Brottför kl.15.19 á morgun... :)

Jæja, þá er þessari Reykjavíkur dvöl að ljúka - alveg að verða komin hálfur mánuður hérna núna og það er bara fínt.

Verð í skólanum á morgun til 15.10 og svo er það bara kaffi og ein sígó og svo verður haldið í'ann á morgun til Akureyrar - svo heim á laugardag. Ætla að vera komin heim um 2 á laugardag, en þá er næst síðasti leikur hjá KFF - og vonandi ná þeir nú að halda sér í deildinni gaurarnir.

Kem svo suður aftur síðustu vikuna í Okt. í staðlotu 2 - og næ því að vera heima núna í tæpa 2 mánuði - og það verður hel... ljúft. Náði rétt hálfum mánuði heima eftir Reykjalund áður en haldið var í túristaferðina miklu Grin og gott verður að lúllaí rúminu sínu aftur - það hefur nú samt ekki farið illa um mig hérna hjá Sigrúnu og co - alltaf bara gott að koma heim...Smile

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Ingi

Kvitt

Ómar Ingi, 4.9.2008 kl. 21:31

2 Smámynd: Valan

Ha,,,,,, "kaffi og sígó" varstu ekki í afeitrun á hælinu ?

Valan, 5.9.2008 kl. 08:12

3 Smámynd: Bjarney Hallgrímsdóttir

Vala mín, maður má alltaf hætta við hlutina - svoleiðis er það nú í lýðræðisríkjunum Maður er nú ekki stoltur af því að hafa hætt við þetta en það koma tímar þar sem maður lætur alveg af þessum ógeðslega sið...

Bjarney Hallgrímsdóttir, 5.9.2008 kl. 09:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband