hjólin verða til sýnis næstu dagaWink  Áhugasamir geta einnig skoðað myndir frá þessu ,,íþróttamóti" með að fara í albúm og velja möppu ,,Hjólakast"

NjótiðCool


Bara blíðan og bæirnir allt um kring:)

Já já, það kom að því, rokið er búið, í bili að minnsta kostiCool og hér hefur verið sumarblíða s.l. daga. Ekki amalegt að sitja í stuttbuxum úti að læra alla daga, or not, kannski ekki alveg stuttbuxur EN allt að þvíWhistling

Alltaf nóg að gera hjá kjéllu, það vantar nú ekki. ´Síðasta vika einkenndist svona mest megnis af lærdómi og meiri lærdómi ásamt því að passa litla gullmolann minn, Tristan Snæ, en hann var veikur og múttan hans þurti í sinn skóla á Nesk svo þeirri gömlu munaði nú ekkert um að hlaupa í skarðið og passa gaurinn.  Hann var hinn prúðasti meðan frænka sat og lærði.  Stundum lærði hann bara með mér, fékk blað og penna og krotaði og krotaði, bara æðislegur þessi moliInLove

Í gærkvöldi héldum við svo fótboltaslútt fyrir flokk einkasonarins, hins gullmolans mínsInLove, og tókst það ferlega vel.  Við vorum tvær mútturnar sem mættum með þeim ásamt þjálfara liðsins.  Við sáum svo um að fóðra mannskapinn af mat og leik og ekki þótti þeim það nú leiðinlegtDevil  Svo kl. 9 var partýinu slúttað því gaurarnir þurftu að drifa sig á ball, Fjarðaballið en þá koma allir grunnskólar á Austurlandi saman og tjútta fram á nótt.

Í dag var það svo myndataka í íþróttaskólanum og svo heim að læra, bæta aðeins inn á Austrasíðuna okkar, en mo sér um hana.  Þannig að maður bloggar víða, engin fær frið fyrir mérDevil

Nenni ekki að tala um landsmálin,það geta allir séð það í sjónvarpi og lesið á netinu eða blöðum, þetta var svona síðbúin fréttafluttningur af kjéllunni á Costa del Eskó, þar sem lognið hlær svo dátt (þangað til norðanáttin fer að blásaSideways ) Já, og ekki nenni ég nú að tala um landsleikinn í dag, læt einn fylgja með sem segir allt sem segja þarfCrying

Er orðin nokkuð þreytt núna og er að hugsa um að skella mér fljótlega í kojs

Bið að heilsa öllum, nær og fjær

kv. Badda


Home sweet home:)

Jæja, þá er maður komin heim í sveitina aftur og mikið er ég nú glöð yfir því Tounge.  Ég verð nú bara að vera hreinskilin, ég þoli ekki RVKCrying.  Púff, mér væri nú nokkuð sama þó ég færi aldrei til Rvk en maður verður nú víst að mæta í skulen, svo maður lætur sjá sig.  Skólinn gekk vel, æðislegt að hitta alla ,,krakkana" sem eru með manni í ,,bekk."  Við vorum svolítið mikið saman þarna í skólanum og fórum svo nokkrar ( fleiri sáu sér ekki fært að mæta) út að borða á Tapas barnum.  Það var alveg æðilsegt, maturinn góður og félagsskapurinn frábær.  Við sátum saman í 3 tíma, borðuðum og spjölluðum saman, æðislegt kvöld.  Við sem vorum mættar þarna ákváðum að þetta ætluðum við að gera í hverri staðlotu, fara saman að borða, það hristir okkur svo vel saman.  Annars erum við í D-hóp í skulen og það er bara eitt orð yfir þann hóp, dásamlegi hópurinnW00t  En já, borgin, ég ferðaðist um borgina í gulu stóru bílunum, s.s. strætó.  gott og vel með það, maður komst þó á leiðarenda mun fljótar en allir þeir bílar sem um höfuðborgina aka.  Þetta er að sjálfsögðu bara klikkun, bílalestirnar um kl. 8 á morgnana og svo aftur seinni partinn, þetta er nú ekki eðlilegt.  Ég gerði svona óvísindalega könnun meðan ég beið eftir strætó og hljóðar svarið við henni að nær undantekningalaust ferðast fólk eitt í bílunum, ekkert svona að taka með nágrannann eða samstarfsmanninn.  Ekki furða þó gatnakerfið sé að springa.  En eins og áður segir þá ferðaðist ég með þeim gulu og ekki var nú minni troðningurinn þarCrying og mjög svo geðillur gamall íslenskur kall að keyra alltaf þegar ég fór á morgnana.  Hann var nú extra grumpy alla daga en það er nú önnur saga.

Ég skutlaðist í Kringluna, svona c.a. hálftíma, í RL vöruhúsWhistling í c.a. 5 mín og á tvo aðra staði, svona c.a. 15 mín í þeim búðum.  Ég hefði ekki farið í neina af þessum verslunum nema ég þurti að útrétta fyrir kallana mína, þ.e. Halldór og pabba.  Fegin hefði ég nú bara verið ef maður hefði alveg getað sleppt búðum.

En skólinn gengur bara vel, alltaf nóg að gera.  Er núna að reyna að koma saman ritgerð með bekkjarsystur minni á Norðfirði, við skrifuðum smá saman fyrir sunnan, svo ætlum við að skrifa sitt í hvoru lagi í dag en reyna svo að hittast á morgun og koma henni saman.  Ég fór í framsagnatíma fyrir sunnan og guð minn góður hvað það var erfitt, að standa fyrir framan nokkra og flytja ljóð, svo næst að segja stutta sögu og í síðasta tímanum að segja frá fréttamanni.  Mér fannst nú erfiðast að lesa ljóðið, þurr í munninum og skjálftavaktin alveg á fullu en þetta hafðist nú allt og var í raun mjög gagnlegt.

Er búin að fá próftöfluna í hendur og já, fyrra prófið mitt er 7 des og það seinna 19 des.  Maður ætti því að hafa nógan tíma í lestur, óþarflega mikinn tíma kannski, hefði verið ljúft að vera bara búin 10-12 des en þessu ræð ég ekki svo maður bara tekur þessu með bros á vörWizard

 Jæja, best að fara á flug og koma eitthverju niður á blað varðandi ritgerðina okkar Klöru sem heitir því frábæra nafni Á hliðarlínunni og mun fjalla um æsta foreldra á hliðarlínunni, út af hverju láta þeir svona?  Okkar svar er það að þetta séu brostnar vonir og óheyrilegar kröfur. 

Bæjó....Police


Komin í borg óttans...

... og er EKKI  út á djamminuSideways  En það er nú í góðu.  Maður fer bara á djammið later, þegar minna er að gera í skulen.  Er sem sagt mætt í Staðlotu (innilotu) 2 á þessari önn.

Nema hvað, fór á æðislegan leik í gær, Fjarðabyggð vs Grindavík og ekki að spyrja að því, þessar elskur unnu Grindavík og mikil fagnaðarlæti brutust útGrin  Bæði hjá leikmönnum og áhorfendum.  Það kom svo í ljós nokkrum mínútum eftir að flautað var til leiksloka að Grindavík hafði náð efsta sætinu og þá brutust út mikil fagnaðarlæti hjá þeim, við klöppuðum nú alveg fyrir þeim þegar þeir fengu dolluna sínaCool  Erum nú svo geggjað prúð og kunnum alveg að samfagna.  Það var reyndar frekar erfitt að horfa á seinni hálfleik og síðustu 10-15 mín. sá maður nú ekki alveg hvað var að gerast á vellinum, leikurinn byrjaði sem sagt 17.15,eitthvað sem maður er ekki alveg að skilja því ég held nú alveg að KSÍ viti að við höfum EKKI flóðlýsta velli hér fyrir austan.  Það var raunar frekar fyndið að fylgjast með svona myrkra bolta, Grindvíkingarnir sáust heldur betur í myrkrinu því þeir voru í gulum treyjum.Devil

Svo eftir leik þá var mér boðið út að borða með þessum elskum, sko Fjarðabyggðarliðinu. En mér var nú ekki alveg boðið einni, heldur stjórnum Austra, Þróttar og Vals og að sjálfsögðu lét maður þetta nú ekki fram hjá sér faraDevil  þetta var bara mjög skemmtilegt kvöld, nokkur heimatilbúin skemmtiatriði hjá strákunum, verðlauna afhending þar sem Rajko markmaður var valinn bestur og hann átti það nú svo 1000000X skilið, þvílíkt góður sem hann er.  Hann á nú mjög stóran þátt í því að vel gekk hjá okkur.  Hann fékk ekki nema 17 mörk á sig í sumar í fyrstu deildinni og sá sem kom næstur fékk á sig 27 mörk, þannig að Rajko er bara GÓÐUR  markamaður, og til hamingju með þennan titil...  Stebbi Bjarna var að sjálfsögðu svo valinn besti vallarstjórinn og átti hann það nú líka þokkalega vel skilið og fékk flotta dollu Smile

Ég kom svo heim kl. 23.55 i gærkvöldi og fór beint í að klára verkefni sem ég átti að skila 30 september, ætlaði að vera búin að skila öllu áður en ég færi suður og það tókst.  Var að læra til 4 í nótt og sofnaði svo ekki fyrr en 5 í morgun.  Vaknaði svo upp úr 9, lærði meir, skutlaði Halldóri í íþróttaskólann og kíkti svo þar við á miðju námskeiði.  Lærði svo meir og sendi inn rest af verkefnum í dagShocking  Búin að skila öllu sem átti að skila fyrir þessa innilotu. Tounge 

Morgundagurinn í borg óttans mun einkennast af meir lærdómi, því eitthvað á ég eftir að lesa og hlusta á fyrirlestur fyrir næstu viku.  En sundferð er nú samt fyrirhuguð og mjög stutt ferð í Kringluna, þarf að fara fyrir einkasoninn í Apple búðina og kaupa heyrntól fyrir I-podin hans.  Nenni nú ekki að druslast í Kringlunni, er ekki í neinu búðarrápsstuðiDevil

Ætli ég láti þetta ekki duga í bili,,,, verð hér í borginni fram á föstudag en það flýgur maður aftur i fjörðin fagraInLove

Bæjó allir og ENDILEGA ÞIÐ SEM KÍKIÐ HÉR INN, ENDILEGA SKRIFA Í GESTABÓK EÐA KOMMENT, ÉG VEIT SKO UM HAUG AF FÓLKI SEM KÍKKAR HÉR INNDevil  þessi fylgist með...

 kv. Badda


Fullt að gera góðir hálsar:)

Jæja, nema hvað, kjéllan er enn á meðal vorDevil

Það er bara búið að vera nóg að gera í skulen, er búin að vera í kvöld að stofna nýja bloggsíðu, blogg sem KHÍ er með og þar eigum við að færa inn eitthvað um skólann og fleira.  Er búin að vera smá tíma að fatta þetta allt þarna, örlítið flóknari síða en hér á Mbl.is en þetta hafðist nú alltCool  Setti slóðina hér inn til vinstri á stórnborðinu.

 Annars bara þokkó að frétta, hætti í vinnunni í gærCrying Það var erfitt að hætta, á eftir að sakna litlu molanna mikið en maður bara droppar við annað slagið og heilsar upp á þau.  Ég fékk ótal heimboð í gær frá ,,krökkunum" mínum, ég var að segja þeim að ég væri að hætta því ég væri að fara í skóla og þá komu sko ótal heimboðGrin  Alveg, Badda, þú mátt sko koma heim til mín og Badda, geturu ekki komið í heimsókn hingað (á leikskólann) , æ, þau eru svo yndisleg þessi börn.  Er samt pínu fegin að vera hætt því þá hef ég loksins tíma til að gera allt sem þarf að gera í skulen, innilota eftir rúma viku og það eru fjöll af verkefnum sem ég á eftir að gera, en þetta hefst allt, verð reddí með allt þegar ég fer suður eftir viku.

Svo er bara brjálað að gera í boltanum, sorg og gleði, svona er þettaFrown  Fjarðabyggð vann um síðustu helgi hér heima en tapaði svo í dag fyrir sunnan, ekki mikil gleði á heimilinu, en svona er bara boltinn.

Já og vitiði hvað, kjéllan ætlar að drífa sig í fótbolta og þá meina ég að SPILA fótboltaLoL, sko, ég fæ að vera í marki... Erum nokkrar hérna á besta aldri sem ætlum að sprikla í fótbolta 1X í viku, og er fyrsti tími á mánudag.  Hlakka tilTounge En er búin að banna stelpunum að skjóta fast á mig, það á alltaf að vera góður við ,,aumingja" og jú, ég er nú löggiltur ræfillWoundering  Nei, segi nú bara svona, þetta eru bara mjög PEN orð yfir öryrkja sem ég nota og þá eingöngu um mig.

Var svo í morgun og s.l. laugardagsmorgun í íþróttahúsinu hér, vorum að setja af stað íþróttaskóla fyrir 3-6 ára, við sko í knattspyrnuráði Austra og var ég sérlegur ritari og gjaldkeri síðasta laugardag og mætti svo í morgun og skráði nokkra og hirti peningaDevil  Var nú að hugsa um að stinga bara af s.l laugardag, var með smá fúlgu í höndunum, en það vildi enginn koma með mér til Köben eða Barcelona, svo ég skilaði bara peningunumTounge  við fengum rosalega marga krakka, miklu meir en við bjuggumst við, svo við tvískiptum þessu og allir ánægðir.  Fyrir mjög áhugasama þá eru nokkrar myndir inn á austri.is

Jæja, ætli sé ekki best að fara að hætta þessu bulli og fara að koma sér í kojs, læri læri tækifæri á morgun, þarf að blogga slatta inn á hinu blogginu mínu hjá KHÍ en verð nú ekki í vandræðum með þaðWink

Take careInLove


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband