Færsluflokkur: Bloggar

Frábær laugardagur

Á laugardagsmorgun þá var ég leiðbeinandi í leikjanámskeiði hjá Austra, í íþróttahúsinu og það var alveg ferlega gaman, langt síðan ég hef leikið mér svona mikið í 2 klukkutíma í einu, og í allavega leikjum. Í allavega tækjum, nokkrir leikir voru  og fótbolti, alveg frábært bara, með unga á aldrinum 3-6 áraSmile Sonurinn og stelpa úr 10 bekk voru með mér og voru þau ferlega dugleg líka í allavega leikjum, og í öllu sem við gerðum þarna. Það var reyndar svo gaman hjá litlu ormunum að það þurfti að bera 2 litla 4 ára gaura út, þeir ríghéldu sér í eitt markið og ætluðu sko ekki heim Grin Yndislegir bara.

Svo á laugardagskvöldinu var ég með um 30 unglinga úr félagsmiðstöðinni, en ég var að leysa frænku mína af, þannig að ég og önnur stelpa hér í bæ tókum að okkur að fara með krakkana yfir á Nsk á söngvakeppni SamAusT, en félagsmiðstöðvar hér á Austurlandi taka þátt í henni og svo fara sigurverarar, 1,2 og 3 sæti suður á Samfés. Nema hvað, að þetta var bara æðislegt. Ég spurði reyndar einkasoninn áður en ég svaraði frænku hvort ég gæti leyst hana af, hvort honum væri sama að ég yrði þarna, og að sjálfsögðu var honum nett sama.Cool Það eru ekki nema 4 ár síðan ég var sjálf forstöðumaður, þannig að þetta rifjaðist fljótlega allt upp og var alveg ferlega gaman. Hormónaflæðið að sjálfsögðu alltaf á fullu á þessum árum en það er bara gaman af því, öll voru krakkarnir til fyrirmyndar og æðisleg. Eftir söngvakeppnina var svo ball og skemmtu krakkarnir sér frábærlega til klukkan rúmlega 12 en þá kláraðist ballið. Vorum svo komin heim um 1 leytið.

Annað fyndið, frænka mín sem er með félagsmiðstöðina, hún var að halda upp á tvítugsafmælið sitt í gær og var búin að segja mér að koma við þegar við kæmum frá Nsk. Nú, ég var að sjálfsögðu ferlega svöng eftir 6 tíma, svo ég kom við og fékk þvílíkt gott að borða og drakk bara appelsín með. Þarna hitti ég haug af ,,krökkum" sem ég var sjálf með í félagsmiðstöðinni og var verið að rifja upp ýmislegt sem við brölluðum saman, mikið hlegið og gaman. Guð, það er svo gaman að því þegar maður hittir fyrrum skjólstæðinga sína, að finna það að þau eru enn svona miklir vinir mínir, það er alveg yndislegt baraInLove

Sem sagt frábær laugardagur, ja, nema eitt, en það þurfti að sauma soninn 3 spor í puttann eftir leikjanámskeiðið, en hann klemmdi sig svolítið illa og það sprakk fyrir á einum putta hjá honum þegar verið var brasa við körfuspjöld í íþróttahúsinu, alltaf eitthvað smá djamm með hann þessa elskuDevil heldur þeirri gömlu alveg við, að fá svona nett sjokk annað slagið, en pumpan virkar allavega vel í manniTounge 

En nú tekur við leiðinlegur sunnudagur, á eftir að læra slatta í hljóðfræði og er að fara að hljóðrita haug af orðum, verð sennilega í því í dag og tek svo heimapróf no 2 á morgun, þannig að sunnudagurinn toppar ekki laugardaginn...


Kveðjupartý

Var að koma heim úr kveðjupartý, en Ari bro og Heiða mágkona héldu kveðjupartý fyrir familýuna vegna flutnings Línu frænku og Dave, her husband. Þau eru sem sagt að flytja til Kanada og verða þar í 2-3 ár. Eitthverja mánuði í Montreal og það er nú ok, ekki nema nokkra klukkutíma flug þangað en þaðan flytja þau svo til Bresku Kolumbíu, sem er lengst úti í rassgati á Kanada, svona 150 km frá landamærunum að Alaska og það er nú ekki séns í hel... að maður droppi þangað í heimsóknFrown Dave lofaði okkur nú að hann kæmi með Línu í heimsókn næsta sumar og það er eins gott að hann standi við það, annars fer ég út og sæki þauDevil Svo er ættarmót hjá okkur árið 2010 og þá er að sjálfsögðu skyldumæting og þeim var nú gerð grein fyrir því, þannig að vonandi koma þau þá. Dave vinnur hjá Becthel (sem byggðu álverið á Reyðó) og næsta verk hans fyrir fyrirtækið er þarna langt langt í rassgati. Vonandi verður næsta verk hans hjá Becthel aðeins nær, kannski Ástralía, væri nú alveg til í að fara þangað og skoða þar, og skoða hvar nágrannar er tekið uppTounge

Góða ferð elsku Lína og Dave og hafið það ógó gott í útlandinu, eigum eftir að sakna ykkar mikið þó við höfum nú ekki hist alveg á hverjum degi, þá hittumst við alltaf reglulega. Ég verð dugleg að skoða bloggið þitt, spjalla við þig á msn og svo skype og e-mail og allt, það er styttra á milli okkar en maður heldur með þessari tækni í dag. Skoða myndaalbúmið hjá ykkur og allt þaðInLove

Knús á nýgiftu hjónakornin Kissing


Get ekki sofnað:(

Crying er orðin verulega leið á að búa í ,,Írak" alltaf eitthvað stuð...

Er að hugsa um að halda tombólu og safna mér money svo ég geti keypt mér íbúð eða eitthvað... Já, ætli sé ekki bara best að safna á tombóluna um helgina, spáir blíðu, og þá er nú fínt að fólk hendi út úr bílskúrunum og geymslunum og gefi á tombólu... Málinu reddaðShocking

Best að poppa bara og halda áfram að lesa bókina mína...


Allt er gott sem endar vel...

ég á strák sem lenti í þessu slysi og það get ég svarið, ég hélt ég færi yfir um hérna í dag, sonurinn sendi mér sms rétt svona 5 mínútum áður en slysið varð og sagði vera mjög hált og þeir myndu renna svona frekar mikið til á veginum, rétt eftir að ég var búin að svara, alveg í sjokki að sjálfsögðu, hringdi hann og sagði mér að þeir hefðu veltCrying

Ég er búin að skrifa um þetta inn á heimasíðu okkar hérna í Austra á Eskifirði (íþróttafélagið) http://www.austri.is/

Sonurinn kominn heim, en hann fór í félagsmiðstöðina í kvöld svo ég er farin í koju


mbl.is Rúta fauk af vegi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Loksins komin vetur...

...með tilheyrandi. Allt á kafi í snjó, smá ófærð hér og þar innanbæjar, bílar fastir hér og þar...en bara gaman að torfærast aðeins í snjónumDevil Hér hefur skóla ekkert verið aflýst, þó að það hafi verið pínu vont í morgun, þá komu sum börnin bara aðeins of seint, það þurfti jú að moka bílana út og sollissssssss, en það verður nú engum meint af því... allt í gúddí með það þó nokkur komi of seint vegna ófærðar, þau mæta þó.

Fínt að hafa nóg af snjónum, bara alveg elska það sko, EN það er kannski fullmikið frost með þessu, einhver 10-11 stiga frost hér og vindur og þá er frostið nú komið í hel... mikið... en, við búum jú á Íslandi er það ekki, og þá er nú bara að skella sér í kuldagallan, lopahúfuna, lopavettlingan og kuldaskóna og drífa sig út.

Sniðugt, ég var á fundi í kvöld og tók svo eftir því út um gluggan að það voru nokkrir krakkar að byggja stærðarinnar snjóhús og ég viðurkenni það alveg, ég datt aðeins út á fundinum, því mig langaði svo óskaplega út að leika með þeim og hjálpa við snjóhúsa byggingunaTounge Maður var nú ekki búin að byggja ófá snjóhúsin hér í denn og göng á milli húsa og alles, svo sat maður með kerti, hafði með sér harðfisk sem pabbi bjó til á sjónum og djús og gat setið endalaust, þetta voru svo sannarlega ljúfir tímar í snjóhúsunum mínumInLove

Það er sko aldrei að vita nema maður skelli sér á næstu dögum í byggingu, verð bara að finna einhvern krakkahóp sem nennir að hafa eina ,,gamla" með í byggingu.

En látum þetta gott heita og góða nótt allir og sweet dream......Kissing


Jörðuðum KR:)

eða svona allt að því, leikurinn endaði jafntefli 3-3, en ég vil nú meina að við höfum unnið því við (KFF m.fl.kk.) skoruðum fjórða markið en það var dæmd rangstaða. Sem sagt, "vesturbæjarstórliðið" sem ætlaði sé nú sennilega að jarða þetta fyrstu deildar lið, dreifbýlistútturnar fyrir austan, tókst það sem sé ekki Devil Okkar menn voru frábærir og frekar ferskari en allir þessir stóru kallar í KR. Ég er bara ánægð með liðið og þessa nýju stráka sem eru að koma til okkar, en samt er liðið okkar að mestu uppbyggt af heimamönnum hér í Fjarðabyggð og þeir sem skoruðu voru 2 Eskfirðingar, og sá sem skoraði markið sem var dæmt af kemur frá Fáskúsfirði... þannig að þetta er flott bara, ánægt með strákana okkarWizard

Þorrablótið bara alveg glimrandi fínt, borðaði fullt af ,,skemmdum" mat og drakk kannski aðeins meir en einn bjór, en so what, hver gerir það ekki á þorrablóti að fá sé aðeins í aðra eða jafnvel báðar tærnar W00t

Nú er það bara lærdómur og aftur lærdómur og fundir og aftur fundir, var á þriggja tíma fundi í gær með stjórnum liðana hér í kring, varðandi samstarf í fótboltanum, og svo annar fundur núna á eftir hjá okkur í Austra, sem sagt nóg að gera í boltanum. Íbúafundur í kvöld hér á Esk og þangað ætla ég mér sko að mæta...það er nú alveg á hreinu.

Ég og einkasonurinn ætluðum norður á Ak helgina 8-10 feb. hann að spila fótbolta og ég brjáluð á hliðarlínunni en ég held það verði ekkert að því, strákurinn enn á hækjunum og held hann losni ekki við þær alveg næstu daga, og getur því sennilegast ekkert keppt, þannig að ég er ekkert glöð, hlakkaði svo til að fara á mót með strákunum í 3 fl. kk. en það eru ekki alltaf jólin, svo við finnum okkur þá kannski bara eitthvað annað að gera.

Jæja, best að læra smá í hljóðfræði (sem b.t.w. er svo leiðinlegt að ég er að kafna hérna) áður en ég fer á fund.

See yaaaaaaaaaW00t


Nóg að gera í dag...

Þá er það Þorrablót Eskfirðinga í kvöld og ætlar ,,stelpan" að skella sér á djammið, borða nógu mikið af súrum og úldnum mat og sérstaklega mikið af hákarli og rúgbrauði Cool ummmmm. Kannski að maður skelli svona eins og einum bjór eða svo (hummmmm) í andlitið á sér Wink

Nú, svo er stórleikur í Höllinni okkar í dag, strákarnir okkar, hér í Fjarðabyggð sko, mfl. kk í fótbolta ætlar að taka á móti KR-ingum í dag, í stórleik, og ætla okkar menn að kenna þessum slubbertum úr  vesturbænum fótbolta Tounge Þannig að maður skellir sér að sjálfsögðu þangað líka... gaman gaman. Má bara ekkert vera að því að vera í skóla, allavega ekki í dag...er að vísu búin að vera að læra í morgun og maður lærir fram að leik, en svo verður tölvu-og bókum lokað.

Búið er að skipa í nýjar nefndir hér í Fjarðabyggð og hélt sú gamla sínu sæti í nýju stóru nefndinni, menningar-íþrótta-og ferðamálanefnd, og verður bara spennandi að takast á við það. Er nú nokkuð viss um það samt að þetta eigi eftir að verða langir fundir, þar sem við vorum yfirleitt um 2 tíma í gömlu íþrótta-og tómstundanefndinni, en þarna bætast alveg við ferða-og menningarmálin, en það er bara í lagi,  er mjög ánægð með að ég sit áfram í þessari nefnd.

Já, handboltinn, þarf nú ekki að fara morgum orðum um hann en ég stend samt sem áður að fullu með strákunum okkar, það er bara vandamál með okkur íslendinga, við gerum svo brjálaðar kröfur alltaf til alls, ætlum að massa stórþjóðirnar bæði í fót-og handbolta, og að sjálfsögðu erum við í líka alltaf að fara að vinna júróvision, áður en haldið er af stað út í júró, þá er strax verið að pæla hvar við getum haldið keppnina að ári, því jú, við erum að fara að vinna... svona bara erum við, brjáluð stemmingsþjóð - og það er kannski bara ekkert að þvíWizard einhvern veginn verðum við að lifa af þessa vist hérna á klakanum og það er bara ekkert betra en að fara í brjálað stuð og styðja sitt fólk - með tilheyrandi væntingum - en þetta kemur allt. Áfram ÍslandInLove

Að lokum - sonurinn kominn á hækjur - svona eru nú íþróttirnar - var tæklaður 2x á sama ökklann á innan við hálfum sólahring, þannig að hann er illa tognaður og getur því ekki keppt á næsta móti um næstu helgi og óvíst með mót á Akureyri eftir 3 vikur... mjög leiðinlegt að hann skuli vera dottinn út út af svona hel.... vitleysuPinch


Fullt af engu

er hætt að vera lasin, komin á rólið aftur en er samt pínu lasin enn, en það er nú út af því hvað strákunum okkar gengur illa á EM Frown maður fær bara í mallan og allt þegar svona illa gengur.

Fullt að gera í skólanum, maður má ekki alveg við því að missa nokkra daga úr í lærdómi en svona er þetta bara, það eru ekki alltaf jólin

Búin að vera á fullt af fundum síðustu daga, knattspyrnan og íþrótta-og tómstundaráð en reyndar heitir þetta ráð það ekki lengur ráð eftir morgundaginn, því þá heitir þetta víst menningar-íþrótta-og ferðamálanefnd, takk eða eitthvað álíka, allavega 3 nöfn á henni og nefnd kemur aftur inn í staðinn fyrir ráð Crying já já, hlutirnir gerast líka hratt í Fjarðabyggðinni Cool Annars ferlega sniðugt (eða ekki sniðugt reyndar ) að þegar ég kom út af síðasta fundi Í&T ráðs, sem þó var bara um tveir tímar, þá var bara komin nýr borgarstjóri og allt, ja, þau gerast nú varla hraðari en þetta kaupin á eyrinni...

Nú ætla ég bara rétt að vona að ég fái áframhaldandi setu í þessu nýja ráði/nefnd en það kemur í ljós á morgun því nú fer menningarnefndin inn í Í&T ráðs en svo verður búin til ´ný nefnd sem heitir mannvirkjanefnd... já, langar nú ekkert voða að vera í henni, en ef mér verður sagt að vera í henni, nú, þá gegnir maður nú, er svo ógó gegninJoyful

Jæja, þá er það seinni hálfleikur, skildu þeir vinna í dag??? þeir eru í bláum búningum eins og þegar þeir kepptu á móti slóvönum.,..og unnu þá og staðan er 16-16, akkúrat núna. Ég hef nefnilega alltaf haldið í það að þeir vinni oftar í rauðum búningum en bláum... en það eina sem þeir hafa unnið núna er einn leikur... í bláuW00t

seeeeeeee ya


Ekki góður sólahringur að baki:(

Er búin að vera lasin í sólahring, fór að finna fyrir ógleði í gær eftir leikinn, sem strákarnir okkar unnu. Fór snemma í koju og svaf og ekki svaf í alla nótt og í dag. Ætlaði svo að fara að læra um hádegið en þá tók ógleðin öll völd að nýju með tilheyrandi gubbum Sick Gerði því ekki meir í lærdómi í dag en að gera hausinn og búið... og ég á að skila þessu verkefni í kvöld...en bara get ekki klárað það, svo það verður að koma í ljós hvort kennarinn tekur tillit til ælupestar og ógeðs.

Og svo töpuðu strákarnir fyrir frökkumFrown var nú ekki sátt, frekar en allir aðrir. Annars lá maður bara hér í sofen og horfði hálf dofin á leikinn, hefði nú ekki haft heilsu í að vera með æsing...

En ætla að halda áfram að liggja hér og gera ekki meir en það, hef nákvæmlega enga orku...


MMMmaaaar bara hefur aldrei séð svona...

...já já, það er svo lítið spennó í handboltanum að maður bara bloggar í hálfleik. Ég segi nú bara eins og þeir þarna í TVinu, þetta hef ég aldrei séð og er eins og gömlu mennirnir, ég man bara ekki eftir þessu, 16-5 í hálfleik, halló, bara búið að skora 5 mörk hjá Íslandi á 30 min.

En annars er þetta að sjálfsögðu frábært, en í leiðinni er maður bara ekkert stressaður og lítil spenna, en frábært engu að síðurWizard


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband