Ja, það eru ekki alltaf jólin - svo mikið er víst...

Ekki laust við að það hafi skriðið einhver kjánahrollur eða ég veit eiginlega ekki hvaða tegund af hrolli er búin að vera skríðandi á mér síðustu daga en allavega líður mér voða kjánalega núna...

Hvað eiginlega þýðir þetta allt - fyrir mig og fyrir landann???

Get ég keypt mjólk og brauð á morgun - eða hvað???

En eitt er ég búin að vera að pæla mikið í og það er hreinlega, eins og svo margir hafa bent á, að gera mitt besta til að gera gott úr þessu. Reyna mitt besta til að mér og mínum líði vel á sálinni - þó svo að kannski og alveg örugglega verði erfiðleikar framundan, æi, þá reynir maður sitt besta áfram...

Ég er svo sem vön að hafa úr engu að moða og svoleiðis hefur það verið í mörg ár, þannig að kannski verður ekki svo mikil breyting hjá mer,  örorkubætur hafa hingað til ekki gert nokkurn mann ríkan þannig að kannski hefst þetta allt saman - og ég ætla bara að reyna að muna að gefa bara af mér - við litla fjölskyldan í Dalbarðinu komumst yfir þetta, ég er alveg viss um það... og ég vona svo sannarlega að mitt fólk, fjölskyldan og vinir mínir komist klakklaust yfir þessi ósköp...

Ég held í alvörunni að við komumst langt á jákvæðninni og brosinu og verum góð við hvort annað - það er mitt mottó...

Og ég nenni ekki að pæla í fortíðinni - það hefur ekkert upp á sig - fortíðin er liðin og ekkert hægt að breyta þar 

Verum góð við hvort annað og munum að hlúa vel að sálartetrinu InLoveHeart


mbl.is Ný lög um fjármálamarkaði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Valan

Ó já orð að sönnu Badda mín, við breytum engu og ráðum heldur ekki neinu, þannig að það er bara best að brosa.  Maður kemst nokkuð langt á því.

Valan, 7.10.2008 kl. 08:22

2 Smámynd: Ómar Ingi

Innlitskvitt

Ómar Ingi, 7.10.2008 kl. 20:26

3 identicon

  Sammála þér Badda horfa á björtu hliðarnar á tilverunni. Gangi þér vel í skólanum   KV Erla

Erla (IP-tala skráð) 7.10.2008 kl. 22:28

4 Smámynd: SigrúnSveitó

SigrúnSveitó, 7.10.2008 kl. 22:59

5 Smámynd: Guðrún Þorleifs

Góða óskir.

Guðrún Þorleifs, 8.10.2008 kl. 19:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband