Háspenna en ég var nú bara slök með hattinn minn, Ísland spilaði í rauðu, þannig að það var aldrei hætta
Verð samt að viðurkenna hér að ég hafði rangt fyrir mér með leikana, ég sagði í bloggi hér á undan, að strákarnir myndu vinna bronsið - en sem betur fer hafði ég vitlaust fyrir mér, og sjaldan hef ég verið ánægð með að hafa rangt fyrir mér - en núna er ég hamigjusöm, eins og sennilega allir íslendingar - við Halldór búin að vera ferlega væmin hérna eftir leik
Nágranni í næsta húsi hafði á orði að það væri greinilega stuð hjá okkur, Halldór var á lúðrinum og við létum bara eins og kjánar hérna.... en hvað með það.
Búin að setja hattinn minn niður í tösku og lúðurinn líka og nú erum við að leggja í hann suður.....
ÁFRAM ÍSLAND... GULLIÐ Á SUNNUDAG
Athugasemdir
Góða skemmtun í skólanum. Já áfram Ísland við hljótum að fá gullið er þetta ekki besta landið? KV Erla.
Erla (IP-tala skráð) 23.8.2008 kl. 00:32
Gull annað er bull.
Ómar Ingi, 23.8.2008 kl. 18:24
takk fyrir góðar kveðjur, Badda mín!
Guðný Anna Arnþórsdóttir, 24.8.2008 kl. 22:21
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.