Gott að búa í Fjarðabyggð - eða hvað???

Grein sem ég skrifaði inn á Fjarðabyggðarvefinn - og ekki að ástæðulausu...

,,Sveitarfélögin veita hvert á sínu svæði þá þjónustu sem fjölskyldunum er hvað mikilvægust. Bæjarstjórn Fjarðabyggðar stendur vörð um að íbúar fái notið grunn- og velferðarþjónustu sem til fyrirmyndar er. " Svona hljóða setningar í nýrri samþykkt að ályktun sem bæjarstjórn Fjarðabyggðar samþykkti með 9 atkvæðum þann 16 október 2008.

Ég bara verð að segja að mér finnst eiginlega brandari að lesa þetta: ,,að íbúar fái notið grunn- og velferðarþjónustu sem til fyrirmyndar er." Mín samskipti við Félagsþjónustu Fjarðabyggðar er nú langt frá því að vera til fyrirmyndar. Ég hef leitað á náðir þessarar stofnunar og ekki fengið góðar móttökur og verið spurð hvort ég eigi ekki föður sem geti hjálpað mér - er það hjálpin sem Fjarðabyggð vill veita, að benda fólki sem á í erfiðleikum fjárhagslega að leita á náðir foreldra sinna?

Held ekki en samt er þetta bara svona, fleiri en ég hafa fengið þessi svör hjá Félagsþjónustunni og ég hef gefist upp á þjónustu Félagsþjónustunnar. Það er þannig að öryrkjar og einstæðar mæður á höfuðborgarsvæðinu geta farið í Fjölskylduhjálp ÍSLANDS vikulega og fengið mat og hef ég hringt í þessa fjölskylduhjálp og spurt hvort ég geti fengið mat eða ávísun á mat en svörin hafa verið neitandi, þessi hjálp er fyrir fólk á höfuðborgarsvæðinu og mér bent á að félagsþjónusta míns sveitafélags eigi að aðstoða þá sem eru illa staddir.

En staðan er þannig hjá Fjarðabyggð að ef maður er með yfir 98.000 í laun (bætur) á mánuði, þá fær maður ekki aðstoð - þó svo að nánast allar bæturnar fari mánaðarlega í greiðsluþjónustu bankans míns - sem þýðir = ég stend í skilum með allt, sem þýðir mjög lítill peningur til að lifa af mánuðinn... og strípaðar örorkubætur eru rúmar 130.000 á mánuði... Þannig að já, ég verð að segja nei við þessari ályktun sem bæjarráð var að samþykkja - því þetta er svo langt frá raunveruleikanum...

Það kannski borgar sig að standa EKKI í skilum...

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Valan

Þvílík fagmennska að blanda föður þínum í þetta. Er fólk ekki starfi sínu vaxið spyr ég.

Gangi þér vel Badda mín

Valan, 22.10.2008 kl. 09:53

2 Smámynd: Hulda Elma Guðmundsdóttir

Sæl frænka. Þetta er ljót saga og svört fyrir félagsþónustuna ef hún er sönn, sem ég efast ekki um. Ég hef ekki séð þessi skrif þín á heimasíðu Fjarðabyggðar, er hún örugglega þar? Gangi þér vel.

Hulda Elma Guðmundsdóttir, 22.10.2008 kl. 12:37

3 Smámynd:  Grétar Rögnvarsson

Ekki falleg lesning þetta Badda mín. Í dag held ég að það sé best að eiga sem minnst en þó ofan í sig að borða og allavega gott að hafa þak yfir höfuðið. Gangi þér vel vinkona. Kveðja úr Síldarsmugunni

Grétar Rögnvarsson, 23.10.2008 kl. 14:50

4 identicon

Gott hjá þér að vekja máls á þessu. Kveðja og gangi þér vel

Sigrún í fj.hópnum þínum (IP-tala skráð) 24.10.2008 kl. 20:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband