Færsluflokkur: Bloggar

Geðveikt :)

Var að fá fystu einkunina mína á þessari vorönn og þar lá ein 9 takk Wizard

og Júróvision var flott - var í Júró-partý í kvöld og svo aftur á laugardagskvöld Wizard

 


Mikil vonbrigði með meistaradeildina - VALA! :(

Ég held nú ekki með Chelsea en svo ALLS EKKI með Man. Utd. og er því hundfúl með úrslitin í Meistaradeildinni í gær - og þetta er sérstaklega ritað hérna fyrir hana Völu bekkjarsystur mína - en ætla nú að brjóta odd af oflæti mínu og óska henni til hamingju - en Man.Utd og KR - sorry, never ever... Sick  Ninja  Sideways  Angry

Ég er nú ekkert að kafna...

...yfir gengi meistaraflokks Fjarðabyggðar,kk. Errm

Búnir að spila 2 leiki en einungis komin með 2 stig - sem mér finnst nú bara alls ekki nógu gott sko Angry. Tveir leikir sem hafa báðir farið 2-2 (vona nú innilega að svona endi ekki allir leikir í sumar - þá endum við nú ekki í 4 sæti eins og Fótbolti.net spáði

Fór á Nsk í dag á fyrsta heimaleikinn og mikil var gleðin þegar ,,við" vorum komin 2-0 yfir en svo bara jöfnuðu nýliðar Hauka og seinna markið kom á síðustu mínútunni...djö...var ég nú ekki kát, frekar er allir aðrir sem þarna voru mættir, sko fyrir utan Haukamenn Pinch

Er í fílu.................Shocking 

 


Djö... er maður stundum skrítinn:)

Núna rétt áðan var verið að sýna myndir í TV þegar Hermann Hreiðars varð fyrstur íslendinga til að vinna ensku bikarkeppnina með liði sínu Porthmouth og nema hvað, ef ég hefði  átt íslenska fánann þá hefði ég hlaupið eins og geðsjúklingur um allt með fánann Wizard. Meira hvað þjóðarstoltið ætlar stundum að fara með mann Tounge Bara frábært hjá kallinum.

Svo var ég nú búin að ákveða að í kvöld yrði próflokahátíð hjá minni - og ætlaði ég að hrynja í það með vinkonu minni en hún veiktist, þannig að ein nenni ég nú ekki að halda hátíð - svo það verður þá bara að bíða betri tíma Crying Langar samt hel... að gera eitthvað að mér, þ.e. detta í það og fagna en já, svona er þetta bara... koma sennilegast tímar og ráð eða hvað það nú er


Minningarsíða um Frank hennar Klöru frænku

Þeir sem þetta lesa og þekkja (þekktu) Klöru frænku, þá er hérna meðfylgjandi slóð af minningarsíðu Franks hennar, útfarastofan útbjó smá myndbrot um hann og þetta rúllaði þar í einhvern tíma fyrir og eftir útför hjá honum, sem fór fram í gær.

http://www.mem.com/movie/MovingMemories.asp?ID=2443282


Skrítið þetta líf...

Það er eitt sem við erum alveg pottþétt með í þessu lífi og það er að við deyjum.

Það kemur víst alltaf að því. Nú vill svo til, að á síðustu vikum hefur verið mikið um dauðsföll - fjórir eskfirðingar á mjög stuttum tíma, c.a 4 vikum eða svo. Ég er búin að fara í 2 jarðafarir á s.l 3 vikum, og það eru fleiri jarðafarir en ég hef farið í á mörgum árum.

S.l. laugardag fór ég í jarðaförina hans Alla, á sunnudeginum á eftir (11 mai) dó gamall en mér mjög kærkomin frændi, hann Gunnsi frændi á Hól og nú s.l. 13 ár hefur hann verið kallaður Gunnsi afi í fiskinum og kemur sú nafnbót frá syninum. En Gunnsi afi í fiskinum og pabbi, þeir unnu saman í frystihúsinu og vildi Halldór helst alltaf vera þar, annað hvort að heimsækja afa eða þá Gunnsa afa. (Gunnsi afi var bróðir Ara afa) 

Í gær fór ég og kvaddi hann Gunnsa afa, fékk að fara í líkhúsið og kveðja hann, því hann verður jarðaður fyrir sunnan hjá Helgu konu sinni.

Ég var í svolítinn tíma að jafna mig eftir þetta - fannst erfitt en samt gott að fá að kveðja þennan gamla vin minn og frænda.

Nema hvað, áfram hélt þetta og ég komst loksins inn í skólabækurnar aftur, en hugurinn var ekki alveg að meðtaka þessi dauðsföll s.l. daga, búin að kveðja 2 gamla góða vini mína á aðeins 2 dögum og þar áður gamla góða vinkonu, hana Önnu á Mel.

Loksins lét nú þrjóskan undan og ég fór að meðtaka eitthvað af því sem ég átti að vera að læra, en nei, þá kom símtal frá Júllu systir og sagði hún mér að Frank, maður hennar Klöru frænku í USA væri dáinn - og þá fyrst lét allt undan - ég bara var ekki alveg að fatta þetta - fjögur mannslíf - fjórar manneskjur sem mér þótti vænt um og voru tengd mér á einn eða annan hátt, voru farin.

Auðvita er þetta gangur lífsins - það veit ég nú vel, en það er samt svo skrítið að svona margir nánir manni fari í einu.

Frank, maðurinn hennar Klöru verður jarðsunginn eða ég veit eiginlega ekki hvað þetta heitir úti, en allavega fer athöfnin fram á útfaraheimili og svo verður hann brendur og herinn mun svo dreifa ösku hann út á sjó, en hann er fyrrverandi kafbáta,,sjóari".

Var að tala við Klöru núna rétt í þessu og það er svo erfitt að vera svona langt í burtu og geta ekkert gert, nema að sjálfsögðu að senda henni góða og fallega strauma yfir hafið - lítið meir get ég víst ekki gert.

En já, svona er þetta víst  þetta líf - það heldur áfram hvað sem tautar og raular og eina sem hægt er að gera er að halda áfram - það er víst ekkert annað í boði.

Vona bara að Klara frænka mín standi þetta - erfitt að vera svona langt frá öllu sínu fólki - en hún á nú samt 2 stráka úti, tengdadóttir og einn sonarson. Svo kom Lína frænka til hennar í dag frá Kananda, svo vonandi standa þau öll þétt saman.

Mínar innilegustu samúðarkveðjur og fullt af fallegum englum til ykkar allra

Blessuð sé minning þeirra Franks og Gunnsa afa

 


Komin í sumar frí:)

lifði sem sagt prófið af ... takk öll sem ,,hræktuð" á ,,mig"LoL og er því komin í sumarfrí Wizard

Annars er það að frétta að maður er komin í vist, já há, á gamals aldri er búið að ráða mig í vist, að vísu bara í 2 daga, en samt. Er að passa yndislegan mola - Pálma Eydísar og Stjánason - má ekki vera að meiru núna - barnið ,,kallar"Wink

 


Er Alveg að verða BÚIN Á ÞVÍ...

...en þetta reddast, prófið á morgun , jjjjjiiiiiiiiiiiiiiihaaaaaaaaaaa og þá er maður komin í sumarfrí...

allir sem lesa fyrir 12 á hádegi á morgun (þriðjudag) vinsamlegast hrækjir vel á tölvuna (sem sagt á mig Tounge) Það er minn siður - að hrækja á eftir þeim sem eru að fara í próf - s.s. gangi þér vel LoL já já, veit það vel, er pínu skrítin en samt................................


Var að eignast litla/stóra yndislega frænku :)

LillaSigrún frænka og Danni og að sjálfsöðgu stóri bróðir, Tristan Snær, fengu litla (stóra) prinsessu 6 mai sl.

Ég er alveg að missa mig hérna, langar svo suður að skoða prinsessuna að ég er alveg að farast Crying

Einkasonurinn er að fara í æskulýðsbúðir um næstu helgi og ég fór að skoða flug til RVK helgina 16-18 mai, ætlaði að nota tækifærið á meða guttinn væri að heiman og fara og skoða prinsessuna, en nei, gat fengið flug fyrir 19.000 kr, svo, ég fer ekkkkkkkert Frown Ætlaði að ná í flug fram og til baka á 8.000 en það var ekki í boði, svo já, fer þ.a.l ekkert

En maður lætur sér þá nægja að skoða myndirnar 1000 sinnum á dag og vona bara að mannskapurinn láti sjá sig fljótlega Grin

Já, er sem sagt komin til byggða eftir 6 daga í útlegð, í próflestri. Það var alveg frábært að vera útí í sveit að læra. Ég skrifaði niður á hverju degi hvað ég hefði lært mikið á hverjum degi og meðaltalið er 12.9 klst á dag, takk. Lesið, glósað, lesið og glósað meira. Gekk bara vel en á ennþá eftir að lesa slatta en hef alveg tíma fram á þriðjud.morgun að klára það.

Elsku Sigrun, Danni og Tristan Snær, innilega til hamingju með fallegu prinsessuna ykkur InLove


Er farin í sumarbústaðinn...

og ætla að vera þar í viku og lesa undir próf. Ætla að vera þar ein með skruddurnar og ætla ekki að svara neinum símtölum nema kannski frá einkasyninum og pabba, en sonurinn verður hjá honum. Eða jú, kannski maður svari nú símanum - en ferðin er ætluð til að ég hafi góðan frið fyrir lestur.

Ætla reyndar að fara í Þekkingarnet Austurlands, en þar geta háskólanemar haft aðstöðu til lesturs og komist í tölvur og ég get nú ekki alveg verið tölvulaus í viku - þannig að maður verður kannski þar í einn/tvo daga - því ég verð að vera með orðabók.is þegar ég les ensku textana, og þá þarf maður tölvutengingu

Svona verður næsta vika hjá mér - lestur, lestur og meir lestur

Crying

Farin í sveitinaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaa


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband