Já já, maður var bara þjóðlegur í kvöld, ein heima og nennti nú ekki að hafa neina stórsteik handa mér einni svo maður skellti í velling með slatta af rúsínum og slátur með, djö... var það gott, er enn alveg á blístrinu eftir átið mikla
Einkasonurinn hringdi svo í þá gömlu um sjöleytið í kvöld, alveg í skýjunum, guttarnir unnu Dalvík 5-1 og sonurinn skoraði glæsilegt skallamark ( að hans sögn allavega, gefur augaleið að ekki sá ég markið) En einn sigur í höfn í þessari ferð og svo bara að krosslegja fingur kl. 5 á morgun og vona þeir nái sigri á Þór, þá eru þeir komnir ansi langt í sínum riðli, gætu þá lent í úrslitum í RVK og ekki væri það nú leiðinlegt. Það átti svo að bruna á Ak og gúffa í sig pizzu og halda svo í bíó, þannig að þeirra bíður skemmtilegt kvöld. Á morgun verður bara chillað ( að sögn sonarins) og eftir leik verður svo brunað heim... og væntanleg heimkoma sennilega um miðnætti annað kvöld.
Það gefur auga leið að ég fer ekki rass... norður, sé ennþá allt í móðu með veika auganu mínu, ansk.... langaði svo norður EN koma leikir eftir þennan Er nú líka að fara til RVK á sunnudag svo maður þarf ekkert að vera súr...
Jú annars, ég er ferlega súr er að kafna úr öfund núna, pabbi og konan hans og haugur af fólki héðan úr Fjarðabyggð eru að fara í fyrramálið til Köben, flogið frá Egilsstöðum, og verður þetta 12 daga ferð, verða eitthvað að sniglast í DK í nokkra daga og fara svo yfir til Þýskalands og verða á geðveikum stað og það er ástæðan fyrir því að ég er svona súr, langar svo ógisslega í þessa ferð, langar til KÖben meira en allt,EN ég kemst vonandi til Köben áður en ég læt grafa yfir mig, hef vonandi 30-40 ár til stefnu, don't worry, be happy
Svo er ég nú líka meira súr sko ÍA tapaði aftur í kvöld fyrir Fylki, þarf nú að fara að drífa mig suður á leik... kannski maður skelli sér bara á leik fyrir sunnan meðan maður þarf að vera þar, verð í heila 6 daga og eitthvað verður maður að gera á milli þess sem maður sækir skólann, EKKI nenni ég að þræða búðir, fékk alveg nóg af því í sumar þegar ég var í höfuðborginni og þá var það nú aðallega einkasonurinn sem vildi eyða sumarhýrunni EN ætla að reyna að takmarka mjög búðaráp, nema þær búðir sem þarf að fara í, s.s. Bónur og skólabókabúðir...
Jæja, ætli það sé ekki best að fara að koma sér í kojs en bara nenni þvi ekki en verð samt, vinna túmoró
Flokkur: Bloggar | 16.8.2007 | 23:28 (breytt kl. 23:31) | Facebook
Athugasemdir
Frábært með leikinn, verð sterk á straumunum á morgun. Fæ fréttir annaðkvöld frá þér.
Ásdís Sigurðardóttir, 16.8.2007 kl. 23:53
Sofðu vel dúllan mín.
Jóna Á. Gísladóttir, 17.8.2007 kl. 00:46
Góðann daginn Hvað ert þú að læra?
Guðrún Þorleifs, 17.8.2007 kl. 06:00
Tak gleði þína, góða kona, augað batnar, þú ferð til Köben og Þýzkalands og margt, margt fleira!! Hér prataði Pollyanna.
Guðný Anna Arnþórsdóttir, 17.8.2007 kl. 07:01
Flott með leikinn. Góðan daginn skvís, þú ferð til Köben ef þú vilt það. Einfalt mál! Knús
Bjarndís Helena Mitchell, 17.8.2007 kl. 09:03
Orkan er lögð af stað til drengjanna, ég ætla út í göngutúr, njóttu dagsins my lovely girl.
Ásdís Sigurðardóttir, 17.8.2007 kl. 12:36
Hæjó allar og takk fyrir góðar kveðjur:)
Guðrún, ég er að fara í kennarann í fjarnám og fyrsta staðarlota er í næstu viku, hlakka voða til.
Guðný Anna, augað er að koma til, ég hef FARIÐ til Dautslands, til Berlínar og Köben tekur maður bara fljótlega:) í síðasta lagi eftir 4 ár en þá bara verð ég góð við mig og gef mér Köben ferð þegar ég útskrifast úr Kennó eins óg ég gaf mér ferð til Berlínar þegar ég varð stúdent fyrir 2 árum:)
Bjarney Hallgrímsdóttir, 17.8.2007 kl. 17:04
Frábært hjá þér!!! Gangi þér vel
Guðrún Þorleifs, 17.8.2007 kl. 19:04
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.