Færsluflokkur: Bloggar

Komin í hús á Akureyri...

Eftir skemmtilegt kvöld á Dalvík. Brunaði beint þangað og hitti Sigrúnu frænku og familý og svo komu Dísa, Leibbi og Jói þangað, en ég er einmitt að gista hjá Dísu og co. Við vorum bara að koma í hús um eitt leytið. Ferlega skemmtilegt kvöld... og búið að ákveða að þarna verðum við sko að ári, í fellihýsi og hafa það bara cosy og svollllllllllllisssssssssssTounge Einn eða tvo bjóra kannski líka...

En ferðin gekk annars ágætlega þangað til ég var komin í Öxnadal, þá hafði orðið bílslys og var vegurinn lokaður í einn og hálfan tíma og það var sko ekki skemmtilegt að bíða og vita ekkert hvort þetta hafi orðið banaslys eða ekki, það voru allavega fyrstu fréttir sem við fengum þarna.  Það voru um 100 bílar fyrir framan mig og meira fyrir aftan mig og annað eins af bílum sem voru að fara norður. En eftir fréttum af mbl.is þá var þetta ekki alvarlegt sem betur fer.

En ég verð nú bara að segja að það er ekki mikið þó það verði banaslys og alvarlega bílslys eins og landinn keyrir. Ég var bara að keyra á mínum 95 -99 alla leið og menn voru nú ekki að sætta sig við það og brunuðu fram úr mér á ofsahraða - jafnvel í kröppum beygjum þar sem óbrotin lína var, á einum stað fóru 2 bílar fram úr mér og ég hélt ég myndi fá hjartaáfall mér brá svo, átti ekki von á þessu.  Menn voru heldur ekkert að hika við að skjótast fram úr mér á hundrað og eitthvað kílómetra hraða, bílar og jeppar með fellihýsin og hjólhýsin - bara halló, af hverju geta ekki bara allir keyrt á 95-99 ? Það yrðu allavega færri slys ef fólk hagaði sér eins og fólk á þjóðveginum... eða það er mín skoðun.

Að lokum eitt til Ásdísar bloggvinkonu minnar: Nei Ásdís mín, ég kynntist engum áhugaverðum þarna á Reykjalundi, ekki núna og ekki heldur í hin tvö skiptin sem ég hef verið þarna - en kynntist hins vega alveg haug af skemmtilegu fólki Smile Og nokkur símanúmer fuku þarna á milli okkar og vonandi að við getum haldið sambandi - það erallavega stefnan.

Jæja, ætla að fara að skríða í koju, ætla aftur á Dalvík á morgun, hitta Sigrúnu frænku og familý og svo ætla Dísa og Leibbi að koma líka - keyri svo heim annað kvöld. Vildi samt að Halldór hefði komist norður og verið með okkur en þeir voru að spila seinni partinn í dag og því voru allir sem hann hefði hugsanlega getað fengið far með, farnir. En B.T.W Þeir í Fjarðabyggð/Leikni/Huginn 3 fl.kk unnu loksins sinn fyrsta sigur í Íslandsmótinu og var nú mikil hamingja með það og Halldór fékk að spila. Hann var reyndar með allan leikinn en ég er ekki alveg ánægð með það, nýkomin úr broti en ég ræð nú víst engu þarna, en það hefði nú mátt taka hann út af og gefa einhverjum af varamönnunum færi að spila líka ... En allavega, 3 stig í hús og það er gaman að það hafðist loks............

Góða nóttttttttttttttttttttttttttt og ég skrifa meira þegar ég er komin heim

 


Er á leiðinni heim... :)

Nú er verið að útskrifa kjélluna, er í útskriftarviðtölum hægri vinstri hérna á ,,Hælinu" og vá, er með 9,5-10 í öllu hérna Smile Sú gamla búin að standa sig svo ógó vel Wizard

Ætla að keyra á Akureyri í dag og taka smá af Fiskideginum á Dalvík á morgun og svo heim í heiðardalinn annað kvöld og ég er bara orðin mjög spennt að komast heim og takast á við lífið þar - miklu hressari heldur en fyrir 7 vikum

Jæja, er farin í síðasta viðtalið - ssssssseeeeeeeeeeeeeeeeee yaaaaaaaaaa


Fullt af bulli:)

Já já, er ennþá hérna á ,,Hælinu". Búin að vera í 6 vikur núna og á eina eftir. Ætla samt heim í helgarfrí í dag, hef ekkert komið austur í heilar 6 vikur og það er nú bara svolítið mikið. En þar sem Halldór hefur verið að koma suður, þá hef ég ekkert haft að gera heim... en ætla austur um helgina því stórvinkona mín Erla Óla er að fara að giftast sínum ektamann á morgun laugardag og þar ætla ég að mæta.

Síðasta helgi var alveg stórkostleg, eða réttara væri að segja helgin og 2 dagar þar á undan, því 3 fl. kk. Fjarðabyggð var hérna fyrir sunnan á ReyCup og Halldór með, og var ég alla helgina með strákana ásamt Lilju frá Nsk. Við sváfum 2 nætur með þeim, fórum á ball á Broadway, grill í fjölskyldu-og húsdýragarðinum, í bíó, og margt annað var gert. Þetta var alveg frábært og ég á eftir að lifa á þessu lengi - alveg yndislega skemmtilegir strákar, ekki nema 21 stk takk:) En þeir voru flottir og haft var á orði að þetta lið væri mjög hresst og skemmtilegt og það er ekki leiðinlegt.

Endurhæfingin hér á Reykjalundi gengur bara alveg glimrandi vel, maður er allur að koma til og verð ég held ég bara í góðum málum þegar ég fer heim eftir viku... og þá er bara að halda öllu við. En það sem munar núna og síðast þegar ég kom héðan fyrir 5 árum er að nú er sundlaug opin heima alllt árið og líkamsræktarstöð opin líka (eða vona það allavega).

Jæja, ætla að taka aðeins á því hérna áður en maður stekkur upp í vél austur

 bæjó og eigið góða helgi, hvar sem þið nú verðið þessa helgina, ég ætla allavega að taka eitthvað af Neistafluginu...og eitt ball svona í leiðinni líka:)


EinkaSonurinn viðbeinsbrotinn:/

Já, það er alltaf eitthvað, en sl. fimmtudag hringdi pabbi í mig og tilkynnti mér að Halldór hefði dottið af hjólinu á leið í vinnu og viðbeinsbrotanð, og nokkrar skrámur og sár um allan líkama. Maður fór nú í nett sjokk og ég bara hálf dofnaði við þessar fréttir - það á ekki af blessuðum stráknum mínum að ganga. Tognaði illa og var frá í 4-5 vikur í jan-feb, gat æft í mars og spilað í nokkrar mínútur í apríl í leik og fór þá í náranum og hefur verið það, nema hann spilaði c.a. 60 mín í leik um síðustu helgi og mikil var nú gleðin á heimilinu að vera loksins komin aftur af stað - en sú sæla stóð í 5 daga alveg. Hann átti að spila hérna fyrir sunnan með liðinu sínu, á föst.kvöld og á sunnudag en hann gerir það að sjálfsögðu ekki og ekkert næstu vikurnar. Hann kom hins vegar með strákunum suður, því hann verður hjá pabba sínum næsta hálfan mánuðinn því pabbi minn og Inga eru að fara burtu og það þarf hreinlega að hugsa um hann eins og ungabarn, þannig að pabbi hans tekur hann. Við fórum samt að sjálfsögðu að horfa á strákana keppa á föst.kvöld, hann hitti þá svo í dag og fór út að borða með þeim og kíkti svo með þeim á tónleikana í Laugardalnum. Ég fór nú reyndar líka en bara sorry, mér bara fellur engan vegin við þessa tónlist, svo ég rölti bara þarna um og náði svo bara í bílinn, því ég lagði lá við upp í Breiðholti og færi mig svo nær. Við ætlum svo að fara í Njarðvík á morgun að horfa á strákana í flokknum hans spila og svo ætlar hann/við að borða með strákunum áður en þeir fara austur annað kvöld. Gott að hann hefur þó getað eytt smá tíma með þeim hérna.

Hann er búin að vera hrikalega kvalin og er bara dópaður vel upp, það þýðir víst ekkert annað. Hann getur ekkert notað vinstri hendina þannig að ég þarf að aðstoða við allt, nema ég skeini ekki Sick. Hann er náttúrulega drullusvekktur að mega ekkert spila í eitthvað 5-7 vikur eða jafnvel meir, það verður bara að koma í ljós hvernig þetta grær. Fótboltamótið ReyCup, sem er búið að vera að stefna að í næstum heilt ár, er því kannski flogið út í veður og vind hjá honum en það eru 4 vikur í það, svo sennilgast getur hann ekki verið með þar, en ég var nú búin að kaupa flugið, þannig að hann getur þá komið suður og bara verið liðstjóri, vatnsbrúsapassari eða eitthvað, maður finnur eitthvað djobb handa honum ef hann getur ekki spilað...  EN, eitt erum við bæði voðalega sátt með, og það er það að hausinn og bakið slapp og hann er á lífi og fyrir það er ég sko þakklát, eitt hel.... bein grær og þó ekki verði hægt að spila fótbolta í eitthverjar vikur, þá það...

 Af Reykjalundinum er svona la la að frétta, alltaf erfiðar fyrstu vikurnar og þessi fyrsta var engin undantekning. Þurfti að skipta um herbergi núna á föstudaginn því ladyin sem ég var með í herbergi (c.a.75 ára) hraut svo gífurlega mikið að ég svaf ekkert fyrstu 2 næturnar og var því látin sofa í öðru herbergi næstu 2 nætur á eftir en er núna flutt alveg frá þeirri gömlu. Eitt sinn var ég sofnuð fyrir 11 um kvöldið, kemur sú gamla ekki inn um hálf 12 og vakti mig með því að reka göngugrindina sína hressilega utan í allt og kórónaði svo allt um miðnætti með því að vera að stilla vekjarann sinn og var svona að prufa hringingarnar í leiðinni - á báðum gemsunum, þannig að mín var að sjálfsögu bara kát með það, or not... Angry

Svo er hel... tölvuvandamál, ég kom með fartölvuna mína suður því það á að vera hægt að tengjast þráðlausu neti þarna, nema hvað, allar tölvur aðrar en mín tengist við þetta net... og margir búnir að reyna - svo ég fæ að stelast í tölvu hjá iðjuþjálfurum og kíkja á póstinn minn, meira geri ég ekki í tölvumálum þarna. En ætla að reyna að fá einhvern tölvusérfræðing eða eitthvað á næstu dögum til að reyna að hjálpa mér með þetta drasl.......

Núna eru komnir 6 dagar í reykleysi og get nú ekki sagt að það gangi glimrandi, þó ég sé hætt, langar svo ógó oft í sígó og var stutt í að ég færi í næstu sjoppu og keypti mér pakka þegar Halldór brotnaði, því ég var sjálf alveg að brotna saman eftir þessar fréttir, en sem betur fer freistaðist ég ekki. Svo er búin að vera brjálæðisleg löngun í dag/kvöld og sérstaklega á tónleikunum, það eitthvað vantaði svo að reykja, en sem betur fer stóðst ég þá freistingu og ég segi nú bara, er á meðan er - og bara vona innilega að þetta takist hjá mér núna.

En best að fara að hátta einkasoninn og koma honum í koju, alveg búin á því núna gaurinn minn.

kv. Badda


Brottför í fyrró...

Já, þá er komið að því, maður er að leggja í hann suður og inn á Hælið (Reykjalund) á mán.morgun.

Búnir að vera frekar erfiðir dagar hingað til, hef kviðið alveg rosalega mikið fyrir að fara, átti eftir að gera svo hrikalega margt, allveg nóg að gera í fjárölfunni, halda utan um það allt og svo líka í knattspyrnuráðinu, en það hafðist að lokum að pakka í kvöld og ég ætla að leggja í hann á morgun um 8.

Er nú ekki að fara að nenna að keyra þetta allt ein, alla leið á einum degi, hef nú eiginlega enga heilsu í það, en maður lætur sig hafa það. Ákvað að taka leik á Norðfirði í dag, þar sem einkasonurinn var að keppa sinn fyrsta leik síðan í apríl, búin að vera frá allan þennan tíma vegna nárameiðsla, en vonandi fer þetta nú að koma, hann var allavega inná fram í miðjan seinni hálfleik og stóð sig bara nokkuð vel drengurinn, nánast ekkert æft síðan í apríl og fór svo á fyrstu æfingu s.l mánudag, þannig að hann var bara sáttur að fá loksins að spila.

Ég var nú alveg taugahrúga þegar ég var að horfa, því ég var svo hrædd um að hel... nárinn myndi klikka eina ferðina enn, og svo þegar hann bað um skiptingu í seinni hálfleik, fékk ég þokkalegan hnút - en hann er búin að jafna sig núna, gerði slatta af teygjuæfingum og svoleiðis.

Búin að koma honum fyrir hjá afa og leggja þeim báðum lífsreglurnar Wink og ætlar hann bara að sofa hjá afa í nótt,  nennir ekkert að vera að vakna kl. 7 á sunn.morgni...

Jæja, best að láta þetta gott heita og fara að koma sér í koju, svo maður vakni nú á skikkanlegum tíma...

Já, alveg rétt, litla frænka mín var skírð í dag og fékk hún það fallega nafn Victoría Líf, fallegt nafn á fallegri stelpu Smile Til hamingju meðþað  lilta skvísan mín og Sigrún og Danni líka, maður kíkir nú aðeins á þau þegar maður verður komin í bæinn, fá sér afganga Tounge og reykja svo nóg, hætti sem sagt á mánudag og er ég bara sátt við það.

Ætla svona að blogga aðeins um lífið á Hælinu og hvað maður gerir að sér fyrir sunnan, skrepp nú á nokkra fótboltaleiki, það er nú nokkuð ljóst, hjá mfl KFF og 3 fl.kk Fjarðabyggð/Leiknir/Huginn ( lið einkasonarins) þeir koma allir suður og maður eltir þá nú. Svo skellir maður sér á Skagann á einn IA leik og svo á leik með Fram, verð nú að kíkja á Dóra, hvernig hann stendur sig þar kallinn. og já, einhverja leiki hjá Val, en þar eru litlu frændur mínir, Daniel og Gabríel að spila í 7 flokk og það eru sko skemmtilegustu leikirnirWizard svo ég mæti pottþétt að kíkja á þá...

En jæja, er farin í kojs

sæjú nara......................

 


Sumarfríiiiiiiiiiiiii

Best að taka sér bara sumarfrí...hversu langt það verður, kemur nú bara í ljós..........Sideways

Blessuð sé minning Moggans !!!

Mogginn sker niður á Austurlandi

Steinunn Ásmundsdóttir hefur að mínu viti staðið sig vel sem blaðamaður á Austurlandi en nú ætlar Morgunblaðið að skera niður. Austurland er ekki nógu merkilegt lengur til þess að hafa þar blaðamann. Þá er það bara RÚV sem er með starfandi blaðamenn/fréttamenn á Austurlandi. Stöð 2 var áður með starfsmenn hér en þeirra hausar þurftu að fjúka og nú fer Mogginn sömu leið. Synd og skömm!

MBL logo     Kross

 

Eftirfarandi tilkynningu fékk ég í tölvupósti í dag:

Vegna breytinga á rekstrarumhverfi og vegna skipulagsbreytinga hjá fyrirtækjum Árvakurs hf., er félagið að fækka störfum og breyta áherslum.

 

Nýr ritstjóri Morgunblaðsins, Ólafur Stephensen, hefur tilkynnt að ritstjórnarskrifstofu Morgunblaðsins á Austurlandi verði lokað 1. júní.

Jafnframt mun sérstök Austurlandssíða í Morgunblaðinu leggjast af.

Framvegis tekur því ritstjórn í Reykjavík við efni til birtingar.

 Ég legg til að við mótmælum þessu. Ég skora á góða og gilda Sjálfstæðismenn að láta ekki þessa niðurlægingu yfir okkur ganga.

Ferlega fyndið:)

Var að koma heima af sjómannadagsballinu - bláedrú  Grin og það hefur nú bara aldrei gerst á minni ævi, hef aldrei farið á sjómanndagsböllin edrú en í þetta skiptið var ég búin að ákveða af fara ekki á ballið, batteríin alveg á very low núna og því ákvað ég að sleppa balli og reyna að hafa heilsu í sunnudaginn, en þá verður við í 3 fl. kk Austra með enn eina fjárölfunina - og í þetta sinn helíumblöðrur og party/tívolí nammi til sölu. Vertinn í Valhöll bauð okkur þetta og auðvitað segir maður ekki nei við þvi.

Nema hvað, ég var svo beðin um að vinna á ballinu, frá 00 - 04 og ákvað ég að skella mér bara á það, þó batteríin væru komin á very slow low þá veitir manni ekki af smá money. Var í miðasölunni og seldi fólki miða á ballið og þvílíkt margir á ballinu.

Hætti svo í vinnunni rétt fyrir fjögur og rölti þá tvo hringi um salinn og vá, það er bara fyndið að vera svona edrú einu sinni og sjá alla hina á eyrunum, svona svipað og þegar ég dett í það Whistling Gaman að þessu.

En dagskráin hérna á Eskifirði var alveg æðisleg í dag og ég man ekki eftir svona flottri dagskrá á laugardegi áður - að vísu var eitt ferlega skrítið, það var bara eitt skip sem fór í siglinguna, því hitt skipið sem fyrirtækið á er í slipp, en Grétar Kapteinn á Jóni Kjartans munaði nú ekki að bruna tvær klukkutíma ferðir með mannskapinn. Að vísu var hérna Varðskip sem fór báðar siglingarnar líka en það var ekkert rosalega margt fólk þar - því þeir buðu ekki upp á gos og nammi Sideways eins og hefur alltaf tíðkast í skipunum okkar hérna - þannig að flestir fóru með Jóni Kjartans og fengu sér kok og prins Tounge

Svo voru nokkrir smábátar héðan, eins og alltaf, tveir björgunarbátar sem þeystust um allt og svo voru þrír gaurar á Jet Sky (eða hvað það nú heitir)

Sem sagt flott og skemmtileg sigling.

Á morgun verður heilmargt um að vera, og á þetta allt að vera úti. Leikskóla-og eldriborgara kórarnir syngja, unglingahljómsveit og ótalmörg önnur skemmtiatrið, bæði á sviðinu og svo á sparkvellinum, og m.a. fílafótbolt - hef aldrei séð svoleiðis og ætla sko ekki að missa af því.

Þannig að, þessi sjómannadagshelgi hefur frábær, vel skipulögð að þeim sem sjá um þetta, ótal margir sem koma svo að þessu líka - allir að hljálpast að við að gera þessa helgi flotta. Við í knattspyrnuráðinu vorum einmitt með diskó fyrir krakkana, fyrir og eftir kvöldmat og tókst það mjög vel.

En vá, engin smá færsla orðin hjá mér W00t ætlaði nú bara að segja ykkur hvað það er fyndið að vera edrú svona einu sinni á stórdansleik okkar eskfirðinga...

En, farin í kojs, og ætla að reyna að sofna, verða að vera mætt í söluna hjá 3 fl. kk. AUSTRA kl. eitt á morgun, svo það er eins gott að reyna að fara að hvíla sig.

Þeir sem stóðu að þessari helgi fá sko þúsund prik frá mér Wizard

 

 


Jeminn eini :)

Nú get ég bara horft endalaust á uppáhaldið mitt, bara replay á þetta og bingó ... gæti horft endalaust og hlustað á þessa... http://www.tonlist.is/Video/ViewVideos.aspx?AuthorID=2700&p=0

sálinLangar á ball eða tónleika með þeim - hef ekki komist á ball með þeim síðan ég bara veit ekki hvenær, þegar þeir eru  á Austurlandinu, þá er ég á suður-eða norðurlandinu og öfugt og ég er nokkuð viss á að þeir spili hérna fyrir austan þegar ég verð fyrir sunnan í sumar á ,,hælinu" (Reykjalundi)

EN KANNSKI, BARA KANNSKI, spila þeir eitthvað á suðurlandinu meðan ég verð fyrir sunnan Wizard


Kleinur, nammi, svuntur, skeinó....

eldhúspappir, kaffi og fleira og fleira....

Já já, alltaf nóg að gera í boltanum Tounge Erum að undirbúa fjáraflanir fyrir 3 fl.kk Fjarðabyggð og hefur verið í nógu að snúast.

Nokkrir foreldrar bökuðum kleinur s.l helgi og átti nú bara að selja þær á leikjum hér í sumar en við erum nú eiginlega búin að selja allt - áður en nokkur leikur hefur verið spilaður á vellinum, en við bökum þá bara meira - flottur hópur sem mætir þegar maður kallar Smile

Fullt af nammi var pakkað í gærkvöldi, í sölupakkningar og verður svo byrjað að selja á miðvikudag og ætlum við að selja hérna á Esk og Nsk, nema Austra svunturnar verða ekki seldar á Nsk, held það vilji engin kaupa þær þar Wink Þeir vilja bara Þróttara svuntur...

Ekki ætlum við heldur að selja skeinóinn á Nsk því blakdeild Þróttar selur svoleiðis á Nsk og maður er ekkert að riðjast yfir á svið annarra - erum svo ótrúlega kurteis hérna

Já og ekki má gleyma fótboltamaraþoninu, eða hálfu maraþoni, en strákarnir í 3 fl. Fjarðabyggð ætla að halda maraþon og spila fótbolta í 12 tíma 8 júní n.k. Og þeir munu ganga í hús og halda áfram að betla Tounge biðja fólk að heita á sig... þetta verður bara stuð og allir, gestir og gangandi mega taka þátt í að spila við þá og meira að segja sú gamla ætlar að standa vörð í markinu - ekki alveg í 12 tíma, kannski svona nokkrar mínútur - ef ekki verður búið að skjóta mig niður Errm en common, allir að vera með og ekki ætla ég að koma mér undan því....

Við í Austra, knattspyrnuráði,  munum einnig sjá um diskó hérna á föstudag, fyrir og eftir kvöldmat, fyrir yngri grísina fyrir kvöldmat og þau eldri eftir kvöldmat - og þarf að snúast aðeins í kringum það - koma upp ljósum, græjum og eitthvað fleira stúss, en bara gaman af því...

Sjómannadagurinn bara um næstu helgi og svoleiðis bara allt brjálað, hellings flott dagskrá, alveg frá föstudegi til sunnudags - sjaldan séð svona flotta og langa dagskrá og vonandi getur maður tekið þátt í eitthverju - er eitthvað að detta í pest held ég, búin að vera mjög slöpp í gær og vaknaði kl. 5 í morgun geltandi eins riðuveik rolla og get ekki sofið Angry Illt í hausnum, hálsinum, mallanum og bara alls staðar. Svo verður guttinn minn að spila á Nsk á laugardag kl. 4 og að sjálfsögðu ætla ég að mæta, svo framarlega sem ég verð ekki fárveik og flöt heima - fyrsti leikurinn þeirra á þessu Íslandsmóti og verður það gaman.

Jæja, ætla að fara að skrifa fundagerð - var líka á fundi í gær með stjórnum knattspyrnuráðanna hér í Fjarðabyggð og þarf að punkta eitthvað niður...

Og já, önnur einkunn datt inn í gær , 8.5 takk þar í Inngangi að samfélagsgreinum Wizard gleði gleði. Á þá bara eftir að fá eina einkunn.

 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband