Færsluflokkur: Bloggar
Já, fékk í hús 1 apríl s.l. greiðsluseðil frá TR sem segir að ég hækki um heilar 4.000 kr. á mánuði frá 1 apríl (og þetta var og er ekki aprílgabb)
Var búin að heyra í fréttum að eldri borgarar og öryrkjar væru að mótmæla þessum brjálæðislegu hækkunum en þá kom Jóga (minn tími mun koma) og segir allt bull og vitleysa sem þessir einstaklingar væru að ,,bulla um í TV. Hún Jóga sagði m.a. í fréttinni að þeir sem fengju strípaðar örorkubætur, þ.e. fengju engar lífeyrissjóðsgreiðslur, fengju 25.000 kr. auka á mánuði, en ég er ein af þeim sem fæ ekki krónu í lífeyrissj. greiðslum og var því voða kát þegar Jóka sagði þetta. En hvað svo, jú, ég fékk seðilinn sem sagt 1 apríl en fékk ég einhverja hækkun, fyrir utan 4.000 kr. ??? Ó nei, og fæ engar. Fór til fulltrúa TR hér í dag og nei, þetta eru frítekjumörk fyrir þá sem fá greiðslur úr lífeyrissjóðum
Jóga kom með þessar ,,frábæru" fréttir þegar ellilífeyrisþegar og öryrkjar vildu fá 18.000kr. hækkun á mánuði eins og lægst launaða fólkið í landinu fékk en hún Jóga sagði sko að við fengjum klikkaða hækkun 1 apríl......je right
Annað, 67 ára og eldri mega núna, frá 1 apríl, vinna fyrir 100.000 þús á mán áður en greiðslurnar breytast í 90.000 kr. hjá þeim öryrkjum SEM GETA unnið úti, en það er nú langt frá því að öryrkjar geta unnið út, sumir geta unnið smávegis, aðrir ekkert
Ég var svo hissa þegar ég skoðaði þennan miða að ég eiginlega átti ekki orð. Allt þetta blaður í fólkinu sem ræður í þessu landi að við séum að fá gríðarlega hækkun, öryrkjar....já, hummmmmmm, hvað get ég gert fyrir 4.000 kr. á mán....jú örugglega alveg heilmikið....
Æ, er svo fúl og pirruð út í þetta hel.....pakk. Jú, alveg rétt, öryrkjar fengu heilmikla kjarabót - tegjutenging maka var afnumin - og til lukku allir þeir sem þá leiðréttingu fengu en það eru bara ekki allir með maka, sumir eru einstæðir, eins og ég og fleiri og 4.000 kr. takk. Að vísu var þessi tekjutenging við maka þvílík hel....vitleysa að annað eins hefur maður nú eiginlega ekki heyrt, en jú, allt er til á Íslandi... svo mikið er víst.
Það væri eitthvað sagt ef t.d. Jóga fengi bara 100.000 þús á mánuði því maki hennar er með svo háar tekjur... fáránlegt já, og tekjutengingin hjá öryrkjum líka...en sem betur fer er það liðin tíð, í bili að minnsta kosti.
SSSSSSseeeeeeeeeeeeyyyyyyyyyyyyyyyyyyyyyyouuuuuuuuuuuuuuu, er farin erlendis, ætla að njóta lífsins þar fyrir hækkunina.............kem heim þegar ég er búin með 4.000 kallinn............
Hvað, ætli ég komist til Akureyrar fyrir þennan pening??? Kannski en skyldi ég þá eiga fyrir flugi út???
Bloggar | 4.4.2008 | 19:54 (breytt kl. 22:17) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
Sat í Valhöll í kvöld, með einkasyninum og fleirum og horfði á Liverpool menn ná jafntefli við Arsenal, á útivelli (sko Liverpool) Mikil gleði var hjá Liverpoolmönnum en ekki eins mikil gleði hjá Arsenal fan þarna, þeir voru reyndar svo fáir greyin, að það heyrðist ekki í þessum ,,ræflum"
Liverpool í vænlegri stöðu fyrir leikinn eftir viku og bíð ég spennt eftir honum...
HAMINGJA Á HEIMILINU - ÁFRAM LIVERPOOL
Arsenal og Liverpool skildu jöfn, 1:1 | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | 2.4.2008 | 21:24 (breytt kl. 23:14) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
nóg að gera, svona stundum, stundum er letin af kaffæra mig, er eiginlega ennþá í páskafríi Er í vettvangsnámi núna í Grunnskóla Eskifjarðar, búin að vera 3 daga, 2 eftir, bara fínt.
Stórfrétt frá Esk, af því ég get ekki sett neinar fréttir inn á austra.is (vegna uppfærslu hjá þeim) Við hér á Esk, reyndar í Fjarðabyggð og ég held á Austurlandinu líka, vorum að eignast okkar fyrsta Íslandsmeistara á skíðum, en hún Silja Hrönn Sigga Freys og Höllu Sissa varð Íslandsmeistari s.l. sunnudag á Ísafirði í samhliðasvigi en áður var hún búin að krækja sér í 3 silfur, stelpan, þetta gat hún Búin að hringja nokkur símtöl, því þetta átti að sjálfsögðu að fara á síðuna okkar í Austra og vera að spyrjast fyrir hvort áður hefði ratað Íslandsmeistari á Austurlandið en eins og þeir segja, ,,eins og elstu menn muna" þá er hún sennilega fyrst til að koma þessum tilti á Austurlandið fallega.Til hamingju með þetta Silja mín
Jæja, ætla að halda áfram að gera ekki neitt, eða kannski að læra, á eftir að ákveða mig...
Jú, eitt að lokum....ÁFRAM LIVERPOOL (bara fyrir Grétar)
Bloggar | 31.3.2008 | 19:50 (breytt kl. 19:53) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
En svona er bara boltinn, eitt hel...mark og þá erum við dottinn út úr riðlinum Fúlt...en,svona er þetta bara
Áfram Fjarðabyggð meistaraflokkur upp í 7 flokk, ferlega flottir krakkar sem við eigum í yngri liðunum, 3-7 flokk og hlakkar mig til sumarsins þega þau byrja að spila...
Keflavík áfram í deildabikarnum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | 29.3.2008 | 00:11 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Bloggar | 25.3.2008 | 19:20 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
Ætla nú ekki að segja meir en það...búið að vera geðveikt og frábært í Oddsskarðinu...mæli með því við alla að koma í Oddskarðið...fyrir þá sem búa fyrir utan Fjarðabyggð og hafa ekki prófað Alpana okkar ennþá
http://nemendur.khi.is/bjahallg/myndir.htm Nokkrar myndir úr Oddskarði...hvað gerist það betra...??? Ekkert
Heimasíðan í Austfirsku Ölpunum http://www.oddsskard.is/
Mynd tekin ofan af toppi á efstu lyftunni. Séð ofan í Reyðarfjörð og Eskifjörð og Hólmatindurinn gnæfir flottur yfir Eskifirði
Hérna sést helmingurinn af skíðasvæðinu í Oddskarði...fékk þessa mynd ,,lánaða" hjá Stebba P vini mínum
Bara að sýna hvað þú tekur flottar myndir Stebbi...Bloggar | 23.3.2008 | 21:08 (breytt kl. 23:15) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
Já já, það hafðist í dag að komast heim, þó seint væri. Var mætt á völlinn kl. 10:30 í morgun en fór svo ekki í loftið fyrr en að verða 16:00. Alltaf athugun eftir hálftíma til klukkutíma svo maður sat bara slakur á vellinum, las öll blöð sem ég komst yfir en endaði svo bara á því að læra, svo það er ekki eftir
Lenti svo um fimmleytið á Egilsstöðum, hljóp í Bónus og verslaði smá, því hér á bæ var allt tómt, tók svo bensín í Orkunni og brunaði svo heim, því heima biðu mín 2 fermingaveislur og ekki ætlaði ég nú að missa af þeim mætti bara klukkutíma of seint í báðar, en það hafðist það sem ég hafði ætlað mér...nefnilega að éta á mig gat. Núna 4 tímum seinna er ég enn svo södd að ég hugsa ég þurfi ekkert að borða fyrr en á páskadag, enda ein heima og nenni ekkert að vera að elda.
Á morgun er það Oddsskarð og skíði, annað kvöld ball með ,,Á móti Sól" , laugardagur smá þynnka og svo Oddskarð á laugardagskvöld en þá verður opið til 23:00 og tírólatónlist, bara stuð á því. Sunnudagur svo áætlaður líka í Oddsskarði...lögheimili mitt verður sem sagt í Oddsskarði og Valhöll þessa páskana
Leiðinlegt samt að flottasta dagskráin, sem átti að vera í kvöld, skírdag, féll niður en þá áttu þeir í ,,Á móti Sól" að spila uppi í Skarði og svaðalegt brettakvöld var einnig fyrirhugað, þó svo að sú gamla hefði nú ekki ætlað á bretti, þá geta svona öldungar rent sér á skíðum svona með, annars er það nú að verða svo ,,old" að vera á skíðum að maður fer að fjárfesta sér í bretti, með stuðningsköntum og stöngum á allar hliðar
En læt þetta gott heita, farin í koju, svo maður komist á fætur í fyrró á skíði....
Gleðilega páska allir...................
Bloggar | 21.3.2008 | 00:23 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Já, þá er maður mættur í borg óttans og mættur í skólann. Dagurinn var langur í skulen í dag, var mætt kl. 8 í skólann og var til að verða 5 í dag.
Var gjörsamlega dauð þegar ég kom heim og sofnaði yfir fréttunum í kvöld.
Dagurinn á morgun verður ekki langur, bara tveir tímar eftir hádegi þannig að maður sefur bara út á morgun
Neyðist nú samt til að fara í Kringluna á morgun, þarf að finna eina fermingagjöf og ætla bara að drífa mig strax og inn í Kringluna er komið í eina búð, því ég veit hvar þetta fæst, og drífa mig svo út aftur, nenni ómöglega að vera of lengi þarna. Ætla svo aðeins að kíkja í IKEA á miðvikudagsmorgun, því ég byrja ekki fyrr en eftir hádegi þann daginn. Verð mætt á snerillinn kl. 11 þegar opnar og þá eru engir, maður kann orðið á þetta
Fékk einkun í dag fyrir verkefni í félagsfræði og ég fékk sjokk, hef ekki fengið svona lága einkunn síðan ég fékk 5 í dönsku í fyrsta áfanga fyrir 15 árum eða svo, en ég get huggað mig við það að ég náði og það er víst bara gott að ná...segja allir...
Sonurinn flaug á Vestfirðina í dag og verður þar um páskana, þannig að maður verður einn í fyrsta sinn á ævinni um þessa páska, ég veit ekki alveg hvernig það verður, að sjálfsögðu tómlegt en samt skrítið að hafa hann ekki heima á hátíðisdögum, því hann hefur bara aldrei á ævinni verið annars staðar en hjá mér á hátíðum, en alltaf er eitthvað nýtt, svo maður verður bara að hugsa þannig...
Ég er nú svona rétt að vona að ég komist heim á fimmtudag, en spáin er ekki glæsileg En hugga mig við það að ef ég kemst ekki, þá kemst heldur ekki hljómsveitin Á móti Sól, sem á að spila í Oddskarði á Skírdagskvöld og svo í Valhöll á Föstudaginn langa... en guð, ég vona ég komist heim á réttum tíma, nenni ekki að eyða fleiri dögum hérna en ég nauðsynlega þarf...
Nú ætla ég að leggjast á bæn og biðja Guð að koma mér heim á fimmtudag
Jæja, er hætt að bulla, CSI er að byrja, farinnnnnnnnnnnnnnnnnnnn
Bloggar | 17.3.2008 | 21:51 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Já já, alveg nóg að gera hjá manni þessa dagana.
Í gær átti maður birthday og mættu nokkrir að fengu köku, vöfflur og osta og með því. Ég hef það nú aldrei fyrir sið að bjóða í afmælin mín, ekki svona ómerkileg en maður á samt allt eitthvað smá ef vinir og ættingjar rekast inn, og nokkrir rákust inn í gær. Annars er ég svo happý með eina afmælis gjöf sem ég fékk, en ég fékk litla stelpu, lítinn og sætan eskfirðing í afmælisgjöf og það fannst mér nú aldeilis frábært - Elsku Mekkín og barnsfaðir - innilega til lukku með prinsessuna og takk fyrir að gefa mér svona flotta gjöf
Svo í hádeginu í dag þá var ég með strákana í 3 fl.kk. á kökubasar en strákarnir 9 mættu með 18 stertur og gúmmilaði og seldist þetta allt upp hjá þeim. Þeir voru reyndar svo ferlega duglegir að selja, þeir bjuggu til nokkur spjöld, stór, KÖKUR TIL SÖLU og stóðu með þetta fyrir utan Kauffffélagið. það var nú reyndar skrifað á magan á einum, kökur, og stóð hann úti í norðangarranum og auglýsti Svo var hlaupið í fyrirtæki þarna í kring og boðnar tertur til sölu og það komu nokkrir og keyptu. Þannig að við seldum 18 tertur á klukkutíma - og geri aðrir betur Hef sjaldan haft svona öfluga sölumenn með mér áður og ef haldin verður kökubasar í framtíðinni - þá fær maður þessar elskur til að selja. En þeim gengur sem sagt vel að safna á ReyCup og svo er ein fjáröflun eftir, en þá ætla strákarnir að halda fótboltamaraþon - þeir á móti úrvali Eskifjarðar en þá verða allir gamlir sem´nýjir fótboltamenn og konur fengnir til að spila við þá í 12 tíma, sem sagt hálft maraþon Þeim finnst þetta frábær hugmynd og verður hún því framkvæmd í vor/sumar.
Í fyrramálið er það svo leikjanámskeiðið, svo heim að halda áfram að undirbúa sig fyrir suðurferð og skólann, er að verða búin að gera allt sem þarf áður en lagt er í hann. Á eftir að fínpússa eitthverkefni á morgun og þá allt readdy. Tók t.d. eitt heimapróf í dag og gekk bara vel að ég held.
Já, má ekki gleyma einu í gær, en ég fór á vorskemmtun hjá Grunnskólanum, þar sem allir bekkir voru með atriði og fannst mér þetta alveg fínasta skemmtun. Dans, leikrit, ljóðalestur og fleira. Mjög fín skemmtun og alltaf gaman að mæta á þær.
Svo annað kvöld er loksins djamm (en án alkahólks) en maður getur nú farið út á djamm án þess að þurfa að sötra það. Annað kvöld er styrktarkvöld KFF (Knattspyrnufélag Fjarðabyggðar mf.) haldið á Norðfirði og þangað ætlum við úr stjórn Austra að mæta, ja, allir nema einn því hann er að þvælast á Akureyri á fótboltamóti. En við hinar gellurnar í knattspyrnuráði Austra mætum þarna galvösk. Það verður ferlega flottur matur á boðstólnum, Logi Bergmann og Helgi Seljan (Reyðfirðing) verða þarna ásamt Valtý Birni (eskfirðing) og verður örugglega gaman. Svo verður uppboð á treyjum og fleiru. Þetta verður örugglega æðislega skemmtilegt, hef farið undanfarin ár, en þá hefur bakkus verið með en af því ég er að fara suður kl. 2 á sunnudag, í skólann, þá ætla ég að láta alkóhól vera að þessu sinni.
Maður fær sér einn eða tvö, eða fleiri um páskana, er að hugsa um að skella ´mér í Valhöll á dansiball með ,,Á móti Sól" og svo eitthvað fleira skemmtilegt.
En já, sem sagt búið að vera nóg að gera og verður áfram og það er bara fínt, manni leiðist þá ekkert á meðan. Jú, ekki má nú gleyma því að það er leikur í Höllinni á morgun, KFF vs Keflavík. Það verður spennandi leikur þar sem einn af okkar bestu mönnum,´Jón Gunnar Eysteinsson er komin yfir til Keflavíkur og verður hann nú örugglega látin finna til tevatnsins
En jæja, best að hætta í bullinu og fara að koma sér í koju... nótt, nótt...
Bloggar | 15.3.2008 | 00:52 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Já já, ekkert smá sem ég fæ flotta afmælisgjöf á morgun - eða litla gullmolann minn hann Tristan Snæ. Hann og mammzan hans ætla að koma austur á morgun - koma í snemmbúið páskafrí og velja flottasta dag ársins til að koma.
Hann er að vísu bara nýfarin suður þessi elska en við vorum bæði svo veik síðustu 2 dagana hans hérna að við bara sátum eiginlega allan daginn og horfðum á teiknimyndir - nenntum lítið annað að gera - enda bullandi flensa í gangi hjá okkur báðum.
Er búin að vera að baka og baka í dag - en ekki fyrir ammmmælið - nei nei, engin veisla svona þegar maður er bara 32 (hóst hóst )Baksturinn í dag var út af kökubasar sem við foreldrar strákann í 3 fl. kk. Fjarðabyggð ætlum að halda, en þeir eru að safna sér pening því þeir ætla á stórt alþjóðlegt fótboltamót í RVK í sumar (ReyCup) Ég ætla að vera með strákunum að selja á föstudaginn og það verður nú örugglega bara stuð - vona þeir verði ferlega duglegir að verðleggja bara nógu hátt Þetta er önnur fjáröflunin sem við erum með fyrir og með þeim, en við seljum grænu tunnuna hérna í hús í vetur og svo held ég að þeir stefni á að halda fótboltamaraþon í vor - það verður gaman
Annars var nú ekki þægilegast í heimi að brjóta tíu egg og ná eggjahvítunni sér úr þegar maður hefur bara eina og hálfa hendi til að notast við - en já, er sem sagt ennþá að drepast í hendinni eftir doksann í gær - spurning hvernig það fer...
En best að fara að sofa 31 ára og vakna 32 ára á morgun (Hóst - hóst - hóst, meira hvað þetta kvef ætlar seint úr mér )
Bloggar | 12.3.2008 | 22:59 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)