Færsluflokkur: Bloggar
Ég skakklappaðist til Hafnafjarðar í sumarfríinu mínu og var í góðu yfirlæti hjá Sigrúnu frænku minni í rúman hálfan mánuð. Áttum góðan tíma saman við frænkurnar, einkasonurinn og litli frændi.
Ég hef nú verið spurð af þó nokkrum hvað ég hafi nú gert skemmtilegt í fríinu mínu og ég svarað því til að ég hafi nú bara haft það gott hjá frænku og skroppið svo á 3. fótboltaleiki... hum, er það eitthver skemmtun spyrja sig margir og ég hef fengið þau viðbrögð frá nokkrum, þó nokkrir hafi nú kannski ekki beint sagt það en svipbrigði hjá sumum segja meir en mörg orð
Kannski er maður orðin gamall að hafa ekki lengur gaman af því að skrölta í bæinn og láta bíta af sér eyrun eða eitthvað álíka gáfulegt og kýs frekar góða skemmtun á fótboltaleikjum, veit ekki en ég veit nú samt fátt skemmtilegra en að fara á leiki Fór sem sagt á 2 leiki með liðinu okkar hérna, Fjarðabyggð og gerðu þeir eitt jafntefli en töpuðu því miður hinum 0-1 en það lagaðist allt þegar við einkasonurinn brunuðum upp á Skaga og sáum ÍA ( okkar lið ) rúlla yfir HK, það svona bjargðaði þessu
Nú, svo verður bara gaman um næstu helgi, maður fær alveg 2. leiki, einkasonurinn keppir á föstudag á Fáskrúðsfirði með sínu liði, Fjarðabyggð á móti Hetti og svo á laugardag verður leikur hér á Esk, Fjarðabyggð, meistaraflokkur, tekur á móti Reyni Sandgerði og vonar maður nú alveg innnnnnnst inni að Fjarðabyggð vinni báða leikina. Er bara sátt við lífið ef ég fæ svona að jafnaði 1. leik á viku
Annars hringdu þeir af Stöð 2 í mig um daginn og spurðu um fótboltaáhuga á heimilinu, nú ég var fljót að svara til að hann væri nú ansi mikill og þá hugsuðu þeir sér nú gott til glóðarinnar og ætluðu að bjóða mér svaðalegan fótboltapakka en áður en þeir náðu nú alveg að klára að bjóða mér pakkan bað ég þá bara að vel að lifa, ég sagðist nú ekki alveg hafa efni á að borga eitthvern 10.000 kr. á mán fyrir fótbolta, takk fyrir pent þetta er nú bara rán þetta verð sem þeir setja á boltann, hel... hel...
Fer bara til pabba að horfa hann hlýtur nú að taka boltan aftur í vetur...
En speki dagsins... fótbolti er FRÁBÆR
Bloggar | 7.8.2007 | 20:40 (breytt kl. 20:42) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Yfirþyrmandi löngun í sætindi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | 7.8.2007 | 11:39 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
... var ég spurð í gærkvöldi á Neistafluginu. Ástæða þessarar spurningar frá bláókunnugu fólki var sú að ég og Rut vinkona mín kveiktum okkur í sígó í brekkunni á skemmtunni Ég svaraði fólkinu og sagði, jú jú, þetta er fjölskylduskemmtun en ef þetta fer eitthvað í taugarnar á ykkur skuluð þið bara færa ykkur, við vinkonurnar vorum komnar á okkar stað langt á undan þessu heilbrigða fólki sem hvorki reykti né drakk Ég benti nú fólkinu einnig á það að nú mættum við bara reykja úti og það ætlaði ég bara að nýta mér, ef fólk vill vera laust við það að annað fólk reykir eða drekkur í kring um það, nú þá er bara að skella sér í Loðmundafjörð, Hellisfjörð eða eitthvert annað þar sem ekkert fólk er með þann leiða ávana að reykja og drekka
Halló, útiskemmtunum fylgir nú alltaf að eitthverjir eru að reykja, aðrir að drekka nú eða þá bara bæði, þetta blessaða fólk var nú bara heppið að ég var BARA að reykja, var nú ekki með nein drykkju né dólgs læti, enda rétt skriðin yfir 23 ára aldurinn
Bloggar | 6.8.2007 | 20:06 (breytt kl. 20:14) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Skrítið með þessar fréttir af Neistafluginu af þessum slagsmálum...
Í fyrrinótt áttu að eiga sér stað fullt af slagsmálum á tjaldsvæðinu þar sem unglingarnir gistu en þeir menn sem voru á vakt þar eftir ballið urðu eingögnu varir við að einn maður rétti aðeins upp hnefann, það voru nú öll ósköpin, skrítið...
Ég vann nú sjálf nokkrar verslunarmannahelgar á tjaldsvæðinu á Nsk, sennilega verið 6. verslunarmannahelgar, og man ég nú ekki eftir miklum látum í unglingunum, og voru vaktirnar mínar nú alltaf á nóttunni, nú ef eitthver var með vesen þá var það nú yfirleitt fullorðna fólkið, það er bara staðreynd og erfiðara var að fá eldra fólkið til að hafa hljótt heldur en það yngra.
Nú, svo er ég nú búin að keyra nokkuð margar ferðar yfir á Nsk þessa helgina og aldrei og ég meina aldrei var lögreglan að fylgjast með umferðinni hér á milli sem hefur þó verið nokkur. Var einmitt mjög hissa á að þeir voru aldrei í öllum þessum ferðum mínum hérna á milli því maður lenti nú í allavega umferðarvitleysu, bæði í göngunum og svo bara ofsaakstur líka hjá nokkrum einstaklingum sem hefðu betur bara lagt aðeins fyrr af stað...
En allavega, þetta var bara mjög fínt Neistaflug og í gærkvöldi var þvílíkur fjöldi í Brekkusöngnum, sjaldan séð svona mikið af fólki eins og í gær... bara gaman og flugeldasýningin frábær
Talsvert um pústra og slagsmál í Neskaupstað | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | 6.8.2007 | 13:24 (breytt kl. 13:26) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
í heiðardalinn eftir frábært kvöld á Nsk. Fór á ball með Buff í gærkvöldi í íþróttahúsinu á Nsk og get svo svarið það, hef sjaldan farið á ball með eins frábærri hjómsveit og þeim og er þetta nú ekki alveg fyrsta eða annað ballið mitt á ævinni Þvílíkt fjör í þeim þarna á sviðinu og ekki skemmdi nú Matti í Pöpunum fyrir en hann var með Buffinu í gær. Allgjör snilld að hafa böllin þarna í íþróttahúsinu, svolítið öðruvísi stemmari en samt mjög fínt, engin klikkaður troðningur eins og var orðið í Egilsbúð, eina örtröðin sem var þarna var að komast út að reykja
Áfram heldur maður að lenda í stuði á Skarðinu en ég hef haft vitið fyrir neðan mig og hef bara kaffi og kruðerí þannig að ef maður en mjög lengi stopp í göngunum þá fær maður sér bara kaffi og slappar af en maður er samt voða hissa alltaf á fólki, afhverju ekki að leggja bara aðeins fyrr af stað heldur en að vera að láta eins og klikkhausar í umferðinni, hef líka orðið vitni að hrikalegri keyrslu þarna upp á Skarði og bara heppni að menn eru á lífi, er ekki alveg að skilja þetta, það munar sennilega öllu að leggja svona c.a. 10-15 mín. fyrr af stað...
En speki dagsins... fer pottþétt aftur á ball með Buffinu, það er nú nokkuð á hreinu
Bloggar | 5.8.2007 | 15:16 (breytt kl. 15:16) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
þegar nýju göngin verða komin á milli Esk og Nsk.
Fór sem sagt á Neistaflugið í gær og þá var að sjálfsögðu smá trafík yfir á Nsk með tilheyrandi stuði í Oddskarðsgöngum. Er nú mest svekkt út í mig að hafa ekki verið með nesti og kaffi með því
Þurfti að bíða töluvert í göngunum í gær, eins og svo oft áður reyndar, og voru margir orðnir frekar pirr og pisst að þessari bið, hlaupandi um öll göng eins og hauslausar hænur en ástæða tafanna er bara sú að sumir þora alls ekki að bakka í göngunum og hvað þá að þurfa að bakka út ef viðkomandi er komin eitthvað áleiðis inn í göngin og svo eru stundum á ferð fólk sem fer þessi göng mjög sjaldan, kemur þarna á stóru fjallajeppunum sínum með hjólhýsin í eftirdragi og eru hreinlega lost ef þau þurfa að bakka eða hreyfa sig á eitthvern annan hátt en beint áfram
En verð sem sagt ferlega fegin þegar nýju göngin verða komin og má ætla að þegar haldið verður 20. Neistaflugið þá heyri þetta sögunni til að þurfa að vera vel nestaður á leið yfir skarð
Bloggar | 4.8.2007 | 11:27 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Mætti á Neistaflugið og eru þeir ágætu menn í Brján að standa sig heldur betur Var við setninguna í dag eins og undanfarin nokkur ár og fannst mér ekki vera eins margt á setningunni en það er kannski ástæða fyrir því, ég sá frekar fáa Eskfirðinga, Reyðfirðinga og aðra íbúa Fjarðabyggðar, sem mér fannst nú frekar leitt. Verðrið var svona allt í lagi, það allavega stytti upp rétt áður en setningin var og hélst þurrt meðan dagskráin var, sem var bara snilld
Gunni og Felix að sjálfsögðu mættir og alltaf get ég hlegið af þessum gaurum,, eru kannski með sömu lögin ár eftir ár en þeir geta alltaf breytt þessu eitthvað þannig að maður er eiginlega að sjá eitthvað nýtt/gamalt frá þeim á hverju ári, mér finnst þeir bara snilld:)
Eina sem ég get kannski sett út á þetta er að það skulu ekki vera rútuferðar, 1-2 að kvöldi þannig að hin börnin í Fjarðabyggð geti notið hátíðarinnar, þannig að við foreldrarnir þurfum ekki alltaf að vera að skutlast eftir þeim um 11-12 leytið, viss um að það væru fleiri krakkar fram á kvöld, þeir krakkar sem eiga lengst heima í burtu þurfa svo oft að fara með foreldrum sínum eftir dagdagskrána og foreldrar nenna kannski ekkert að vera að skutlast þetta 25-70 km á kvöldi að sækja börnin.
En annars eiga þeir í Brján og aðstoðamenn þeirra bestu þakkir fyrir frábærar helgar
Keep going.....
Af nógu er að taka á útihátíðum vítt og breitt um landið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | 4.8.2007 | 01:16 (breytt kl. 01:16) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Bloggar | 29.7.2007 | 23:14 (breytt kl. 23:15) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)