Færsluflokkur: Bloggar

Vá, meira djammið alltaf á manni...

hehehe, nei, sko ekki venjulegt djamm, það væri nú betur að það væri almennilegt djamm á manni en djammið sem ég lentí í dag var sko ekki gottCrying

Ég skar mig í hendina um daginn, braut vatnsglas og var að þurrka upp og var svo að skola skúringatuskuna og í algjörum asnaskap, fór ég að vinda tuskuna og skar mig, á vondum stað. Á milli þumalfingurs og vísifingurs, þarna á milli sko. Nema hvað, svo bara blæðir og blæðir og ég bara skellti plástri á þetta.

Svo fer þetta að gróa en ég finn alltaf fyrir einhverju þarna, svo einni og hálfri viku seinna ákvað ég að heiðra doksann hérna með nærveru minni og biðja hann að tékka hvort eitthvað væri þarna.

Jú jú, mér fylgt inn í herbergi, doksinn sækir skæri og töng (ógó beitta) og fer bara að pota, klippa smá og gramsa í sárinu - og ég ódeyfðSick Hélt ég myndi láta lífið en hann hélt þessu áfram í 5 mín og þá var nú að líða yfir mig og þá ákvað doksinn loksins að deyfa - húrra - svona rétt áður en leið yfir mig. Nema hvað, hann gramsar og gramsar í hendinni og sagðist nú hafa séð glerbrotið - en var bara ekki viss hvort hann hefði náð því - skellti bara plástri á stærðarinnar gat í hendinni á mér og bað mig að láta vita ef ég hefði tilfinningu fyrir að glerbrotið væri enn þarna - halló - ég finn svo til í holunni/gatinu sem hann bjó til ( á stærð við eldgýg ) að ég get með engu móti sagt hvort það gæti verið glerbrot þarna eða bara verkur í sárinu - og já, var líka beðin að fylgjast með sárinu - það gæti farið að grafa í því - já, það var nefnilega það.

Var nefnilega svona að komast á fætur og var farin að huga að smá þrifum á heimilinu, þurrka aðeins af og skúra - en það get ég nú ekki, því ég get ekki undið tuskur - og eiginlega ekki haldið á neinu  með vinstri hendinni - svo rykið verður þá bara að hlífa húsgögnunum aðeins lengur - og gólfinu líka...Devil

Það er því að verða 2 vikur síðan ég lagðist fyrst í rúmið - óvirk vegna bakverkja - og fékk svo flensu - og nú þetta en er ekki sagt - allt er þegar þrennt er -og því hlýtur þetta að vera komið í biliShocking

 


Til hamingju með daginn Ásta sys:)

Já já, tíminn líður og í dag á Ásta sys 45 ára afmæliWizard Engin smá afmælisveisla sem hún fékk stelpan...eða stærðarinnar partý í Egilshöllinni. En sennilega var Landsbankinn nú ekki bara að slá upp veislu í tilefni að þvi að Ásta er 45 heldur var þetta frekar svona árshátíð...sú gamla er því sem sagt að heiman...og fær því ENGAN pakka frá mér...Devil Þeir sem geta ekki verið heima hjá sér á afmælisdaginn sinn og gefið mér kökur, fá sko ekkert frá mér... or not, kannski gaukar maður eitthvað að þeirri gömlu þegar hún kemur heim. Ari bróðir verður einmitt fimmtugur í sumar og ekki ætlar hann heldur að vera heima,...ég veit ekki hvað er að þessu liði, fara að heiman þegar það á að halda stór partýGetLost'

Annars merkilegt hvað þetta lið systkini mín eru orðin gömul LoL 45, 48 og 50 og ég svona ung, að verða 32 eftir nokkra daga Grin (hóst hóst)...já, það er svona að vera litla systir og lannnnnnnnnnnnggggg yngstCool

En elsku Ásta mín, innilega til lukku með daginn og hafðu það gott með familíunni í Rvk...Wizard

 

Gömlu systkinin mín, ásamt mér og pabba:)

Hérna er gömlu systkinin mín, ásamt mér unglambinu og pabba síunga


Ennþá lasin...:(

Er ennþá með hel...flensuskít, orðin þokkaleg í bakinu enda ekki annað hægt, nánast búin að liggja í viku...en eitthvað ætlar hel.... flensuskíturinn að hanga í mér.

Var reyndar með leikjanámskeiðið í morgun, maður mætir að sjálfsögðu þó smá flensa sé að stríða manni, en svo fór maður bara heim í koju aftur...reyndar fyrst að keyra Halldóri í Oddskarðið...fór nærri að grenja þegar ég var þarna uppi, langaði svo ógó mikið á skíði en það er víst ekki í boði þegar maður er með hita og tilheyrandi. Sofnaði í dag en er svo búin að vera að hlusta á fyrirlestra í bælinu...

Jæja, best að halda áfram að gera ekki neitt...eins og heimili mitt ber glöggt vitni um Crying en einhvers staðar segir að rykið hlífi húsgögnunum og ég er einmitt mikið fyrir að hlífa öllu gömlu Devil


Húsfundur...

Já, í dag fórum við þrjár héðan úr Dalbarðinu á Nsk saman á húsfund, sem forstöðumaður félagsþjónustunnar boðaði til og áttu nú allir íbúar eldri en 16 ára að mæta og reyna að slíðra sverðin...en þeir sem þurftu nú eiginlega að mæta...þau mættu að sjálfsögðu ekki. Ætluðu að mæta ef þau kæmust...en sennilega hafa þau ekki ratað yfir Skarð á Nsk. Fólkið var allavega farið á sínum bíl þegar við þrjár fórum, en ekkert bólaði á þeim á Nsk. Þegar við komum svo heim, var fólkið komið heim...eitthvað villst eða eitthvað

Áttum samt góðan fund með forstöðumanni félagsþjónustunnar í Fjarðabyggð og vonandi að það fari að komast niðurstaða í þetta bull hérna...það er ekki hægt að búa við svona ástand eins og er hérna...þannig að nú bara krossleggur maður fingur (alla) og vonar að ástandið fari að skána, hvaða leið sem verður farin...

Er öll að skríða saman, bakið orðið skárra og flensan á undanhaldi, þannig að vonandi verður maður orðin hress þegar ég fer suður 16 mars í skólann...

Góða nótt...InLove


Og enn liggur maður...

...og nú hefur flensan bæst við - þannig - já, oft hefur mér nú liðið betur Crying

Lenti í ,,smá rökræðum" við nágranna í dag...alltaf gaman að því - og mér vinsamlega bent á að hugsa Tounge Svo var ég klöguð til félagsmálayfirvalda fyrir að ,,ráðast á" þessa nágranna mína, fyrst hann og svo hana... það er ekkert annað...ég spurði reyndar þegar konan hringdi og lét mig vita að hún hefði klagað mig, hvort hún hefði líka klagað til barnaverndanefndar - sem þessir nágrannar hafa gert en ekki reyndar mig - en hún (nágranninn) sagði að það þyrfti nú ekki að klaga mig þangað - takk kæri nágranni fyrir það...Whistling En ég verð greinilega að fara að HUGSA, hvað sumum er leyfilegt hér í þessu húsi... Ég var einmitt mjög líkleg til að ,,ráðast" á konuna í dag, get varla staðið í lappirnar vegna bakverkja og svo vegna flensunnar...en svona er þetta bara Devil

En sem sagt alltaf eitthvað stuð í ,,Írak" þar sem allir elska alla, konur og kallar...


Barnapíustörf - íþróttaskóli - og ligg í bælinu

 

Litli gullmolinn, Tristan Snær, kom austur s.l þriðjudagskvöld með Halldóri frænda sínum. Voða spennó hjá þeim frændum að fara saman í flugvél. Ég hef svo verið að passa svona aðeins á meðan amma og afi eru í vinnu og höfum við farið tvisvar sinnum í heimsókn á gamla leikskólann hans, Dalborg. Við fórum einmitt á söngstund s.l föstudag og var voða gaman. Hann er að vísu pínu feiminn ennþá við gömlu leikfélagana og kennaranna en allt að koma. Svo seinna um morgunin fékk ég svo hrikalegt skot í bakið að ég gat eiginlega ekki labbað svo við fórum bara til Langa og ömmu og vorum þar þangað til Nikka kom og náði í molann.

 100_2829 Við Tristan í söngstund í Dalborg

 Komst nú á fætur í morgun og fórum við Halldór út í íþróttahús, því leikjanámskeiðið var í morgun. Stefanía mætti að sjálfsögðu líka og voru þau ferlega dugleg, unglingarnir, þvi ég gat nú mest lítið gert, eða þannig. Myndin hér að neðan er einmitt tekinn í morgun þegar Halldór og Stefanía voru að kenna krökkunum dans, hey Magarena...eða hvað það nú heitir... set þessa mynd inn sérstaklega fyrir StefaníuDevil Hún var einmitt svo æst í að ég tæki myndir af henni...or notTounge Fór svo bara aftur í koju þegar ég kom heim og er þar ennþá, en er öll að skána, bryð einmitt verkjatöflur eins og smarties en þetta kemur allt. Ég held reyndar að þetta hafi nú bara komið því ég ætlaði á skíði í dag, en það verður víst einhver frestun á skíðaferðum en vonandi kemst maður um páskana.

 

100_2845Halldór og Stefanía flott í dansinumDevil

 

 

 

 

 

 

 


Er svo stolt af henni Nikku frænku minni núna...

að ég er alveg að springa úr montniInLove Núna rétt í þessu var verið að kjósa hana knapa ársins hjá Freyfaxa, hestamannafélaginu á Egilsstöðum sem hún keppir fyrir (Ásta sys var að senda mér sms). Núna í þessum töluðu er uppskeruhátíð á Egilsstöðum en það er haldið í kjölfarið á Ístölti Austurlands 2008. Nikku gekk alveg rosalega vel á mótinu í dag, vann ungmennaflokkinn og varð í 5 sæti í B-flokki sem er alveg frábær frammistaða, því það voru um 28 keppendur og 8 komust í úrslit og var Nikka í 5 sæti þegar hún fór inn í úrslitin. Svo í úrstitunum varð hún fimmta og skákaði mörgum gamalreyndum knöpunum. Hún var reyndar eina stelpan sem komst í 8 manna úrslit og langyngst (ekki nema 20 ára stelpan) Smile

 Nikka_Snoppa_Ak

Nikka og Snoppa

Sú gamla skellti sér á Eiða eftir leikjanámskeiðið í morgun (sem var b.t.w. alveg æðislegt) á Ístöltið. Það var nú svona frekar kalt en mig langaði svo að sjá þessa duglegu frænku að maður skellti sér bara í skíðagallan, 2 flíspeysur og 1 ullarvesti, þykka sokka, vettlinga og húfu. Það var rosalega gaman þarna uppfrá. Fullt af fólki og ég fékk Týru ( tíkina hennar Ástu sys og Rúnar mása) lánaða og við röltum þarna um allt, alveg frábært bara og svo toppaði þessi duglega frænka mín þetta með frábærri frammistöðu. Mest er ég stolt af þessari elsku því hún hefur gengið í gegnum erfitt tímabil núna síðasta hálfan mánuðinn og hún virðist sem betur fer standa keik eftir þessa erfiðleika.

Já, leikjanámskeiðið var alveg frábært, allir ferlega ánægðir, fljöbreytileikinn í fyrirrúmi hjá okkur, tæki, leikir, boltar og bara allt sem hægt er að bjóða upp á í íþróttahúsinu. Ég var allavega vel sveitt og þreytt eftir klukkutíma á leikjanámskeiðinu en alveg frábært engu að síður.

Var svo að horfa á Söngvakeppnina hjá pabba og Ingu, við skemmtum okkur vel, vorum hrifin af mörgum lögum og ég er alveg sátt við lagið sem vann, en mér fannt mörg önnur lög rosalega falleg og skemmtileg. Ég hélt reyndar að hey hey, hó hó (eða hvað það nú heitir) myndi vinna en vonaði samt að Eurobandið myndi sigra. Ég skil reyndar engan vegin hvernig gúmmíhanska, kjúklingalagið komst í 3 sætið, bara skil það ekki. Það var eina lagið sem ég stóð upp frá því mér fannst það asnalegt og leiðinlegt, en er allavega feginn að þeir unnu ekki.

Einkasonurinn er í borg óttans að heimsækja pabba sinn og co og svo að hitta vini sína. Ég heyrði aðeins í honum í dag og það er margt á dagskrá hjá honum þessa daga. Hann kemur ekki heim fyrr en á þriðjudagskvöld en það er vetrarfrí hérna í skólanum á mán-og þriðjudag. Annarlok 2 var á föstudaginn og gekk guttanum rosalega vel og hæðsta einkunin var 9.5. Ég missti reyndar nærri andlitið og hann líka þegar við sáum einkunnarspjaldið því þessa einkunn fékk hann í DÖNSKUDevil Halló...við erum engan vegin að átta okkur á þessu, en allavega, hann fékk mjög fínar einkunnir og þá eru allir sáttirWizard 

Er að hlusta á fyrirlestur, ef kalla mætti fyrirlestur, þetta er tekið upp í bekkjartíma og þá er kennarinn og nemendur í staðnáminu að spjalla voða mikið, maður hlustar með öðru (það er alveg nóg) og bloggar eða skoðar á netinu svona meðCool

Jæja, læt þetta duga...og til hamingju elsku Nikka mín...


Ekkert hús en kannski hundakofi...

Já já, nú er maður búin að vera að skoða í kring um sig, íbúðir og lítil hús að kaupa, búin að skoða 2 íbúðir og 3 lítil og sæt hús. Mér leist nú svona ágætlega á eitthvað af þessu og eftir mínum útreikningum, þá átti ég alveg að ráða við að kaupa mér en eftir að vera búin að fara í gegnum greiðslumat hjá Íbúðalánasjóði,  þá er niðurstaðan sú að ég gæti keypt mér hundakofa, svona 10 fermetra eða svo. Er að hugsa um að kaupa bara einn svoleiðis, það komast 2 rúm, klósett og kannski lítill vaskur og eldhúshella. Allavega miðað við greiðslumatið sem ég fór í gegnum, þá er það ekki mikið meir en hundakofi. Gæti kannski fengið að setja kofann á sólpallinn hjá pabba og Ingu, þá væri maður nú með flotta verönd, nú eða kannski í garðinn hjá Ástu sys, ´hann hýsir alveg 10-20 fm2 kofa

En samt skrítið með að fylla svona út á netinu, það er bara gefnar upp staðlaðar tölur og maður notar þær... og allt í lagi með það, nema að ég get t.d. hvergi sett inn það sem ég er að borga í leigu og svoleiðis núna og mínusa það þá frá áætlunnini, ekkert svoleiðis í boði.

Ég reyndar fyllti allt mjög samviskusamlega út í gær, taldi til allar krónur sem mögulega var að finna, smá aukalán í banka og sendi. Nokkrum klukkutímum eftir að ég sendi fæ ég svar,,þú hefur staðist lánshæfi,"  og vá, það var mikil hamingja á heimilinu, í smá stund eða eins og yfir eina nótt eða svo. Sem betur fer bað ég einn ágætan mann hér í bæ fara yfir þetta allt fyrir mig, og viti menn, ég stóðst engan vegin greiðslumat, eða jú, það kom fram þarna aftast að ég gæti keypt fyrir x upphæð...og samkv. mínum útreikningi gæti það verið 10-20 fm2 hundakofi /kofi. Þannig að, hér verð ég um aldur og ævi, svo það er spurning hvenær ég verð send í svona stórt hús, yfirleitt hvít og fæ svona hvíta treyju sem er hægt að binda hendurnar fyrir aftan bakCrying

Ekki er um aðrar íbúðir til leigu á Eskifirði í félagslega kerfinu og það er ekki alveg fyrir hvítan mann (alls ekki kynþáttafordómar, segi nú bara svona) að leigja á því verði sem sett er á almennan markað hér... þannig, er reyndar mjög niðurdreginn núna, eiginlega bara ofsalega og í nærri fyrsta skipti á ævinni finn ég fyrir miklum vanmætti að vera öryrki og geta enga björg mér veitt, bara upp á félagskerfið og leigu áfram, spennandi eða hitt þó heldur. En það þýðir víst ekki að hugsa svona, ég verð bara að reyna eins og ég get að jafna mig á þessum vanmætti og halda áfram...það hafa svo sem dunið yfir mig áður ýmis áföll og nokkur mikið verri og ég hef alltaf staðið keik eftir það, þannig, nú fer maður bara að reyna að komast á réttu brautina aftur...

Get allt, veit allt (ekki samt alveg allt) geri allt miklu betra en fúll á móti (sumt allavega)


Mikið svakalega vildi ég að...

launin mín myndu hækka þetta á næstu árum, segi nú ekki annað. Ég er ekki að meina að þeir sem fái þessar hækkanir eigi það ekki skilið, langt í frá...og mætti sko alveg vera meira. En það sem ég meina er að laun öryrkja og ellilífeyrisþega er sko aldeilis ekki að hækka um þetta....Frown og það finnst mér ferlega leiðinlegt.

Hjá mér hækkar ekkert 1 apríl,  því ég á ekki maka og því hafa bætur mínar ekki skert út af því en samt, mér finnt þessi örorku,,laun" alveg skammarleg og er ríkinu til skammar... í velferðarþjóðfélaginu...je hell


mbl.is Taxtar hækka um 18.000 krónur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband