Færsluflokkur: Bloggar

Ja, það eru ekki alltaf jólin - svo mikið er víst...

Ekki laust við að það hafi skriðið einhver kjánahrollur eða ég veit eiginlega ekki hvaða tegund af hrolli er búin að vera skríðandi á mér síðustu daga en allavega líður mér voða kjánalega núna...

Hvað eiginlega þýðir þetta allt - fyrir mig og fyrir landann???

Get ég keypt mjólk og brauð á morgun - eða hvað???

En eitt er ég búin að vera að pæla mikið í og það er hreinlega, eins og svo margir hafa bent á, að gera mitt besta til að gera gott úr þessu. Reyna mitt besta til að mér og mínum líði vel á sálinni - þó svo að kannski og alveg örugglega verði erfiðleikar framundan, æi, þá reynir maður sitt besta áfram...

Ég er svo sem vön að hafa úr engu að moða og svoleiðis hefur það verið í mörg ár, þannig að kannski verður ekki svo mikil breyting hjá mer,  örorkubætur hafa hingað til ekki gert nokkurn mann ríkan þannig að kannski hefst þetta allt saman - og ég ætla bara að reyna að muna að gefa bara af mér - við litla fjölskyldan í Dalbarðinu komumst yfir þetta, ég er alveg viss um það... og ég vona svo sannarlega að mitt fólk, fjölskyldan og vinir mínir komist klakklaust yfir þessi ósköp...

Ég held í alvörunni að við komumst langt á jákvæðninni og brosinu og verum góð við hvort annað - það er mitt mottó...

Og ég nenni ekki að pæla í fortíðinni - það hefur ekkert upp á sig - fortíðin er liðin og ekkert hægt að breyta þar 

Verum góð við hvort annað og munum að hlúa vel að sálartetrinu InLoveHeart


mbl.is Ný lög um fjármálamarkaði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er læknuð af ,,syndrominu"

og allt komið á svo fullan gír hjá mér að ég sé varla út Sideways En svona fer fyrir þeir sem eru bara að slugsa og nenna ekki að byrja að læra.

Þetta hefst nú samt allt, þó maður sé nú svona pínu  á eftir, þá nær maður þessu upp... annað eins hefur nú gerst hjá manni LoL

Ég þjáðist hins vegar í gær af ægilegum hnerra, nefrennsli og tárarennsli en það var svo mikið flóð úr augum og nefi að stundum sá ég ekki í skólabókina mína fyrir tárum og því sem kemur úr nebbanum og það hefur farið svona c.a ein rúlla af eldhúspappír í gær Crying Samt skárri í dag og ekki farið nema 1/4 af rúllunni.

En best að vera ekkert að slugsa hérna við að blogga (ekki veitir maður sér lengur þann munað að taka bloggrúnta, kannski svona einu sinni í viku eða svo) Er að fara að hlusta á fyrirlestur í þroskanámssálarfræðinni um félagsmenningarkenningu Lev Vygotskys (reynið að bera það rétt fram W00t ekki get ég það).

Seeeeeeeeeeeee yaaaaaaaaaaaaaaaaa og vona að allir hafi það bara gott...InLove


Erfitt að þjást af ,,syndrome

Það er að hrjá mig ægilegur kvilli þessa dagana, eiginlega svona syndrome - og syndromið mitt heitir ,,nenni eiginlega ekki að læra"

Ok, ég ákvað í sumar á ,,Hælinu" að bakka nú aðeins með þessar geðveiku kröfur sem ég setti alltaf á mig - helst að fá 10 í öllu - 9 -9,5 var nú svo sem í lagi en alls ekki neitt þar fyrir neðan... 8 og 8,5 var nú eiginlega ekki nógu gott - en halló gott fólk, hvort á maður gjörsamlega að loka sig inni 24/7 og reyna við tíuna eða fara aðeins út á meðal fólks, fá sér göngutúra og svolis og lækka aðeins í einkun??? Jæja, ég valdi seinni kostinn, þ.e. að komast aðeins út á meðal manna.

En ég hef nú sennilega tekið þetta full alvarlega - því ég er eiginlega ekki komin í lærigírinn ennþá - og það er nú eiginlega ekki nógu gott. Er reyndar búin að skila einu verkefni, á að skila öðru á miðnætti í dag (sunnudag) og er nú svona rétt byrjuð á því... Það er nú líka kannski skýring á því. Ég á að skrifa um eitthvað atvik í mínu lífi - eitthvað sem raunverulega hefur gerst, að það séu til heimildir um það og ég geti sannað það og helst að heyra í einhverjum, þ.e. munnleg heimild um þetta ákveðna tilvik í mínu lífi.

Halló... eins og það hafi nú gerst eitthvað í mínu lífi sem til eru heimildir um... eða hvað.  Eftir að vera búin að vera með hausinn á bólakafi í bleyti s.l daga, þá loksins fann ég eitthvað sem er til haugur af heimildum um - og líka átti að fylgja hvort þetta þætti nú eitthvað merkilegt...

Ja, mér fannst nú hel... merkilegt að útskrifast sem stúdent 39 ára - og komin í Háskóla Íslands... Þetta get ég skrifað um og heitir verkefnið mitt ,,Aldrei of seint" ... [að byrja að læra]  Ég flétta svo inn þetta hvort einhverjar afleiðingar verði að þessu atviki mínu, hvort þetta hafi einhverja þýðingu fyrir komandi kynslóðir... Held það bara, þó maður sé komin aðeins yfir tvítugt er hægt að fara í skóla, þó maður sé öryrki, þá er hægt að fara í skóla og læra og þó maður sé lesblindur og með námsörðugleika, þá getur maður sko farið í skóla og lært - ég er bara sönnun þess en alls ekki sú eina, guð hjálpi mér nú með það, það eru margir í skóla verr settir en ég, en þetta er hægt og afleiðing náms mín í dag er sú - að ég ætla að halda áfram eftir að ég klára kennarann og taka sérkennslukennarann og hjálpa þeim sem eiga við námsörgðuleika að stríða - því ég hef gengið í gegnum það - og hverjir eru betri til að hjálpa, í hverju sem það nú er, en þeir sem hafa upplifað...

 En vá, ég er að verða búin að skrifa verkefnið hérna, ætlaði bara aðeins að henda inn færslu því að vírusvörnin er eitthvað að fara yfir tölvuna og ég nenni ekki að opna word skjalið núna....

Hel... var þetta fín færslaGrin Nú er ég komin með smá í verkefnið mitt ( eða sko mér finnst þetta merkilegt, því ég er alveg að skila færsluna, þó aðrir skilji kannski ekkert í þessu Wink

Kannski er ,,syndromið" bara horfið, úr því að maður er none stop hérna - dembi mér bara beint í verkefnið núna

 

IMG_1295Æ, hérna er lillinn minn, einkasonurinn, svo hamingjusamur og ánægður með þá gömlu InLove Stolltur af klellunni (Þetta er t.d heimild, fullt af myndum - prófskirteinið mitt úr VA er heimild, prófskirteini úr FB er heimild (lauk þar verslunarprófi í denn, 92, og já, það er til haugur af heimildum um skólagönguna og allt það

(Ps. Einkasonurinn minn hefur heldur betur stækkað á þessum árum, er núna allavega hausnum hærri en ég, þarf að líta langt upp ef maður er að tala við hann LoL )

100_3680

 

 

 

 

Og hérna er svo ,,hrikalega" góð mynd af okkur mæðginum við Gullfoss í sumar og slatti stærðarmundur á 3 árum -En, þessi fékk nú bara svona að fljóta með... bara upp á grínið W00t Einstaklega góð hárgreiðsla á mér og pósið sko í frábæru standi... Grin

 

 


Háspenna í kvöld...

Sjúkket púkket mar... fór á síðasta heimaleik Fjarðabyggðar í mf.kk. Það var svona fræðilegur að við myndum falla, þá þurfti reyndar allt að ganga vel hjá liðunum fyrir neðan okkur - en fallhættan var fyrir hendi.

Ekki laust við að maður væri með stóran hnút í mallanum fyrir leikinn þar sem okkar menn hafa verið duglegir að gera jafntefli í sumar og 2-2 jafntefli er voða vinsæl hjá þeim, eða alls 7x í sumar hafa leikir farið svona.

Þeir voru að keppa við Selfoss sem b.t.w. þurftu að vinna til að komast örugglega í úrvalsdeildina - þannig að hörkuleikur var framundan og vá, þvílík háspenna maður minn...Sideways

4 vítaspyrnur,2 rauð spjöld og óteljandi gul fuku á loft í kvöld. Besti maðurinn i Fjarðabyggð til margra ára, Rajkó, markmaðurinn okkar, gerði sér lítið fyrir og varði eina víti, skoraði svo eitt mark úr víti hjá okkur eftir að sóknarmaður hafði brenti hinni af. 

Selfoss skoraði svo mjög umdeilt mark (og voru þá búnir að jafna í 2-2) en markið var dæmt af og þá fyrst varð allt vitlaust... hjá stuðningsmannaliði Selfoss, sem voru þó nokkuð margir. Gæslumennirnir á vellinum höfðu allavega nóg að gera eftir leik að fylgja dómurum inn í hús...

EN - eru sem sagt áfram í 1 deild að ári og vonandi fæst góður þjálfari - myndi nú bara alveg vilja hafa heimamanninn Heimir Þorsteins áfram, en hann var þriðji þjálfarinn til að taka við liðinu í sumar, svo það er kannski ekki nema furða þó að illa hafi gengið hjá okkar mönnum... en það hafðist Wizard

Ég er svo á því að ef við hefðum ekki Rajkó í markinu - þá værum við i 5 deild (ef hún er þá til) því hann bara er geðveikur markmaður - og ef það er slydda og haglél á leik, þá mætir kappinn bara með skíðagleraugu - hann reddar sér sko Grin 

 

Til hamingju strákar ... og mynd af hetjunni okkar í Fjarðabyggð - Rajkó með skíðagleraugun...W00t

rajko1.jpg


Íslenska landsliðið ...

Handbolti vs Fótbolti, hummmmmmmmm, hvort skildi nú vera skemmtilegra að horfa á???Whistling

Ja, fljótsvarað hjá mér, HANDBOLTI, það er klárt mál, þó mér finnist fótboltinn almennt miklu skemmtilegri - þá bara leyðist mér orðið að horfa á landsliðið í fótbolta - þeir bara geta ekki rassgat, segi það og skrifa. 

Takk pent Tounge

vildi svo óska þess að þeir hefðu sama viljann, ákafann, kraftinn og allt það sem handboltaguttarnir hafa. Viðtal við Eið og fleiri og þeir bara, tja... kannski, já kannski getum við unnið - halló, auðvitað segir maður, VIÐ VINNUM... og punktur

Er sem sagt að ,,horfa" á fótboltann, er að blogga (spennan svo brjálæðislega mikil) búin að taka einn hring á skólanum (inn á Uglu og WebCt) og svekki mig svo reglulega á þessum kynnum þarna í TVinu... djö... sem þeir eru leiðinlegir og ég bara líka Grin Að vera að tuða

kannski bara að maður skipti yfir á Friends...

SSSSSSSSSSsssseeeeeeeeeeeeee yyyyyyyyyaaaaaaaaaaaa 

ps. ætli þeir sýni landsleikinn í körfu á eftir ??? spurning hvernig þeim gengur - örugglega skemmtilegra að horfa á þann leik heldur en þennan horror Crying (b.t.w. fíla sko ekki körfubolta, en margt skárra en þetta) Sick


Djö... er ljúft að koma heim

Þá er maður komin í kotið - einkasonurinn komin heim frá afa sínum, þannig að nú verður bara ósköp venjulegt heimilishald á okkur næstu 2 mánuðina eða svo Tounge

Það er nú bara nokkuð gott, var í 7 vikur á ,,Hælinu", kom heim í hálfan mán, suður aftur í hálfan mán í skólann og já, bara alveg 7 vikur þangað til ég fer í næstu staðlotu - þannig að það verður bara ljúft.

Var að klára að ganga frá úr töskum og pokum, prenta út haug af efni fyrir skólann svona í leiðinni, tala við Línu frænku i Kanada og Klöru frænku í USA á Skype, djö... er það magnað - maður er með Webcam og alles og getur séð þær, þær mig og svo bara tölum við við tölvurnar - skrítin þessi tækni í dag - það er annað en .... bla bla.... Grin bara æðislegt að geta talað við ættingjana út um allan heim - og fyrir ekki neitt W00t

Jæja, best að fara að henda sér í koju, erum boðin í hádegismat á morgun, síðbúin afmælisveisla hjá honum Kalla litla mínum - auðvita bíður hann Böddu sinni í ammmmmælið sitt  og ef hún er ekki heima á afmælisdaginn, nú þá er bara veisla fyrir þá gömlu þegar hún hunskar sér heim Wizard


Brottför kl.15.19 á morgun... :)

Jæja, þá er þessari Reykjavíkur dvöl að ljúka - alveg að verða komin hálfur mánuður hérna núna og það er bara fínt.

Verð í skólanum á morgun til 15.10 og svo er það bara kaffi og ein sígó og svo verður haldið í'ann á morgun til Akureyrar - svo heim á laugardag. Ætla að vera komin heim um 2 á laugardag, en þá er næst síðasti leikur hjá KFF - og vonandi ná þeir nú að halda sér í deildinni gaurarnir.

Kem svo suður aftur síðustu vikuna í Okt. í staðlotu 2 - og næ því að vera heima núna í tæpa 2 mánuði - og það verður hel... ljúft. Náði rétt hálfum mánuði heima eftir Reykjalund áður en haldið var í túristaferðina miklu Grin og gott verður að lúllaí rúminu sínu aftur - það hefur nú samt ekki farið illa um mig hérna hjá Sigrúnu og co - alltaf bara gott að koma heim...Smile

 


Mikið svakaleg umferð er hérna í bænum:S

Það tekur orðið  tæpan klukkutíma að komast í skólann úr Hafnafirði - þar er nánast óslitin umferð þegar maður er að koma út úr Vallarhverfinu í Hafnafirði og alveg að KHÍ.

Mikið er ég fegin að ég þarf bara 2x að mæta í skólann kl.8.30 - ég væri nú engan veginn að meika þetta ef ég þyrfti að gera þetta á hverjum degi.

Þeir sem eru með mér í staðlotu og eru á bíl segja sömu söguna, sama hvar þeir eru í bænum. Mér fannst ég ógurlega bjartsýn í morgun þegar ég lagði af stað kl. 7.35 í skólann en ég bara rétt náði í tíma kl. 8.30...Sideways

Það verður ljúft að koma heim á laugardaginn í rólegheitin og enga traffík Tounge


Mikið vildi ég...

...að þessi peningar hefðu runnið til þeirra sem minna mega sín hér á Íslandi og af nógu er að taka hér...

Segi ekki meir, eða jú, ég ætla ekki að fara og versla þarna...


mbl.is Líf og fjör á uppboði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Stolltur íslendingur:)

Það var alveg ólýsanlegt og ógleymanlegt að vera í miðbænum í gær þegar silfurstrákarni okkar komu heim - og ég byrjaði strax að tárast þegar þotan flaug yfir miðbæinn - svo hrærður er maður bara. Halldór skildi nú ekki alveg þessa viðkvæmni í mér - að vera að tárast þegar þotan flaug rétt fyrir ofan hausinn á mér þarna í miðbænum - en tárin bara komu Kissing og voru í augnkrókunum á mér allan tímann sem hátíðarhöldin stóðu yfir... ég held ég eigi seint eftir að gleyma þessum degi... og langar heldur ekkert til þess Wizard

 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband