Háspenna í kvöld...

Sjúkket púkket mar... fór á síðasta heimaleik Fjarðabyggðar í mf.kk. Það var svona fræðilegur að við myndum falla, þá þurfti reyndar allt að ganga vel hjá liðunum fyrir neðan okkur - en fallhættan var fyrir hendi.

Ekki laust við að maður væri með stóran hnút í mallanum fyrir leikinn þar sem okkar menn hafa verið duglegir að gera jafntefli í sumar og 2-2 jafntefli er voða vinsæl hjá þeim, eða alls 7x í sumar hafa leikir farið svona.

Þeir voru að keppa við Selfoss sem b.t.w. þurftu að vinna til að komast örugglega í úrvalsdeildina - þannig að hörkuleikur var framundan og vá, þvílík háspenna maður minn...Sideways

4 vítaspyrnur,2 rauð spjöld og óteljandi gul fuku á loft í kvöld. Besti maðurinn i Fjarðabyggð til margra ára, Rajkó, markmaðurinn okkar, gerði sér lítið fyrir og varði eina víti, skoraði svo eitt mark úr víti hjá okkur eftir að sóknarmaður hafði brenti hinni af. 

Selfoss skoraði svo mjög umdeilt mark (og voru þá búnir að jafna í 2-2) en markið var dæmt af og þá fyrst varð allt vitlaust... hjá stuðningsmannaliði Selfoss, sem voru þó nokkuð margir. Gæslumennirnir á vellinum höfðu allavega nóg að gera eftir leik að fylgja dómurum inn í hús...

EN - eru sem sagt áfram í 1 deild að ári og vonandi fæst góður þjálfari - myndi nú bara alveg vilja hafa heimamanninn Heimir Þorsteins áfram, en hann var þriðji þjálfarinn til að taka við liðinu í sumar, svo það er kannski ekki nema furða þó að illa hafi gengið hjá okkar mönnum... en það hafðist Wizard

Ég er svo á því að ef við hefðum ekki Rajkó í markinu - þá værum við i 5 deild (ef hún er þá til) því hann bara er geðveikur markmaður - og ef það er slydda og haglél á leik, þá mætir kappinn bara með skíðagleraugu - hann reddar sér sko Grin 

 

Til hamingju strákar ... og mynd af hetjunni okkar í Fjarðabyggð - Rajkó með skíðagleraugun...W00t

rajko1.jpg


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Ingi

Snilld með skíðagleraugun , gleymist seint

Ómar Ingi, 13.9.2008 kl. 11:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband