Færsluflokkur: Bloggar

Nikka frænka 21 árs í dag:)

Til hamingju með daginn elsku Nikka mín WizardPicture 048

Fann hérna eina mynd af gellunni þar sem hún er í betri fötunum, sem er oftast ekki, yfirleitt í einhverjum illa lyktandi hestafötum Tounge nú eða þá myndir af henni á hestbaki, en svona í tilefni dagsins, þá eru menn settir í betri fötin hérna...

Hafðu það gott á Hólum elskan og gangi þér ógó vel í prófunum InLove


Yndilsegur maður hefur nú kvatt okkur...

Já, nú er hann Alli Jóns dáinn og það er skrítið, mjög svo skrítið að nú sé hann farinn. Þetta var alveg yndislegur maður og eigum við eskfirðingar honum margt margt að þakka...  sem sennilega verður aldrei fullþakkað.

alli

 

Blessuð sé minning þín kæri Alli...þú gafst okkur Halldóri svo margt sem við munum muna alla tíð...allar sögurnar sem þú sagðir Halldóri...ljóðið sem þú reyndir í 2 ár að kenna mér og ég kann það ekki ennþá, sama hvað þú reyndir en boðskapur þess er mér samt enn í fersku minni... já svo margt sem ég gæti talið hérna upp en læt þetta duga...

Bless Alli okkar


Dagur vináttu í Grunnskóla Eskifjarðar

í dag var dagur vináttu í Grunnskóla Eskifjarðar og kíkti ég aðeins út í skóla og var alveg æðislegt að sjá hvað krakkarnir voru að gera. Margt var gert og mikil vinna lá að baki því sem krakkarnir voru að gera. Þetta er hluti af Olweusar áætlun sem skólinn er að innleiða hjá sér, en það er eineltis prógramm sem byrjað var með í haust og verður unnið áfram með.

Nokkrir krakkar héldu úti bloggi og er linkurinn inn á það hér: http://dagurvinattu.blog.is/blog/dagurvinattu/

Viðtöl, myndir og fleira skemmtilegt.

Sonurinn var mjög ánægður með þennan dag og þeir krakkar sem ég hitti í skólanum, þannig, fleiri svona daga takk Smile

Nú er svo verið að setja í lokagírinn í skólanum, verkefnaskil á tveimur verkefnum nú á næstu dögum og svo próf í mai. Ég er reyndar alveg lost, er búin að vera að lesa 70 bls. á ensku í félagsfræði og ég skil ekki rassgat það sem ég er að lesa, eða jú, skil þetta en á svo erfitt með að ,,transleita" þetta í kollinum á mér, og það er víst út af lesblindunni sem þetta gengur svona illa, en maður les þetta allt bara aftur og aftur þangað til maður fær einhver botn í þetta, þýðir ekkert að gefast upp, þó að maður sé nú frekar daufur stundum að skilja þetta ekki, en, já, svona er þetta bara, ég kaus að fara í háskólanám með tilheyrandi ensku, þannig að það þýðir ekkert væl, heldur bara að bíta á stálið og halda áfram Wink

Alltaf nóg að gera í boltanum, fjáraflanir framundan og bara haugur að gera þar, en bara gaman að því Tounge Reyndar ætla ég að setja á smá hold svona næstu 2 -3 vikurnar, og svo verður allt sett á fullt eftir 13 mai, og þá verður gaman Grin

farin í kojs..........................


Fór með leikjaskólann á Mjóeyri í dag

og það var æðislegt. Ákvað í gærkvöldi að fara með börnin ,,mín" sem eru á leikjanámskeiðinu hjá mér út á Mjóeyri og eiga saman góðan dag. Hringdi í alla foreldra í gærkvöldi og bað um að börnin mættu í gúmmístigvélum og með góða skapið.

Við byrjuðum á að vaða út í sjó og henda steinum í sjóinn, svo löbbuðum við að vitanum og ég leyfði þeim að kíkja inn í hann sem þeim fannst nú alveg frábært þangað til þau föttuðu að enginn kóngur bjó í þessum kastala Grin en vitinn er í laginu eins og lítill kastali. Svo var ég með poka og allir söfnuðu skeljum og steinum og allavega dóti úr fjörunni, fjör hjá foreldrunum að þvo þetta allt og koma þessu fyrir, en það var ætlunin hjá flestum börnunum. Svo fórum við í sjóferð, að vísu á þurru landi, EN, við fórum víða. Fyrsta óskin var að sigla til útlanda, næsta ósk að sigla til New York og að sjálfsögðu fórum við þangað Tounge Svo var bara haldið áfram að vaða í smá tíma í viðbót þangað til allir fóru RENNANDI BLAUTIR heim, en flestir afrekuðu það að vaða það langt úti sjó að þeir urðu blautir í fæturna, og meira að segja einkasonurinn líka.

Ætla að setja link inn á myndaalbúmið hjá Austra, en þar eru nokkrar myndir sem ég tók í dag. http://www.austri.is/ 

Alveg yndislegur dagur hjá okkur og gaman að breyta aðeins til...100_2926

100_2934

100_2936


Hér er bara mannskaðaveður:)...

...en þá er ég ekki að meina brjálað veður heldur svo hrikalega gott veður og búið að vera í viku. Sól, logn og 10-12 stiga hiti. Ekkert merkilegt kannski við það....EN það er alveg hrikalegt að sitja inni og læraGetLost

Maður hefur dregið fyrir alla glugga og lætur eins og úti sé brjálað veður, snjókoma, skafrenningur, slydda,100 stiga frost og allt það. Að vísu er alveg haugur af snjó úti ennþá. Fór aðeins í Austfirsku alpana um helgina, 3 tíma hvorn daginn, svo beint í sundlaugina. Er svo búin að mæta í sund (heita pottinn) þessa vikuna og maður er bara að verða eins og svertingiGrin 

ThumbImage120

 

 Morgunstemmning 1. júlí 2007

Nákvæmlega svona er veðrið búið að vera, eins og er á myndunum, nema fjöllin eru ennþá hvít...

 


Er alveg að leggjast í bæðið :(

er búin að vera að drepast í bakinu, byrjaði að versna í gær og svo versnaði það bara í dag og núna er ég lögst Crying en má bara ekkert vera að því...þarf með einkasoninn í Héraðið á morgun til tannsa og fund seinni partinn hjá KSÍ, svo, ég hef engan tíma í að liggja í hel...bælinu Pinch

Var annars með smá partý í dag, þó ekki heima hjá mér heldur í Austra húsinu okkar hér. Íslenska Gámafélagið var að borga íþróttafélögunum í Fjarðabyggð út þann pening sem þau unnu fyrir með sölu á Grænu tunnunni s.l. haust. Ég bauð þeim að hafa þetta hér á Esk, svo maður þurfti að ,,baka" (Sparkaup) kleinur, kanilsnúða og svo fékk mannskapurinn að drekka með þessu. Strákarnir okkar hérna í 3 fl. kk Austra seldu áskriftina hérna í haust og fengu því peningaupphæð í dag sem fer í ReyCup ´sjóðinn þeirra.

En jæja, best að taka eina sterka svo maður geti sofið fyrir hel... verkjum. Er nú að verða svolítið pirruð á hve stutt er orðið á milli þess að ég leggst óvíg i koju út af þessu hel... baki...Sideways

Æj, má nú ekki bölva svona mikið...það er ljóttCool

 

100_2888

Einkasonurinn á afmælisdaginn, 15 ára gaurinn Wizard Fullt af kökum og afmælisblys á eina kökuna, verður að hafa þetta alvöru þó menn séu orðnir pínu fullorðnir Tounge


Bara verð að deila þessum myndum hérna:)

jammms, var að setja þessar myndir inn á síðuna hjá Austra, en myndirnar eru af strákunum í 3 fl.kk. Austra á kökubasarnum um daginn, og já, ákvað að setja þær inn á bloggið mitt líka. Þær eru í albúminu. Það er óhætt að segja að þeir hafi verið duglegir sölumenn, þeir auglýstu VEL ásamt því að hlaupa í fyrirtæki og bjóða kökur til sölu Tounge Ótrúlega duglegir og gaman að vera þarna með þeim.

Af mér er það að frétta að maður er eiginlega enn í páksafríi Blush og þó, var í eina viku um daginn í vettvangsnámi í skólanum hérna og var það ferlega gaman. Svo er bara nóg að gera í boltanum, fundur hér og fundur þar, senda haug af e-mailum og slatti af símtölum og allt vegna boltans, en það er bara gaman af því, væri ekki í þessu öllu nema mér finnst þetta svo gaman.

Búin að fá nóg af súrefni í kroppinn í dag, búin að heimsækja þrjú íþróttamannvirki í dag, íþróttahúsið í morgun með leikjaskólann, Oddskarð í dag á skíðum í bongóblíðu og svo Sundlaug Eskifjarðar og lát þar í bleyti í heita pottinum í dágóðan tíma eftir skíðin

Afmæli no 2 í kvöld, nokkrir bekkjarfélagar að koma í tertur, dvd, snakk og gos - og mamma spurð hvort hún ætli ekki að skreppa eitthvað aðeins út í kvöld Grin og jú, maður skreppur eitthvað og fær sér kaffi en fylgist nú samt með hérna heima - ekkert eftirlitslaust partý hjá mér takk. Tek það fram að einkasonurinn vildi tertur - já takk...Wizard

2 myndir af kökubasarnum - hinar í albúminu

100_2883

100_2884


Einkasonurinn 15 ára í dag

Guð...mér finnst ég nýbúin að eiga hann, bara ferlega stutt síðan, EN það eru víst komin 15 ár...vá hvað tíminn er fljótur að líða...hann fer bara alveg að ná mér þessi elskaGrin 

En lillinn minn 15 ára, herre gud...fer að fara að heima bráðum í skóla og alles...og ein ég sit og saumaTounge Nei nei, hann fer ekkert langt að heima, ekki svona til að byrja með. Er að vona að nýji skólameistarinn í VA Nsk setji sem fyrst upp íþróttabrautina sem hún ætlar að koma á laggirnar... og þá getur maður haft guttann heima...annars er það Akureyri eftir 2 ár.

En já, lillinn minn var í gærkvöldi að taka próf í unglingadómaranámskeiði sem KSÍ hélt og svo í framhaldi af því fór hann á annað námskeið, héraðsdómaranámskeið sem KSÍ var líka með, svo hann og aðrir 6 strákar úr Austra ESk, eru orðnir dómarar og geta dæmt leiki hjá yngri flokkum og verið aðstoðardómarar hjá þeim eldri... flott hjá þeim Smile

Ætla að fara að setja á tertur núna í morgunsárið, bakaði slatta í gær en var orðin svo þreytt í gærkvöldi að ég ákvað að setja bara á þær í morgunsárið...þarf samt aðeins að bíða eftir að klukkan verið kannski 7 áður en ég set hrærivélina í gang Wink Familían og einhverjir sem hann bauð koma í kaffi í kvöld...svo, partýtimeWizard

 

 

dóribarci

Fótboltastrákurinn minn

doritristan

Einkasonurinn og uppáhaldsfrændinn

Til hamingju elsku Halldór minnInLoveWizard


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband