Skóli skóli...

Er búin að vera s.l. tvær vikur í vettvangsnámi hér í Grunnskóla Eskifjarðar. Fyrri vikuna var ég að kenna, eða svona, allavega að myndast við það. Var með kennara með mér og ég átti svona að kenna eitthvað og fylgjast með. Seinni vikan átti svo að fara í að fylgjast með umsjónakennara, honum Jónsa, og elta hann út um allt og sjá hvað umsjónarkennarar gerðu. Ég átti bara að fylgja og gegna Jónsa. Ef hann hefði sagt mér að fara heim til sín og skúra, þá hefði ég þurft að gegna því LoL sjúkk að hann fattaði ekki að hann mátti gjörsamlega skipa mér fyrir verkum en ég veit nú samt ekki hvort skúringar hafi verið í pakkanum.

Í seinni vikunni, mið,fimmt-og föstudag voru svo þemadagar í skólanum og var bara þrusugaman að þessu. Hópur af eldri borgurum aðstoðaði okkur í skólanum með fullt af verkefnum en þemað núna var ,,Ísland í gamla daga". Nokkrar kellur kenndu, ásamt kennara, börnunum að taka slátur, baka, búa til lifrarbollur, sviðasultu og margt margt fleira. ég hef sjaldan hlegið eins mikið og þegar maður kíkti í matreiðslustofuna og sá nokkrar gelgjur með ógeðssvipinn á andlitinu þegar ein ágæt eldri kona var að hræra í slátur, og að sjálfsögðu með höndunum.  Nokkrir krakkar voru ferlegar hetjur, í augum hinna krakkanna, þegar þau átu eyra af sviðahaus og fleira - þau þóttu miklar hetjur en þau sem voru að borða þessi ósköp eru bara vön að borða svið Tounge

Pabbi töffari, sjónvarpsstjarna, var ásamt öðrum ellismell að kenna nokkrum krökkum að beita línu, leggja hana og draga svo daginn eftir og svo að sjálfsögðu var svo aflinn flakaður og allt það - og búnar til fiskibollur í eldhúsinu...  (ætlaði nú að hafa link hérna á fréttina með gamla skátanum, pabba sko, en þetta stjórnborð leyfir það ekki, skil það nú ekki samt. Fréttin er á ruv.is - fréttir frá 23 okt.

Halldór lærði að dansa gömlu dansana og var bara assgot flottur á sýningunni í gær - hann dansaði við Mettu frænku sína og stóðu þau sig bara rosa vel. Hann gerði líka járnbát, fór á sjóminnjasafnið, og bjó svo til eitthvað af mat - þannig að það var nóg að gera hjá honum... og bara gaman að þessu. Þeir sem kenndu honum að dansa og búa til járnbátana voru líka úr félagi eldri borgara og mér telst til að það hafi verið um 15 félagar sem tóku þátt í þemadögunum - alveg frábært bara og þau hofðu nú svo sannarlega gaman að þessu þau eldri - og innst inni þau yngri líka, þó þau fari nú ekki að uppljóstra því - en þá fannst þeim nú margt ansi merkilegt sem eldri kynslóðin sagði þeim og kenndi...

Ég var í fréttahópnum - ég fygldi Jónsa en hann er fyrrverandi blaðamaður og veit hvernig á að gera þetta. Krakkarnir í okkar hóp áttu að þvælast á milli og taka viðtöl og skrifa um hvað væri að gerast, ásamt því að taka mynir og setja í blaðið, en það var búið til blað um atburði vikunnar.

Jæja, svo er maður að fara suður á eftir (laugardag) Skóli eftir helgi og verð ég í viku. Er nú engan veginn að nenna að fara á suðurhornið núna en maður verður nú samt að mæta, það er skylda Tounge og ekki má maður sýna lélegt fordæmi með að mæta ekki...  Allar búðir verða sniðgengnar í þessari ferð - ok, ekki allar, þarf að fara í eina og kaupa jólagjöf handa einkasyninum en sú búð er langt frá Kringlunni og Smáralind, guði sé lof fyrir það - er engan veginn að fíla þessar verslunarmiðstöðvar... svo, það verður ein búð og búið.

Langar samt ferlega mikið á landsleik á miðvikudag, stelpurnar í fótboltanum verða að spila landsleik og svo er held ég líka landsleikur í handboltanum, sama dag held ég... Æ, langar svolítið á annan hvorn leikinn en það er spurning hvort einhver nenni með manni - nenni ómöglega að fara ein og þvælast þetta allt með strætó svona að kvöldlagi, er nú ekki hrifin af því... 

En jæja, best að halda áfram í verkefnavinnu - er að skrifa 2 skýrslur um veru mína í skólanum (er ekki að nenna því sko Crying

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Ingi

Kvitt

Keep up the good work

Ómar Ingi, 25.10.2008 kl. 11:45

2 Smámynd: Guðný Anna Arnþórsdóttir

Sú frétt sem þú vísar til, hvar pabbi þinn og Guðmann sáust m.a., var sko frétta mánaðarins ef ekki ársins í íslenskum ljósvakamiðlum. Það var hreint út sagt frábært að sjá þetta. Ég fékk Eskifjarðarþrárkviðu í b-moll. Gangi þér vel í náminu og reyndu nú að skemmta þér vel í Reykajvíkinni, þetta er nú einu sinni besta borg í heimi, hvað sem tautar og raular.

Guðný Anna Arnþórsdóttir, 25.10.2008 kl. 21:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband