sem er ekki með gervihnattasjónvarpi og engu öðru en talstöð um borð - sem sagt ekki hægt að hringja. Gott væri líka að þessi dallur væri með mjög gamalt og slitið útvarp sem heyrðist mjög illa í. Já, ég er búin að finna lausnina fyrir mig... er búin að fá nett upp í kok á þessu öllu hérna, kvíðahnúturinn stækkar og stækkar með hverjum deginum og fréttatímunum sem líður og ég er bara ekki að meika þetta. Ég sendi Halldór bara í sveit og fer á sjóinn, á dalli eins og ég lísti hér að ofan.
Einu sinni var ég nefnilega sjóari - var háseti á Jóni Kjartanssyni SU 111 og það voru góðir tímar. Fór fyrsta túrinn minn 18 ára og sá túr var tæpar 4 vikur og vorum víð á rækju við Grænland. Við sáum ekkert sjónvarp - sem var bara mjög gott, við heyrðum reyndar stundum fréttir og óskalög sjómanna í útvarpinu - það var ekkert hægt að hringja í neina gemsa, því þeir voru einfaldlega ekki til - og eina sambandið við umheiminn var í gegnum talstöð - Siglufjarðarradíó, Nesradíó og fleiri radíó. Þetta var bara mjög ljúft - maður gjörsamlega gat kúplað sig út úr bullinu í landi og það var bara hel... næs.
Svo ég óska hér með eftir plássi á dalli sem er með ofangreindar óskir...
Háseta vantar á bát, háseta vantar á bát, háseta vantar á línu og net, háseta vantar á bát... og þá kommer jeg
Kannski verður í auglýsingunni svona eins og var í denn þegar verið var að óska eftir ráðskonum í sveit, börn engin fyrirstaða... Halldór getur bara verið í fjarnámi og ég get haldið áfram í mínu fjarnámi
...
Athugasemdir
Elsku kellan mín, á ég að athuga hvort það vanti háseta á einhvern dallinn hjá Gamla mínum í Marokkó (Western Sahara) ? Þeir eru á sardínu og makríl og einhverjum öðrum uppsjávarkvikindum, þar er MJÖG lélegt fjarskiptasamband, ég öfunda hann mikið þegar hann er að hringja heim og spyrja " er ekki allt bara í góðu, höfum við ennþá ríkisstjórn og krónu"
Ef þú finnur einhvern álitlegan stað skal ég glöð flytja með þér. Annars hef ég ekki hlustað á fréttir í viku og ekki lesið blöð, tek bara "hippann" á þetta kæruleysið allsráðandi og maturinn er grjónagrautur og slátur. Þá er maður bara góður.
Knús á þig elsku Badda mín.
Valan, 23.11.2008 kl. 02:24
Já veistu hvað Vala mín - kannski er bara lausnin að fara sem lengst og Marakkó hljómar bara vel - hef meira að segja komið þangað þegar ég var að sóla mig á Spánarströnd
hér í denn... Þú talar við Steina...
En þá kemur þú með mér - samþykkt
Bjarney Hallgrímsdóttir, 23.11.2008 kl. 10:53
Góður díll
Valan, 23.11.2008 kl. 13:54
Má ég þá koma líka... er nett farin að spá í að láta leggja mig bara inn.
Huldabeib, 23.11.2008 kl. 21:36
Stelpur kommon, rólegar á því, það er takki á sjónvarpinu svona on/off, hafa hann bara á off og málið er dautt
. Fann þig í gegnum hana Völu okkar og varð að láta vita af mér, sjáumst í ræktinni í fyrramálið.
Bogga Jóna (IP-tala skráð) 23.11.2008 kl. 22:18
Auðvitað mega allir koma með, fyllum bara einn fraktara og siglum af stað
En Badda og Bogga ræktin í fyrramálið, er ég að missa af einhverju ?
Valan, 24.11.2008 kl. 10:39
Held að það séu nú ekki margir dallar svona Badda mín en kannski einhverjir netabátar á SV horninu, getur örugglega fengið pláss á einum slíkum, en á stærri skipum eins og hjá mér er allt sem þú hefur heima nema þú þarft að hafa veltinginn undir fótum þér.
Grétar Rögnvarsson, 24.11.2008 kl. 15:12
Ekkert mál að hafa veltinginn undir sér - no problem
Bjarney Hallgrímsdóttir, 24.11.2008 kl. 19:02
Ég kem með .... er alveg klassakokkur, þó ég segi sjálf frá.
Hvílíkur munaður og unaður sem þetta nú væri.
Svo mundum við bara spila vist á frívöktum ...
Guðný Anna Arnþórsdóttir, 26.11.2008 kl. 22:01
Kem bara með þér á dallinn
er stórkostlegur KOKKUR!!!!! 

Helena, 27.11.2008 kl. 00:10
Guð hvað þetta á eftir að verða gaman.
Valan, 27.11.2008 kl. 08:36
Maður verður ekki í vandræði með kokka í framtíðinni
Grétar Rögnvarsson, 27.11.2008 kl. 17:00
Sumir eru nú með ágætis þjálfun í að vagga og velta yfir pottunum hér í Blóma...skjálftabænum

eins og sjá á af myndum af eldhúsinu mínu
Stórt knúúúússsssss
PS.Fer dallurinn ekki örugglega til Spánar

Helena, 27.11.2008 kl. 19:38
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.