Ja hérna hér...

Skrítið með þessar fréttir af Neistafluginu af þessum slagsmálum...

Í fyrrinótt áttu að eiga sér stað fullt af slagsmálum á tjaldsvæðinu þar sem unglingarnir gistu en þeir menn sem voru á vakt þar eftir ballið urðu eingögnu varir við að einn maður rétti aðeins upp hnefann, það voru nú öll ósköpin, skrítið...Errm

Ég vann nú sjálf nokkrar verslunarmannahelgar á tjaldsvæðinu á Nsk, sennilega verið 6. verslunarmannahelgar, og man ég nú ekki eftir miklum látum í unglingunum, og voru vaktirnar mínar nú alltaf á nóttunni, nú ef eitthver var með vesen þá var það nú yfirleitt fullorðna fólkið, það er bara staðreynd og erfiðara var að fá eldra fólkið til að hafa hljótt heldur en það yngra.

Nú, svo er ég nú búin að keyra nokkuð margar ferðar yfir á Nsk þessa helgina og aldrei og ég meina aldrei var lögreglan að fylgjast með umferðinni hér á milli sem hefur þó verið nokkur.  Var einmitt mjög hissa á að þeir voru aldrei í öllum þessum ferðum mínum hérna á milli því maður lenti nú í allavega umferðarvitleysu, bæði í göngunum og svo bara ofsaakstur líka hjá nokkrum einstaklingum sem hefðu betur bara lagt aðeins fyrr af stað...

En allavega, þetta var bara mjög fínt Neistaflug og í gærkvöldi var þvílíkur fjöldi í Brekkusöngnum, sjaldan séð svona mikið af fólki eins og í gær... bara gaman og flugeldasýningin frábærSmile


mbl.is Talsvert um pústra og slagsmál í Neskaupstað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband