Færsluflokkur: Bloggar
Þá er maður heldur betur búin að túristast í dag. Keyrðum Mosfellsdalinn og komum við á Gljúfrasteini, svo hélt maður áfram á Þingvelli. Við Halldór löbbuðum svo niður Almannagjá, að Lögbergi, Drekkingarhyl, að Öxará, að kirkjunni og húsunum þar við hlið, í Peningagjá og svo aftur upp Almannagjá. Halldór þurfti nú að draga mig upp megnið af leiðinni, því þetta er hel.... bratt og kjéllan orðin pínu þreytt eftir 2 tíma göngu - en það hafðist allt og var þá næsti áfangastaður Geysir/Strokkur. Þar var svoleiðis úrhellið en við klæddum okkur bara í regnslár og tilheyrandi og hlupum að Strokki og tókum nokkrar myndir - svo bara spretturinn aftur út í bíl
Við brunuðum svo hundblaut að Gullfossi, þar sem sól og blíða tók á móti okkur - og við túristarnir örkuðum að sjálfsögðu alla göngustíga og útsýnispalla sem þarna var að finna og fórum alla leið út að fossinum sjálfum - og urðum aftur hundblaut Tókum að sjálfsögðu haug af myndum sem koma inn síðar
Keyrðum svo aftur til baka og þá var komin sól og blíða við Geysi, svo við stoppuðum aftur og röltum þarna um - eins og túristar, með myndavél hangandi framan á sér - og tókum myndir af öllu
Keyrðum svo á Laugarvatn og skoðuðum aðeins hús KHÍ þarna á staðnum - Halldóri langaði að sjá þetta því honum langar svolítið að fara í íþróttakennarann, eftir 4 ár - svo þetta var skoðað líka.
Því næst brunað í átt að Selfossi en þá kom nú eitt annað í ljós sem þurfti að skoða - Kerið - og að sjálfsögðu stoppaði bílstjórinn þar - og þurfti ekkert að borga inn til að skoða
Svo bara stefnan tekin á Hafnarfjörðinn, vorum orðin frekar sein í kvöldmatinn, komum ekki heim fyrr en að verða 7, lögðum íann kl.11 um morguninn.
Ég ætlaði nú að koma við í Hveragerði og heimta kaffi hjá Helenu sem var með mér á ,,Hælinu" en tíminn bara leyfði það ekki - vona ég komist nú samt í kaffi til hennar seinna
Sem sagt, mikið gert í dag og dagurinn á morgun er líka þéttsetinn.
Skóli frá 8.30-16.00. þá brunum við Halldór niður í bæ og tökum á ´móti Silfurliðinu og ég hlakka svo til Þetta verður alveg örugglega einstök stund - og ég er fegin að fá að taka þátt í henni. Nú svo er það fótboltaleikur kl. 20.00 - Fram/Fjölnir (held með Fram ) í Laugardalnum, þannig að ég verð væntanlega að skríða heim seint annað kvöld
Bláa Lónið og eitthvað meira skemmtilegt á fimmtudag og skóli og fótboltaleikur á föstudag - sem sagt, ég er ekki að drepast úr leiðindum hérna á höfuðborgarsvæðinu...
En, best að fara að hvíla sig fyrir átök morgundagsins....
Nótt nóttttttttttttttttttttttttttttt
Bloggar | 26.8.2008 | 23:50 (breytt kl. 23:54) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
svo það sé alveg ljóst
Með hattinn minn, íslenska fánann og Sigurbjörn, já og ,,lætin" sem ég fékk á leiknum í gær
Þeir eru bara yndislegir, bara svona að segja ykkur það líka...
Ekið á vagni niður Laugaveg | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | 25.8.2008 | 13:21 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Mikið ferlega var þetta flott hjá strákunum og ég er svo stolt að ég bara grenjaði í gær þegar þeir fengu silfrið og svo þegar íslenski fáninn fór á loft þarna í Peking - grenjaði bara eins og smábarn og skammast mín sko ekki fyrir það - það voru mörg tár sem runnu í gær
Við Halldór fórum í Smáralindina og tókum Freyju og Kristínu, vinkonur Halldórs, með okkur. Það var alveg frábært að vera þar, stemmarinn alveg frábær. Allir fengu svona ,,læti" eitthverja græju sem gerir hávaða, ég var að sjálfsögðu mætt með hattinn minn og keypti mér svo Sigurbjörn - litla sæta bangsann. Þetta var alveg óslýsanlegt að vera þarna með fullt af fólki og risaskjá - bara næstum eins og að vera á leiknum sjálfum.
Menningarnóttinn fór svona fyrir ofan garð og neðan hjá mér - ég sá flugeldasýninguna út um svefnherbergisgluggann hjá Sigrúnu í Hafnafirði
Ég var búin að þvæla ættingjum mínum hérna út um allan bæ, Halli Dan fór og keypti miða fyrir mig á Sálina, en þeir voru að spila á Nasa, og Sigrún fór í Ríkið fyrir mig - en svo þegar átti nú að fara að drífa sig á ball - þá bara búmmmmmm, ég var svo þreytt að ég meikaði það bara engan veginn.
Ég keyrði frá Akureyri á laugardag, kom í bæinn upp úr 4, fór beint á fótboltaleik með liðinu hans Halla Dan og þar var ég í grenjandi rigningu allan leikinn. Svo þegar ég kom í Hafnarfjörðinn til Sigrúnar þá bara var ég að leka niður- blaut og þreytt, þannig að ég fór bara ekkert á ball og ekkert í bæinn - eða jú, keyrði Halldóri að Miklatúni og sótti hann svo um eittleytið á laug.nótt niður i miðbæ, en hann var þar með fullt af vinum sínum. Þannig að ég sá nú allt fólkið þar - ætlaði nú ekki alveg að geta keyrt þarna.
Þanning að Menningarnóttinn fór svona - við Sigrún og Nikka vorum bara að kjafta hérna á laug.kvöldinu þangað til ég sótti Halldór Sofnaði svo ekki fyrr en kl. 3 um nóttina og vaknaði hálf 7 um morgunin - því ég náði í stelpurnar niður í bæ og svo í Smáralindina. Ekki laust við að maður væri ógó þreyttur í gær en ég lagði ´mig nú bara
Við Halldór ætlum svo að túristast eitthvað næstu daga - og að sjálfsögðu að taka á móti landsliðinu i handbolta á miðvikudag - og ef það er á skólatíma sem partýið með þeim verður - þá bara sleppi ég skólanum, ætla sko að vera viðstödd þegar þessir æðislegu silfurstrákar koma heim
Skólinn byrjar á miðvikudag, og svo á ég að mæta líka í 2 tíma á föstudag og svo aftur alla næstu viku - en Halldór flýgur heim á sunnudag. Við ætlum líka á nokkra fótboltaleiki - maður klikkar nú ekki á því - áætlaðir 4 leikir þessa viku Alltaf nóg að gera í að horfa á boltann
En jæja, er hætt þessu bulli og best að fara að kíkja á skólavefinn minn, það er víst nóg að lesa þar inni
Bloggar | 25.8.2008 | 10:23 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Háspenna en ég var nú bara slök með hattinn minn, Ísland spilaði í rauðu, þannig að það var aldrei hætta
Verð samt að viðurkenna hér að ég hafði rangt fyrir mér með leikana, ég sagði í bloggi hér á undan, að strákarnir myndu vinna bronsið - en sem betur fer hafði ég vitlaust fyrir mér, og sjaldan hef ég verið ánægð með að hafa rangt fyrir mér - en núna er ég hamigjusöm, eins og sennilega allir íslendingar - við Halldór búin að vera ferlega væmin hérna eftir leik
Nágranni í næsta húsi hafði á orði að það væri greinilega stuð hjá okkur, Halldór var á lúðrinum og við létum bara eins og kjánar hérna.... en hvað með það.
Búin að setja hattinn minn niður í tösku og lúðurinn líka og nú erum við að leggja í hann suður.....
ÁFRAM ÍSLAND... GULLIÐ Á SUNNUDAG
Bloggar | 22.8.2008 | 14:21 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Jæja, á morgun leggur maður í hann aftur suður, ekki eins og maður hafi fengið nóg af að vera þar í 7 vikur í sumar en þá kallar skólinn á mann. Byrja 27 ágúst og verð til 5 sept. Við Halldór ætlum reyndar að ,,trippa" aðeins um og skoða landið svona í leiðinni. Hann flýgur svo austur 31.ágúst.
Af því ég tók ekki þroskasálfræði s.l. haust með bekkjarfélögum mínum, þarf ég að mæta í hana með fyrsta árs nemum og svona verða staðloturnar þennan veturinn, mæta með fyrsta árs nemum í nokkra daga, í þroskasálfr. á haustönn og svo í aðferðarfræði á vorönn, og svo mæti ég með mínum bekkjarfélögum í staðlotur annars árs nema... ansk... Þegar valið stóð hjá fjarnemum að taka þetta á sama tíma og staðnemum þá var ekki alveg hugsað um þá sem tóku ekki allt... svo, maður verður ca. hálfan mán í öllum staðlotum þetta skólaárið - en það verður þá bara að hafa það - best að vera bara eins og Óli Stef fyrirliði íslenska landsliðsins og segja bara frat á allt neikvætt - og segja bara ,,bíbb" ef maður þarf að segja eða hugsa eitthvað leiðinlegt eða neikvætt.
Bíbb - nenni svo ekki að keyra suður en verð .........
Seeeeeee Youuuuuuuuuuu og ÁFRAM ÍSLAND - HATTURINN GÓÐI FER UPP KL. 12.15 Á MORGUN (Gott líka ef landsliðið keppir í rauðu, þeir vinna oftar í rauðu eða það finnst mér allavega)
Bloggar | 21.8.2008 | 18:34 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
í landsleikjum... er núna að horfa á fótboltalandsleik og með hattinn góða - vona bara að þessi hattur virki á fótboltann - en ég keypti þennan hatt á handboltalandsleik í sumar - Ísland/Spánn og b.t.w. þá vann Ísland með 9 mörkum og auðvitað vinna strákarnir okkar litlu hottintottana frá Spáni aftur
Vala, djö... vildi ég vera með þér á föstudag og sunnudag, spurnig að skella sér bara norður annað kvöld - frænka mín sem býr á neðri hæðinni vissi að Ísland hefði unnið í morgun, án þess að horfa, því hún heyrði fagnaðarlætin á efri hæðinni rétt fyrir 8 ímorgun Var alveg farin að fagna með látum svona upp úr 7
Sóley, það klikkar sko ekki að ég setji hattinn upp, svo vertu bara alveg slök í vinnunni (pssst, er ekki hægt að horfa í tölvunni og þú ferlega bissssssssssssý fram eftir degi á skrifstofunni)
En, rétt í þessu var Eiður Smári að klúðra hel... boltanum - mikið vildi ég að fótboltastrákarnir okkar í landsliðinu væru svona komnir í 4 liða úrslit á ÓL - en það er nú kannski bara gott til að byrja með að þeir komi sér niður fyrir 100 á listanum góða hjá FÍFA... seinni tíma vandamál
Seeeeeeeeeeeeeeee Yaaaaaaa
Bloggar | 20.8.2008 | 20:16 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Þá er maður vaknaður, kl. 5.45 að morgni, til að horfa á handbolta og það er ekki laust við að það sé stærðarinnar hnútur í mallanum núna - en ég set að sjálfsögðu upp fína hattinn minn og þá hef ég fulla trú á að strákarnir vinni. Ég gleymdi hattinum í einum leik - á móti S-Kóreu og þá töpuðu þeir... svo hatturinn kominn upp...
Þetta er kannski hel... geðveiki en samt... Svona litur maður nú út í geðveikinni ... Ætla nú samt ekki að vera með lúðurinn núna - svona af tilliti til nágrannanna, en ef við vinnum, þá er aldrei að vita nema maður missi sig ... en, halelúja---
ÁFRAM ÍSLAND...
Bloggar | 20.8.2008 | 05:55 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Er búin að vera að túristast svolítið hérna fyrir austan síðustu daga. Við einkasonurinn fórum í Kárahnjúka s.l. miðvikudag og máttum keyra yfir stífluna og var það ekkert smá tilkomumikið allt saman, hef ekki komið þarna í 5 ár, eða stuttu eftir að þeir byrjuðu að byggja hana og vá hvað það hefur mikið breyst. Í dag fórum við svo í siglingu á Lagarfljótsorminum, á Lagarfljótinu og var það bara mjög fínt - fyrir utan að þurfa að borga 4000 kr fyrir okkur tvö, full dýrt finnst mér, en við vorum búin að ákveða að sigla með þeim í dag, svo kjéllan splæsti bara Enda annáluð fyrir það að eiga haug af money
Í lok næstu viku ætlum við einkasonurinn svo að trippa aðeins um landið, skoða Gullfoss, Geysi, Þingvelli og eitthvað meir, honum nægir það víst ekki lengur syninum að hafa séð þetta þegar hann var 3 ára og vill fara að sjá þetta aftur Ætlum einnig að vera komin suður á laugardaginn næsta og taka menningarnóttina þar, allt í lagi að skoða það líka svona einu sinni eða svo. Er svo búin að fara á nokkrar bæjarhátíðir í sumar, fyrir sunnan, norðan og austan, þanning að já, ég er að breytast í túrista, ég sem nenni nú helst ekki að keyra mikið út og suður, maður lætur sig hafa það...
Vorum líka í bústaðnum um helgina, með Júllu og co. Ólympíuleikarnir teknir í nefið þarna, aðeins glápt og þá helst var maður orðin æstur í gær - ég segi nú bara eins og Guðmundur þjálfari, ,,þetta var nú fullmikil spenna fyrir mig" En eitt stig í höfn þar og við komin í 8 liða úrslitin - geggjað
Horfði á bandaríska gulldrenginn í sundi taka á móti 8 gullverðlaununum sínum í nótt og ég sagði þá að ég væri að æfa mig í að horfa á verðlaunaafhendingu, því ég ætla nefnilega að fagna alveg ógeðslega bráðum, eftir nokkra daga, þegar strákarnir ,,okkar" taka á móti bronsinu á OL - já, eins og ég sé þetta núna, þá er það sko ekkert ómuglegt
En best að fara að setja sig í startholurnar fyrir leikinn á eftir, er að gúffa í mig kaffi núna svo maður nái nú að vera vel vakandi á meðan leik stendur - sef svo bara út á morgun, enda engin ástæða til að vera að rífa sig á fætur snemma þegar ekkert er að gera hjá manni nema að þrífa, taka til og þrifa meir - bara að liggja sem lengst í rúminu
Einkasonurinn og Kárahnjúkar
Bloggar | 17.8.2008 | 22:27 (breytt kl. 22:34) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Þetta er sami pistill eins og í gær, bara styttri, svona birtist þetta í staðarblöðunum hér í Árborg, það verður gaman að fara fyrstu ferðina í bæinn með fatnað og hluti sem eiga eftir að nýtast vel hjá öðrum
Hverjir vilja hjálpa mér að hjálpa öðrum?
Tilefni skrifa minna hér, eru þau að í júlí fór ég og heimsótti vinkonu mína í Reykjavík. þar sem hún er að vinna sjálfboðavinnu hjá Hjálpræðishernum . Skrif hennar á blogginu höfði vakið athygli mína og var ég forvitin um það starf sem þarna fer fram og langaði til að leggja þeim lið ef ég gæti. Skemmst er frá því að segja að ég varð yfir mig undrandi á því sem ég sá og fræddist um, en jafnframt mjög döpur. Þarna er nytjamarkaður og hagnaðurinn af þeirri sölu rennur til starfsins sem fer fram á efri hæðinni. Ferlið er þannig hjá útigangsfólkinu, að það safnast saman niður á Her í miðborginni og er keyrt þaðan í 7 manna bíl út á Granda og þarf að fara 1-3 ferðir, keyrt er kunnar slóðir og þeir sem ekki hafa getað komið sér sjálfir niður á her og liggja jafnvel á götunni, eru bornir uppí bílinn. Á Eyjaslóð er tekið á móti þeim með heitum staðgóðum mat, fólkið kemst í bað og fær hrein föt, einnig getur fólkið sofið og hvílt sig í uppbúnum rúmum og eins privat og hægt er. kl.17.00 er staðnum svo lokað og hvert fer fólkið? aftur á götuna. Það ætti enginn að þurfa að deyja í okkar landi skítugur og svangur og þeirrar trúar að öllum sé sama um hann. Þessi starfsemi Hjálpræðishersins er styrkt af Hernum í Noregi svo hægt sé að vinna þetta góða starf hér á landi. Aðeins einn af öllu þessu fólki er á launum, 3-5 starfsmenn eru þarna hvern dag. Það er ekki laust við að ég sem Íslendingur skammist mín fyrir hönd þjóðar minnar að standa svona illa að málum útigangsfólks, að við þurfum aðstoð frá Noregi til að geta unnið þetta góða starf. Til fróðleiks vil ég geta þess að frá 1.jan. til 15.júní eru komur í athvarfið 1633. Hér get ég einfaldlega ekki látið staðar numið. Ég hef fengið þá hugmynd að safna hlutum sem fólk vill gefa og koma því á nytjamarkaðinn í Eyjaslóð svo meira sé hægt að selja og auka þannig tekjur Hersins, einnig vil ég safna fötum og öðru sem kæmi fólkinu vel, nú er vetur framundan og ég er viss um að það leynist einhversstaðar aukaúlpa inn í skáp, sem mundi koma sér vel fyrir þá sem hýrast þurfa úti í alls kyns veðrum. Ég er tilbúin að taka við hverju því sem fólk telur sér fært að gefa og koma því í réttar hendur og sjá til þess að framlög allra nýtist sem allra, allra best. Nærföt og sokkar eru ekki hlutir sem maður gefur frá sjálfum sér, en ef einhverjir eru til í að eyða smá pening í slíkt, þá væri það afskaplega vel þegið, þið munið, margt smátt gerir eitt stórt.Þeir sem vilja vera með mér í þessu verkefni geta haft samband við mig í síma: 482-4262 eða 865-8698 og ég get sótt, eða þið komið hlutum til mín. Ég bý á Selfossi og mun safna hér í bæ og í nágrenni Með von um góðar undirtektir þakka ég ykkur fyrir að lesa þetta og ég hlakka til að sjá viðbrögð ykkar.
Ef einhverjir þarna úti eru tilbúnir að setja þetta á síðurnar sínar þá er það vel þegið.
Bloggar | 12.8.2008 | 20:59 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Djöfull sem það er nú ljúft að vera komin heim
En á eftir að gera svo margt núna..... bla bla bla... og er ekki að nenna að byrja á neinu.... best að halda áfram að bíða eftir að fötin detti upp úr töskunum og gólfin hérna verði skínandi fín einhvern morgunin þegar ég vakna....
Bloggar | 11.8.2008 | 17:46 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)